Körfubolti

Benedikt Guðmundsson tekur við Njarðvík

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Benedikt Guðmundsson ásamt Brenton Birmingham, varaformanni körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, og Kristínu Örlygsdóttur formanni.
Benedikt Guðmundsson ásamt Brenton Birmingham, varaformanni körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, og Kristínu Örlygsdóttur formanni. Mynd/Jón Björn/UMFN

Benedikt Guðmundsson mun þjálfa karlalið Njarðvíkur í Domino's deildinni næstu þrjú ár. Samningar þess efnis voru undirritaðir á dögunum en Benedikt mun einnig taka að sér þjálfun yngri flokka félagsins.

Frá þessu er greint á heimasíðu Njarðvíkur, en Benedikt þjálfaði seinast kvennalið KR. Hann var þjálfari Þórs frá Akureyri seinast þegar hann þjálfaði karlalið.

Hann gerði KR að Íslandsmeisturum árið 2007 og 2009, en árið 2007 sigruðu KR-ingar einmitt Njarðvíkinga í úrslitum.

Benedikt tekur við af Einari Árna Jóhannssyni, en Njarðvík lenti í níunda sæti Domino's deildarinnar á yfirstandandi leiktíð.

Benedikt hefur einnig stýrt liðum Grindavíkur, Fjölnis og Þórs Þorlákshafnar í efstu deild, en hann er einnig á hálfa vegu kominn með samning sinn við KKÍ sem A-landsliðsþjálfari kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.