Körfubolti

Bak­vörðurinn Basi­le til Njarð­víkur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Njarðvíkingar bjóða Dedrick Basile velkominn til félagsins.
Njarðvíkingar bjóða Dedrick Basile velkominn til félagsins. Njarðvík

Bandaríkjamaðurinn Dedrick Basile mun leika með Njarðvík í efstu deild karla í körfubolta á komandi leiktíð. Basile átti stórgott tímabil með Þór Akureyri á síðustu leiktíð og vonast Njarðvíkingar eftir annarri eins frammistöðu í vetur.

Njarðvíkingar eru í óðaönn að styrkja sig fyrir veturinn í körfuboltanum en ljóst er að liðið ætlar sér ekki að vera í neðri hluta deildarinnar. Í dag staðfesti félagið að það hefði samið við hinn 26 ára gamla bakvörð Dedrick Basile.

Sá lék með Þór Akureyri á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði að meðaltali 19 stig í leik og gaf 8 stoðsendingar.

„Óhætt er að segja að hann styrkir enn frekar ansi þéttan hóp liðsins fyrir komandi átök,“ segir í yfirlýsingu Njarðvíkur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.