Skoða þurfi breytingu á framkvæmd sóttkvíar Birgir Olgeirsson skrifar 19. ágúst 2021 22:31 Þórdís Kolbrún Reykjörð Gylfadóttir er ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm Skoða þarf breytingar á framkvæmd sóttkvíar ef halda á leikskólum, grunnskólum og atvinnulífi gangandi á næstu vikum. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í samtali við fréttastofu. Tveir ráðherrar til viðbótar hafa lagt áherslu á að skoða þurfi reglur um sóttkví ef samfélagið á ekki að lamast þegar skólarnir hefjast. Um sjö hundruð börn eru í sóttkví nú þegar. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sagði í Pallborðinu á Vísi í gær að markmiðið hefði ávallt verið að lágmarka áhrif sóttvarnaaðgerða á skólastarf. Því þyrfti að skoða framkvæmd sóttkvíar og hraðprófa til að halda í við þá stefnu. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í gær að taka þurfi þetta fyrirkomulag til endurskoðunar til að halda samfélaginu gangandi. Þórdís segir veiruna það víða í samfélaginu að með núverandi framkvæmd mun stór hópur fólks þurfa að vera í sóttkví á hverjum tíma. „Mér finnst það eðlileg vangavelta að spyrja sig að því hvernig við ætlum að glíma við það og því þurfum við að svara,“ segir Þórdís. Sigurður Ingi sagði sömuleiðis að skoða þyrfti hvort hætt yrði alveg við sóttkví fullbólusettra. Spurð út í þessi ummæli Sigurðar um sóttkví fullbólusettra svarar Þórdís: „Hann var þarna að viðra sínar skoðanir og ég get alveg tekið undir þær.“ Hún vill einnig skoða notkun hraðprófa sem eru notuð víða um heim. „Við erum einfaldlega komin á þann stað að við hljótum líta til annarra verkfæra til að geta komist í eðlilegt líf en samt sem áður lifað með því að þarna er faraldur og veira sem við þurfum að hafa einhverja vitneskju hvar hún er og hvaða áhrif hún hefur. Hraðpróf er bara enn eitt verkfærið sem við eigum að sjálfsögðu að nota.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Tveir ráðherrar til viðbótar hafa lagt áherslu á að skoða þurfi reglur um sóttkví ef samfélagið á ekki að lamast þegar skólarnir hefjast. Um sjö hundruð börn eru í sóttkví nú þegar. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sagði í Pallborðinu á Vísi í gær að markmiðið hefði ávallt verið að lágmarka áhrif sóttvarnaaðgerða á skólastarf. Því þyrfti að skoða framkvæmd sóttkvíar og hraðprófa til að halda í við þá stefnu. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í gær að taka þurfi þetta fyrirkomulag til endurskoðunar til að halda samfélaginu gangandi. Þórdís segir veiruna það víða í samfélaginu að með núverandi framkvæmd mun stór hópur fólks þurfa að vera í sóttkví á hverjum tíma. „Mér finnst það eðlileg vangavelta að spyrja sig að því hvernig við ætlum að glíma við það og því þurfum við að svara,“ segir Þórdís. Sigurður Ingi sagði sömuleiðis að skoða þyrfti hvort hætt yrði alveg við sóttkví fullbólusettra. Spurð út í þessi ummæli Sigurðar um sóttkví fullbólusettra svarar Þórdís: „Hann var þarna að viðra sínar skoðanir og ég get alveg tekið undir þær.“ Hún vill einnig skoða notkun hraðprófa sem eru notuð víða um heim. „Við erum einfaldlega komin á þann stað að við hljótum líta til annarra verkfæra til að geta komist í eðlilegt líf en samt sem áður lifað með því að þarna er faraldur og veira sem við þurfum að hafa einhverja vitneskju hvar hún er og hvaða áhrif hún hefur. Hraðpróf er bara enn eitt verkfærið sem við eigum að sjálfsögðu að nota.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira