Óvæntar skilnaðartölur í faraldrinum í Svíþjóð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. ágúst 2021 11:30 Séra Þórhallur Heimisson var sóknarprestur við Breiðholtskirkju og Hafnarfjarðarkirkju áður en hann flutti sig til Svíþjóðar árið 2013. Hann hefur þó komið heim og staðið fyrir hjónaráðgjöf. Íslenskur prestur búsettur í Svíþjóð segir skilnuðum hafa fækkað verulega þar í landi í kórónuveirufaraldrinum. Fólk neyðist til að ræða saman, leysa hlutina og leiti inn á við. Þórhallur Heimisson hefur um árabil unnið með íslenskum hjónum í vandræðum með samband sitt. Hann er í dag búsettur í Uppsala í Svíþjóð og greindi í Bítinu á Bylgjunni í morgun frá nýlegri rannsókn. Skilnuðum í Svíþjóð hefur fækkað um 14 prósent í faraldrinum miðað við tölur fyrir fyrstu sjö mánuði ársins. Hann segir faraldurinn og áhrif hans einu ástæðuna sem hægt sé að benda á. Leita inn á við „Skilnaðartíðnin heufr verið í kringum 48-49 prósent í tuttugu til þrjátíu ár og ekkert hefur haggað því,“ segir Þórhallur. Þangað til nú, í breyttu ástandi, þá verði svo mikil sveifla. Sem kemur mörgum spánskt fyrir sjónir enda fjölmargir haft orð á því að of mikil samvera myndi gera út af við sambandið. „Margir hafa sagt að það sé best fyrir fólk að vera eins mikið í sundur og hægt er. En þetta með samveruna hefur orðið til þess að fólk hefur byrjað upp á nýtt, leitað nýrra leiða og unnið sig saman.“ Þórhallur segist ekki hafa séð nýlegar tölur á Íslandi en er spenntur að vita hver þróunin hafi verið hér. Það sé merkilegt að í Svíþjóð sé 50 prósent alls heimilishalds einstæðingar, þar með taldir einstæðir foreldrar. Nenna þessu ekki „Það eru margir sem eru ekki í sambúð,“ segir Þórhallur. Hraðinn í sænsku stórborgunum sé mikill, fjarlægðir sömuleiðis. Þegar eitthvað komi upp á þá skipti fólk fljótt um stefnu og yfirgefi sambandið. „Fólk hugsar með sér að það nenni ekki að standa í þessu og er bara farið.“ Samfélagið í Svíþjóð sé reyndar þannig að fólki sé gert mjög auðvelt að skilja. Fjárhagsáhyggjur vegna skilnaðar séu ekki svo miklar enda auðvelt að hoppa í leiguíbúð við sambandsslit með litlum fyrirvara. Þá séu margir með rósrauða drauma um sambandið og lífið. Ef draumarnir rætist ekki þá nenni fólk ekki að leggja neitt af mörkum. Standi upp og fari óháð því hvaða áhrif það hafi til dæmis á börnin. Vinna í heimilum sínum „Nú hefur fólk neyðst til að vera saman. Vinna heima, leysa hlutina,“ segir Þórhallur. Ferðalög til útlanda og jafnvel milli svæða innanlands séu í lágmarki. Fólk leiti inn á við, vinni í heimilum sínum, fari saman í sumarfrí og þar fram eftir götunum. Þá blæs Þórhallur á umræðu hér heima að skilnuðum fari fjölgandi. Hann segir hlutfallið hafa verið í kringum 39 prósent hér á landi undanfarin þrjátíu ár. Það sé hlutfall þeirra hjónabanda sem endi með skilnaði. Þar sé ekki kynslóðamun að finna. „Ég hef oft sagt að vandamálin eru alltaf þau sömu.“ Fólk taki hvort öðru sem sjálfsögðum hlut, fjarlægist hvort annað og gefi sér ekki tíma. Við bætast fjárhagserfiðleikar, barneignir, erfiðleikar í atvinnu og framhjáhöld. Hjón sem hafa ekki ræktað sambandið vel standi ekki vel þegar slík vandamál komi upp. Þessar aukabirgðir sé erfitt að takast á við. Karlarnir alveg til í að tala Hann segir þó ýmislegt hafa breyst á Íslandi varðandi sambönd og nefnir helst að pör og hjón séu opnari fyrir því að ræða málin við þriðja aðila. „Það var oft sagt að karlar vilji ekki tala um neitt, en það er algjör vitleysa. Þeir eru alveg jafnopnir að ræða málin ef þeir fá tækifæri til.“ Vinskapur í samböndum skipti annars mestu máli. Vísaði Þórhallur til rannsóknar í Bandaríkjunum þar sem rætt var við hjón sem höfðu verið saman í lengri tíma, tuttugu ár eða svo. Lykillinn að árangri? Þau væru góðir vinir. „Það er kjarninn í þessu, að reyna að rækta vináttuna. Hafa gaman af lífinu saman. Það sleppur enginn við vandamál. Gera hlutina saman og sýna hvort öðru virðingu.“ Viðtalið við Þórhall í heild má heyra í spilaranum hér að ofan. Íslendingar erlendis Svíþjóð Ástin og lífið Fjölskyldumál Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Hvar eru þau nú? Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Þórhallur Heimisson hefur um árabil unnið með íslenskum hjónum í vandræðum með samband sitt. Hann er í dag búsettur í Uppsala í Svíþjóð og greindi í Bítinu á Bylgjunni í morgun frá nýlegri rannsókn. Skilnuðum í Svíþjóð hefur fækkað um 14 prósent í faraldrinum miðað við tölur fyrir fyrstu sjö mánuði ársins. Hann segir faraldurinn og áhrif hans einu ástæðuna sem hægt sé að benda á. Leita inn á við „Skilnaðartíðnin heufr verið í kringum 48-49 prósent í tuttugu til þrjátíu ár og ekkert hefur haggað því,“ segir Þórhallur. Þangað til nú, í breyttu ástandi, þá verði svo mikil sveifla. Sem kemur mörgum spánskt fyrir sjónir enda fjölmargir haft orð á því að of mikil samvera myndi gera út af við sambandið. „Margir hafa sagt að það sé best fyrir fólk að vera eins mikið í sundur og hægt er. En þetta með samveruna hefur orðið til þess að fólk hefur byrjað upp á nýtt, leitað nýrra leiða og unnið sig saman.“ Þórhallur segist ekki hafa séð nýlegar tölur á Íslandi en er spenntur að vita hver þróunin hafi verið hér. Það sé merkilegt að í Svíþjóð sé 50 prósent alls heimilishalds einstæðingar, þar með taldir einstæðir foreldrar. Nenna þessu ekki „Það eru margir sem eru ekki í sambúð,“ segir Þórhallur. Hraðinn í sænsku stórborgunum sé mikill, fjarlægðir sömuleiðis. Þegar eitthvað komi upp á þá skipti fólk fljótt um stefnu og yfirgefi sambandið. „Fólk hugsar með sér að það nenni ekki að standa í þessu og er bara farið.“ Samfélagið í Svíþjóð sé reyndar þannig að fólki sé gert mjög auðvelt að skilja. Fjárhagsáhyggjur vegna skilnaðar séu ekki svo miklar enda auðvelt að hoppa í leiguíbúð við sambandsslit með litlum fyrirvara. Þá séu margir með rósrauða drauma um sambandið og lífið. Ef draumarnir rætist ekki þá nenni fólk ekki að leggja neitt af mörkum. Standi upp og fari óháð því hvaða áhrif það hafi til dæmis á börnin. Vinna í heimilum sínum „Nú hefur fólk neyðst til að vera saman. Vinna heima, leysa hlutina,“ segir Þórhallur. Ferðalög til útlanda og jafnvel milli svæða innanlands séu í lágmarki. Fólk leiti inn á við, vinni í heimilum sínum, fari saman í sumarfrí og þar fram eftir götunum. Þá blæs Þórhallur á umræðu hér heima að skilnuðum fari fjölgandi. Hann segir hlutfallið hafa verið í kringum 39 prósent hér á landi undanfarin þrjátíu ár. Það sé hlutfall þeirra hjónabanda sem endi með skilnaði. Þar sé ekki kynslóðamun að finna. „Ég hef oft sagt að vandamálin eru alltaf þau sömu.“ Fólk taki hvort öðru sem sjálfsögðum hlut, fjarlægist hvort annað og gefi sér ekki tíma. Við bætast fjárhagserfiðleikar, barneignir, erfiðleikar í atvinnu og framhjáhöld. Hjón sem hafa ekki ræktað sambandið vel standi ekki vel þegar slík vandamál komi upp. Þessar aukabirgðir sé erfitt að takast á við. Karlarnir alveg til í að tala Hann segir þó ýmislegt hafa breyst á Íslandi varðandi sambönd og nefnir helst að pör og hjón séu opnari fyrir því að ræða málin við þriðja aðila. „Það var oft sagt að karlar vilji ekki tala um neitt, en það er algjör vitleysa. Þeir eru alveg jafnopnir að ræða málin ef þeir fá tækifæri til.“ Vinskapur í samböndum skipti annars mestu máli. Vísaði Þórhallur til rannsóknar í Bandaríkjunum þar sem rætt var við hjón sem höfðu verið saman í lengri tíma, tuttugu ár eða svo. Lykillinn að árangri? Þau væru góðir vinir. „Það er kjarninn í þessu, að reyna að rækta vináttuna. Hafa gaman af lífinu saman. Það sleppur enginn við vandamál. Gera hlutina saman og sýna hvort öðru virðingu.“ Viðtalið við Þórhall í heild má heyra í spilaranum hér að ofan.
Íslendingar erlendis Svíþjóð Ástin og lífið Fjölskyldumál Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Hvar eru þau nú? Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög