Sport

Dagskráin í dag: Þrír leikir í Pepsi Max-deildinni og forkeppni Meistaradeildarinnar

Valur Páll Eiríksson skrifar
Bæði Tindastóll og Þróttur verða í eldlínunni í kvöld.
Bæði Tindastóll og Þróttur verða í eldlínunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Fótboltinn er við völd í beinum útsendingum dagsins á rásum Stöðvar 2 Sport. Fimm leikir verða aðgengilegir í kvöld.

Pepsi Max-deild kvenna

Þrír leikir fara fram í Pepsi Max-deild kvenna þennan þriðjudaginn. Allir eru þeir aðgengilegir á rásum Stöðvar 2 Sport.

Klukkan 18:00 hefjast tveir leikir. ÍBV fær Keflavík í heimsókn til Vestmannaeyja og hefst bein útsending frá þeim leik klukkan 17:50 á stod2.is og í Stöð 2-appinu.

Klukkan 17:50 fer einnig af stað bein útsending frá leik Þórs/KA og Tindastóls á Stöð 2 Sport.

Þróttur fær þá Stjörnuna í heimsókn klukkan 19:15 í Laugardal. Bein útsending frá þeim leik má sjá á stod2.is og í Stöð 2 appinu frá klukkan 19:05.

Forkeppni Meistaradeildarinnar

Tveir leikir verða sýndir í forkeppni Meistaradeildarinnar sem hefjast báðir klukkan 19:00.

Mónakó frá Frakklandi mætir Shakhtar Donetsk í stórleik kvöldsins sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 frá 18:50.

Á sama tíma, klukkan 18:50, hefst bein útsending frá leik Sherriff Tiraspol gegn Valsbönunum í Dinamo Zagreb á Stöð 2 Sport 3.

Að neðan má sjá allar beinar útsendingar sem fram undan eru hjá Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×