Hafa flest tól og tæki til að sinna eftirliti með fiskeldi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 16. ágúst 2021 13:01 Hrönn Ólína Jörundsdóttir er forstjóri Matvælastofnunar. Hún telur ekki að illa farinn lax sé algengt vandamál hjá fiskeldisfyrirtækjum. stöð 2/veiga grétarsdóttir Matvælastofnun telur sig vel í stakk búna til að hafa eftirlit með fiskeldisfyrirtækjum á landinu. Farið verði í saumana á myndefni af illa förnum laxi úr sjókvíum á Vestfjörðum sem kajakræðari tók í vor. Myndirnar hafa farið sem eldur um sinu um samfélagsmiðla síðustu daga og vakið nokkurn óhug fólks. Á þeim má sjá mjög illa særða laxa sem synda um sjókvíar fyrirtækjanna Arnarlax og Arctic Fish í Dýrafirði og Arnarfirði. Þessi lítur ekki sérlega vel út.veiga grétarsdóttir Ekki algengt vandamál Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar (MAST), telur að illa farinn lax sé ekki algengt vandamál hjá fiskeldisfyrirtækjum. MAST tekur myndunum þó alvarlega og mun skoða hvort málið kalli á viðbrögð frá stofnuninni: „Við erum að fara yfir málið og skoða hvað gerðist. Hvað fór úrskeiðis hjá fyrirtækinu og erum að skoða það hvort að við bregðumst við á einhvern hátt eða hvort við teljum að viðbrögð fyrirtækisins við atvikinu séu nægjanleg,“ segir Hrönn. Er þetta algengt vandamál í sjókvíum landsins? „Ég held að þetta sé nú ekki algengt vandamál en það eru náttúrulega afföll af fiskunum í fiskeldi almennt og það er alltaf það sem við teljum vera eðlileg afföll eins og er í öllu dýraeldi. Afföllin eru yfirleitt mest til að byrja með, á seiðastiginu, og svo minnka afföllin eftir því sem fiskarnir verða eldri en það er þá verið að skoða hvort þetta séu eðlileg afföll eða ekki.“ Illa farið hrognkelsi úr sjókví. veiga grétarsdóttir Svo særður lax fer ekki á diskinn Náttúruverndarsamtök hafa lengi lagst gegn opnu sjókvíaeldi við strendur landsins. Instagram-síðan Vissiru kom nýlega fram en hún birtir þar ýmsar fullyrðingar um neikvæðar hliðar laxeldisins. Ein skilaboð þeirra hafa farið víða á samfélagsmiðlinum undanfarna daga; mynd af afar særðum laxi með yfirskriftinni: „Vissiru að laxinn sem þú borðar gæti hafa litið svona út?“ View this post on Instagram A post shared by @vissiru „Það eru alltaf einhverjir fiskar sem að særast og það er þá á ábyrgð fyrirtækjanna að finna þessa fiska, ef þeir særast, smitast eða fá bakteríusýkingu í sár. Að veiða þá og aflífa þá svo að þeir þurfi ekki að þjást,“ segir Hrönn. Getur laxinn sem við borðum litið svona út? „Nei, fyrirtækin eru ekki að aflífa svona fisk og selja hann til matar. Þau eru að aflífa honum og farga honum. Þegar löxunum er slátrað eru þeir teknir upp úr sláturkví og þeim er slátrað öllum í einu. Í þessu tilviki held ég að þetta séu bara einhverjir fiskar sem hafi orðið eftir og fyrirtækinu hefur yfirsést að finna.“ Eftirlit sé nægt með fyrirtækjunum Náttúruverndarsamtök hafa lengi kallað eftir betra eftirliti með sjókvíaeldi á Íslandi. Hrönn telur MAST þó vel í stakk búna til að halda vel utan um eftirlit með geiranum. „Já, ég held að við höfum svona flest tól og tæki til að hafa eftirlit með þessum fyrirtækjum. Og við í raun og veru líka skoðum innra eftirlit fyrirtækjanna. Fyrirtækin sjálf eru með eigið eftirlit sem við þá skoðum og athugum hvort að sé nægjanlegt,“ segir hún. Lax sem lítur svona út ætti aldrei að enda á disk neytenda.veiga grétarsdóttir „Það má líka benda á til dæmis að nú er komið í loftið mælaborð fiskeldis, þar sem fyrirtækin þurfa að senda inn til okkar framleiðslutölur mánaðarlega og þá skoðum við þær og höfum meðal annars þá eftirlit með því hvort afföllin séu orðin óeðlileg, hvort það sé eitthvað sem hefur komið upp á, hvort það séu veikindi og sýkingar eða komið upp slys. Þannig fylgjumst við með fyrirtækjunum, þau senda mánaðarleg gögn til okkar og svo förum við einnig í eftirlitsferðir til þeirra.“ Matvælaframleiðsla Fiskeldi Umhverfismál Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Myndirnar hafa farið sem eldur um sinu um samfélagsmiðla síðustu daga og vakið nokkurn óhug fólks. Á þeim má sjá mjög illa særða laxa sem synda um sjókvíar fyrirtækjanna Arnarlax og Arctic Fish í Dýrafirði og Arnarfirði. Þessi lítur ekki sérlega vel út.veiga grétarsdóttir Ekki algengt vandamál Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar (MAST), telur að illa farinn lax sé ekki algengt vandamál hjá fiskeldisfyrirtækjum. MAST tekur myndunum þó alvarlega og mun skoða hvort málið kalli á viðbrögð frá stofnuninni: „Við erum að fara yfir málið og skoða hvað gerðist. Hvað fór úrskeiðis hjá fyrirtækinu og erum að skoða það hvort að við bregðumst við á einhvern hátt eða hvort við teljum að viðbrögð fyrirtækisins við atvikinu séu nægjanleg,“ segir Hrönn. Er þetta algengt vandamál í sjókvíum landsins? „Ég held að þetta sé nú ekki algengt vandamál en það eru náttúrulega afföll af fiskunum í fiskeldi almennt og það er alltaf það sem við teljum vera eðlileg afföll eins og er í öllu dýraeldi. Afföllin eru yfirleitt mest til að byrja með, á seiðastiginu, og svo minnka afföllin eftir því sem fiskarnir verða eldri en það er þá verið að skoða hvort þetta séu eðlileg afföll eða ekki.“ Illa farið hrognkelsi úr sjókví. veiga grétarsdóttir Svo særður lax fer ekki á diskinn Náttúruverndarsamtök hafa lengi lagst gegn opnu sjókvíaeldi við strendur landsins. Instagram-síðan Vissiru kom nýlega fram en hún birtir þar ýmsar fullyrðingar um neikvæðar hliðar laxeldisins. Ein skilaboð þeirra hafa farið víða á samfélagsmiðlinum undanfarna daga; mynd af afar særðum laxi með yfirskriftinni: „Vissiru að laxinn sem þú borðar gæti hafa litið svona út?“ View this post on Instagram A post shared by @vissiru „Það eru alltaf einhverjir fiskar sem að særast og það er þá á ábyrgð fyrirtækjanna að finna þessa fiska, ef þeir særast, smitast eða fá bakteríusýkingu í sár. Að veiða þá og aflífa þá svo að þeir þurfi ekki að þjást,“ segir Hrönn. Getur laxinn sem við borðum litið svona út? „Nei, fyrirtækin eru ekki að aflífa svona fisk og selja hann til matar. Þau eru að aflífa honum og farga honum. Þegar löxunum er slátrað eru þeir teknir upp úr sláturkví og þeim er slátrað öllum í einu. Í þessu tilviki held ég að þetta séu bara einhverjir fiskar sem hafi orðið eftir og fyrirtækinu hefur yfirsést að finna.“ Eftirlit sé nægt með fyrirtækjunum Náttúruverndarsamtök hafa lengi kallað eftir betra eftirliti með sjókvíaeldi á Íslandi. Hrönn telur MAST þó vel í stakk búna til að halda vel utan um eftirlit með geiranum. „Já, ég held að við höfum svona flest tól og tæki til að hafa eftirlit með þessum fyrirtækjum. Og við í raun og veru líka skoðum innra eftirlit fyrirtækjanna. Fyrirtækin sjálf eru með eigið eftirlit sem við þá skoðum og athugum hvort að sé nægjanlegt,“ segir hún. Lax sem lítur svona út ætti aldrei að enda á disk neytenda.veiga grétarsdóttir „Það má líka benda á til dæmis að nú er komið í loftið mælaborð fiskeldis, þar sem fyrirtækin þurfa að senda inn til okkar framleiðslutölur mánaðarlega og þá skoðum við þær og höfum meðal annars þá eftirlit með því hvort afföllin séu orðin óeðlileg, hvort það sé eitthvað sem hefur komið upp á, hvort það séu veikindi og sýkingar eða komið upp slys. Þannig fylgjumst við með fyrirtækjunum, þau senda mánaðarleg gögn til okkar og svo förum við einnig í eftirlitsferðir til þeirra.“
Matvælaframleiðsla Fiskeldi Umhverfismál Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira