Kara ekki enn fengið þá litlu í fangið eftir martröðina á heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2021 11:30 Kara Saunders með Scottie dóttur sína sem hefur ekki séð mömmu sína, nema í gegnum netið, í næstum því heilan mánuð. Instagram/karasaundo Kara Saunders nældi sér í kórónuveiruna á ferðalaginu frá Ástralíu til Bandaríkjanna, þurfti síðan að hætta keppni á heimsleikunum vegna áhrifa veirunnar og er enn ekki búin að fá dóttur sína í fangið þrátt fyrir að það séu tvær vikur síðan hún hætti keppni. Síðustu vikur hafa verið hræðilegar fyrir áströlsku CrossFit konuna sem ætlaði eins og Anníe Mist Þórisdóttir að koma sterk inn á heimsleikana stuttu eftir að hafa eignast barn. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Barnið hennar Köru, Scottie, er reyndar einu og hálfu ári eldri en Freyja Mist hennar Anníe en Kara hafði einnig tryggt sig inn á heimsleikana fyrir ári síðan þegar keppnin fór fram í gegnum netið. Nú fékk Kara aftur á móti tækifærið til að koma og keppa í Madison í Bandaríkjunum. Það er ekki stutt ferðalag frá Evrópu til Bandaríkjanna en það er enn lengra að ferðast frá Ástralíu. Kara tók þá erfiðu ákvörðun að skilja tveggja ára dóttur sína eftir og fara ein í þetta langa ferðalag. Hún vildi ekki taka Scottie með vitandi að við heimkomuna þyrftu þær þá að dúsa í tvær vikur á sóttvarnarhóteli. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Það er vegna þessa sem saga Köru varð svo sorgleg þegar hún veiktist af kórónuveirunni á leið sinni til Bandaríkjanna. Allt þetta ferðalag og allur undirbúningurinn var til einskis. Hún fékk samt að keppa á heimsleikunum enda nógu langur tími liðinn. Þegar á reyndi þá voru áhrifin af kórónuveirunni það mikil að hún gat ekki nýtt nema brot af lungunum sínum sem er ekki góð uppskrift fyrir keppenda í CrossFit. Kara hætti því keppni eftir fyrsta daginn og næst á dagskrá var að koma sér aftur heim til Ástralíu. Það tókst á endanum en þar með var ekki öll sagan sögð. Nú beið hennar tveggja vikna vera á sóttvarnarhóteli. Kara var að klára fyrri vikuna í þessari viku en á eina viku eftir enn. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Kara Saunders er því enn ekki búin að fá dóttur sína í fangið þótt að það séu liðnir fjórtán dagar síðan hún varð að hætta keppni á heimsleikunum. Það eru síðan tvær vikur til viðbótar liðnar síðan hún kvaddi Scottie sína og lagði af stað í þennan afdrifaríka leiðangur. Kara Saunders hefur lengi verið í hópi besti CrossFit kvenna heimsins. Hún hefur ekki orðið heimsmeistari en varð í öðru sæti árið 2017 og í fjórða sæti árið eftir. Hún hefur fimm sinnum verið með tíu efstu á heimsleikunum. CrossFit Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
Síðustu vikur hafa verið hræðilegar fyrir áströlsku CrossFit konuna sem ætlaði eins og Anníe Mist Þórisdóttir að koma sterk inn á heimsleikana stuttu eftir að hafa eignast barn. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Barnið hennar Köru, Scottie, er reyndar einu og hálfu ári eldri en Freyja Mist hennar Anníe en Kara hafði einnig tryggt sig inn á heimsleikana fyrir ári síðan þegar keppnin fór fram í gegnum netið. Nú fékk Kara aftur á móti tækifærið til að koma og keppa í Madison í Bandaríkjunum. Það er ekki stutt ferðalag frá Evrópu til Bandaríkjanna en það er enn lengra að ferðast frá Ástralíu. Kara tók þá erfiðu ákvörðun að skilja tveggja ára dóttur sína eftir og fara ein í þetta langa ferðalag. Hún vildi ekki taka Scottie með vitandi að við heimkomuna þyrftu þær þá að dúsa í tvær vikur á sóttvarnarhóteli. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Það er vegna þessa sem saga Köru varð svo sorgleg þegar hún veiktist af kórónuveirunni á leið sinni til Bandaríkjanna. Allt þetta ferðalag og allur undirbúningurinn var til einskis. Hún fékk samt að keppa á heimsleikunum enda nógu langur tími liðinn. Þegar á reyndi þá voru áhrifin af kórónuveirunni það mikil að hún gat ekki nýtt nema brot af lungunum sínum sem er ekki góð uppskrift fyrir keppenda í CrossFit. Kara hætti því keppni eftir fyrsta daginn og næst á dagskrá var að koma sér aftur heim til Ástralíu. Það tókst á endanum en þar með var ekki öll sagan sögð. Nú beið hennar tveggja vikna vera á sóttvarnarhóteli. Kara var að klára fyrri vikuna í þessari viku en á eina viku eftir enn. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Kara Saunders er því enn ekki búin að fá dóttur sína í fangið þótt að það séu liðnir fjórtán dagar síðan hún varð að hætta keppni á heimsleikunum. Það eru síðan tvær vikur til viðbótar liðnar síðan hún kvaddi Scottie sína og lagði af stað í þennan afdrifaríka leiðangur. Kara Saunders hefur lengi verið í hópi besti CrossFit kvenna heimsins. Hún hefur ekki orðið heimsmeistari en varð í öðru sæti árið 2017 og í fjórða sæti árið eftir. Hún hefur fimm sinnum verið með tíu efstu á heimsleikunum.
CrossFit Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira