Hætta á ferðum þegar óhapp átti sér stað í metanframleiðslu Eiður Þór Árnason skrifar 9. ágúst 2021 14:51 Hauggas er unnið úr gömlu sorphaugunum á Akureyri. Norðurorka Hætta var á ferðum þegar hreinsistöð fyrir metan á Akureyri fékk inn á sig súrefni. Slökkvilið var kallað til sem kældi búnaðinn niður og kom í veg fyrir frekara tjón. Nokkuð erfiðlega hefur gengið að koma metanstöðinni aftur í gang en ekki er útlit fyrir skemmdir. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt óhapp á sér stað á Akureyri en Norðurorka hefur rekið metanvinnslu við gömlu sorphaugana á Glerárdal frá árinu 2014. „Vinnugrafa tók í sundur rör og þá kemst súrefni inn í kerfið, sem er aldrei gott. Þá hitnaði í svokölluðum þurrkurum en við náðum að stoppa stöðina þegar meldingar komu um þetta,“ segir Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku. Í kjölfarið var stöðin kæld niður og köfnunarefni dælt í gegnum kerfið til að reka súrefnið í burtu. Helgi segir að hætta hafi verið á ferðum og að óhappið sé skoðað sem alvarlegt atvik. Reyna að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur „Þetta er hættuleg blanda af lofttegundum fyrir öll kerfin okkar,“ segir Helgi. Farið verði yfir viðbragðsáætlanir og ferla til að reyna að koma í veg fyrir að svona endurtaki sig. Hann vill ekki gefa upp hvort einhver hætta hafi verið á sprengingu eða eldsvoða. „Ég vil eiginlega ekki úttjá mig um það, þetta er bara alvarlegt atvik og má helst ekki koma fyrir. Þarna náðum við að stoppa það áður en það fór það langt en það er alltaf alvarlegt þegar svona er.“ Helgi þakkar fyrir að búið var að kynna slökkviliðinu aðstæður á svæðinu fyrir nokkrum árum og hvernig væri best að komast að búnaðinum ef óhapp kæmi upp. Vinnslan nálgist hámarksafkastagetu Helgi segir að sífellt erfiðara reynist nú að mæta eftirspurn eftir metangasi fyrir norðan en gríðarleg aukning hefur verið í notkun metanbíla frá árinu 2014. „Þetta eru ekki endilega fólksbílarnir heldur fyrst og fremst strætisvagnar, þungabílar og okkar fimmtán vinnuflokkabílar sem aka á metan.“ Margt bendi til að búið sé að ná hámarksafkastagetu gamla sorphaugsins eins og hann er uppsettur núna. „Það er pólitískt, samfélags- og umhverfismál hvernig þetta verður höndlað áfram og hvort það er í höndum Norðurorku eða annarra. Þetta leggur auðvitað heilmikið á vogaskálarnar við að ná árangri í okkar skuldbindingum í loftlagsmálum.“ Helgi segir að næst á dagskrá sé að meta stöðuna og taka ákvörðun um framhald metanvinnslunnar. Einn möguleiki sé að reisa lífmassaver sem geti tekið við úrgangi og unnið úr því moltu, metan, lífdísil og jafnvel varma inn á hitaveitu. Nú þegar á Norðurorka hlut í jarðgerðarstöðinni Moltu og fyrirtækinu Orkey, sem framleiðir lífdísil á Akureyri úr lífrænum úrgangi. Akureyri Umhverfismál Orkumál Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Nokkuð erfiðlega hefur gengið að koma metanstöðinni aftur í gang en ekki er útlit fyrir skemmdir. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt óhapp á sér stað á Akureyri en Norðurorka hefur rekið metanvinnslu við gömlu sorphaugana á Glerárdal frá árinu 2014. „Vinnugrafa tók í sundur rör og þá kemst súrefni inn í kerfið, sem er aldrei gott. Þá hitnaði í svokölluðum þurrkurum en við náðum að stoppa stöðina þegar meldingar komu um þetta,“ segir Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku. Í kjölfarið var stöðin kæld niður og köfnunarefni dælt í gegnum kerfið til að reka súrefnið í burtu. Helgi segir að hætta hafi verið á ferðum og að óhappið sé skoðað sem alvarlegt atvik. Reyna að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur „Þetta er hættuleg blanda af lofttegundum fyrir öll kerfin okkar,“ segir Helgi. Farið verði yfir viðbragðsáætlanir og ferla til að reyna að koma í veg fyrir að svona endurtaki sig. Hann vill ekki gefa upp hvort einhver hætta hafi verið á sprengingu eða eldsvoða. „Ég vil eiginlega ekki úttjá mig um það, þetta er bara alvarlegt atvik og má helst ekki koma fyrir. Þarna náðum við að stoppa það áður en það fór það langt en það er alltaf alvarlegt þegar svona er.“ Helgi þakkar fyrir að búið var að kynna slökkviliðinu aðstæður á svæðinu fyrir nokkrum árum og hvernig væri best að komast að búnaðinum ef óhapp kæmi upp. Vinnslan nálgist hámarksafkastagetu Helgi segir að sífellt erfiðara reynist nú að mæta eftirspurn eftir metangasi fyrir norðan en gríðarleg aukning hefur verið í notkun metanbíla frá árinu 2014. „Þetta eru ekki endilega fólksbílarnir heldur fyrst og fremst strætisvagnar, þungabílar og okkar fimmtán vinnuflokkabílar sem aka á metan.“ Margt bendi til að búið sé að ná hámarksafkastagetu gamla sorphaugsins eins og hann er uppsettur núna. „Það er pólitískt, samfélags- og umhverfismál hvernig þetta verður höndlað áfram og hvort það er í höndum Norðurorku eða annarra. Þetta leggur auðvitað heilmikið á vogaskálarnar við að ná árangri í okkar skuldbindingum í loftlagsmálum.“ Helgi segir að næst á dagskrá sé að meta stöðuna og taka ákvörðun um framhald metanvinnslunnar. Einn möguleiki sé að reisa lífmassaver sem geti tekið við úrgangi og unnið úr því moltu, metan, lífdísil og jafnvel varma inn á hitaveitu. Nú þegar á Norðurorka hlut í jarðgerðarstöðinni Moltu og fyrirtækinu Orkey, sem framleiðir lífdísil á Akureyri úr lífrænum úrgangi.
Akureyri Umhverfismál Orkumál Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira