Gleðilegan þolmarkadag! Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 29. júlí 2021 07:01 Í dag er hinn árlegi þolmarkadagur jarðar (Earth Overshoot Day) sem þýðir að nú hefur mannkynið þurrausið þær auðlindir sem jörðin nær að endurnýja á þessu ári. Á slíkum degi er vel við hæfi að benda á þrennt: Við Íslendingar erum í öðru sæti yfir þær Evrópuþjóðir sem losa mestar gróðurhúsalofttegundir miðað við höfðatölu og með eitt stærsta neysludrifna kolefnisfótspor heims. Ísland er eftirbátur annarra Norðurlanda í loftslagsmálum, ríkisstjórn Íslands styðst við þokukennd loftslagsmarkmið, undanskilur stór svið samfélagsins frá kröfum um alvöru samdrátt í losun, hefur ekki lagt fram trúverðuga áætlun um hvernig Ísland geti orðið kolefnishlutlaust og óháð jarðefnaeldsneyti á næstu tveimur áratugum og treystir sér ekki einu sinni til að banna olíuleit í íslenskri lögsögu. Þetta þarf ekki að vera svona. Við erum rík þjóð, búum að gnótt endurnýjanlegra auðlinda og tækifærin til sjálfbærrar atvinnuuppbyggingar eru gríðarleg. Flestir Íslendingar eru meðvitaðir um loftslagsvandann og vilja gjarnan taka þátt í að sporna gegn honum, ganga betur um gjafir jarðar og seinka þannig þolmarkadeginum. Það sem helst vantar er pólitísk forysta á landsvísu um alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Lykillinn að því er að mynduð verði ný og framsækin ríkisstjórn í haust skipuð stjórnmálafólki sem þorir og vill. Höfundur skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi Alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Loftslagsmál Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Sjá meira
Í dag er hinn árlegi þolmarkadagur jarðar (Earth Overshoot Day) sem þýðir að nú hefur mannkynið þurrausið þær auðlindir sem jörðin nær að endurnýja á þessu ári. Á slíkum degi er vel við hæfi að benda á þrennt: Við Íslendingar erum í öðru sæti yfir þær Evrópuþjóðir sem losa mestar gróðurhúsalofttegundir miðað við höfðatölu og með eitt stærsta neysludrifna kolefnisfótspor heims. Ísland er eftirbátur annarra Norðurlanda í loftslagsmálum, ríkisstjórn Íslands styðst við þokukennd loftslagsmarkmið, undanskilur stór svið samfélagsins frá kröfum um alvöru samdrátt í losun, hefur ekki lagt fram trúverðuga áætlun um hvernig Ísland geti orðið kolefnishlutlaust og óháð jarðefnaeldsneyti á næstu tveimur áratugum og treystir sér ekki einu sinni til að banna olíuleit í íslenskri lögsögu. Þetta þarf ekki að vera svona. Við erum rík þjóð, búum að gnótt endurnýjanlegra auðlinda og tækifærin til sjálfbærrar atvinnuuppbyggingar eru gríðarleg. Flestir Íslendingar eru meðvitaðir um loftslagsvandann og vilja gjarnan taka þátt í að sporna gegn honum, ganga betur um gjafir jarðar og seinka þannig þolmarkadeginum. Það sem helst vantar er pólitísk forysta á landsvísu um alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Lykillinn að því er að mynduð verði ný og framsækin ríkisstjórn í haust skipuð stjórnmálafólki sem þorir og vill. Höfundur skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi Alþingiskosningum.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar