Sest í helgan stein eftir áttundu Ólympíuleikana Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2021 20:58 Hér má annar svegar sjá Chusovitinu að lokinni keppni í Tókýó í vikunni og hins vegar á Friðarleikunum í Seattle í Bandaríkjunum árið 1990, þegar hún keppti fyrir Sovétríkin. Vísir/Getty Fimleikakonan Oksana Chusovitina er sest í helgan stein eftir nær fjögurra áratuga feril. Chusovitina keppti á sínum áttundu og síðustu Ólympíuleikum, í Tókýó í Japan, en hún hefur keppt á hverjum einustu leikum frá árinu 1992 þegar leikarnir fóru fram í Barcelona. Það eru ekki margir fimleikamenn sem geta stært sig af svo löngum ferli, enda er íþróttin þekkt fyrir hve ungir keppendur eru. Flestir tala um að sé fimleikafólk komið yfir miðjan þrítugsaldur sé það í raun orðið háaldrað í íþróttinni. En ekki Chusovitina, sem er í dag 46 ára gömul. Chusovitina er elsta fimleikakonan sem keppt hefur á Ólympíuleikunum. Elsta fimleikakona allra tíma, sem keppt hefur á Ólympíuleikunum. Það hlýtur að teljast afrek. Nær fjögurra áratuga ferill að lokum kominn Chusovitina fæddist þann 19. júní árið 1975 í borginni Bukhara í Úsbekistan. Hún fór að æfa fimleika árið 1982, þá sjö ára gömul, og sigraði sitt fyrsta stórmót árið 1988, þá þrettán ára. Á þeim tíma var Úsbekistan hluti af Sovétríkjunum og lék hún lykilhlutverk í landsliði Sovétríkjanna. Á meðan hún keppti fyrir Sovétríkin sópaði hún til sín verðlaunum og keppti fyrir Sameinaða liðið (e. Unified team) á Ólympíuleikunum 1992. Liðið var íþróttalið ríkjanna sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum sem árið 1992 voru fallin. Oksana Chusovitina 1992 Olympics floor. This is Oksana Chusovitina 8th Olympics!! No words to describe how impressive that is. Forever an icon. Wishing Oksana the best of luck! I m so excited to watch. pic.twitter.com/bif8O8ZTna— Alexandra Raisman (@Aly_Raisman) July 24, 2021 Hélt áfram að keppa til að tryggja syninum læknisþjónustu Eftir það sneri hún aftur til Úsbekistan og keppti fyrir ríkið til ársins 2005. Á þeim tólf árum sem hún keppti fyrir liðið steig hún meira en sjötíu sinnum á verðlaunapall á alþjóðlegum mótum. Árið 2002 flutti Chusovitina til Þýskalands með eiginmanni sínum Bakhodir Kurbanov, samlanda sínum og Ólympíufara í glímu, og syni þeirra Alisher. Alisher hafði stuttu áður greinst með hvítblæði, aðeins þriggja ára gamall, og flutti fjölskyldan til Þýskalands til að drengurinn gæti fengið almennilega læknisþjónustu. Hér má sjá Chusovitinu knúsa þjálfarann sinn að lokinni keppni í Tókýó þann 25. júlí síðtastliðinn.Getty/Laurence Griffiths Til þess að tryggja drengnum læknismeðferð hélt Chusovitina áfram að keppa en hún gat ekki keppt fyrir Þýska landsliðið fyrr en árið 2006 þegar hún hafði loks fengið ríkisborgararétt. Á meðan keppti hún fyrir Úsbekistan á stórmótum, þar á meðal á Ólympíuleikunum 1996, 2000 og 2004. Hún keppti svo fyrir Þýska landsliðið á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 og á leikunum í Lundúnum árið 2012 en sneri aftur til heimalandsliðsins árið 2013. Hún keppti þá fyrir Úsbekistan á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 og nú í Tókýó árið 2021. Lófatak og tár Chusovitina er eins og við má búast goðsagnakennd fimleikakona, enda hefur hún tryggt sér ákveðna sérstöðu í greininni. Fimm erfiðar æfingar eru nefndar eftir henni og er hún sú fimleikakona sem bestu íþróttamenn í greininni vilja ná mynd af sér með á stórmótum. 46 years old and in Eighth and final Olympic games.Oksana Chusovitina bows out a legend and surrounded by a new generation of legends.#Tokyo2020 #Olympics #ArtisticGymnastics pic.twitter.com/sw35fkiQC9— #OlympicsEternal (@OlympicsEternal) July 25, 2021 Hún lauk glæstum ferli sínum á Ólympíuleikunum í Tókýó, á sunnudaginn, með því að keppa í stökki og tók hún eina og hálfa skrúfu af hestinum. Að lokinni æfingunni stóðu allir í salnum upp fyrir henni og klöppuðu. Stundin var tilfinningaþrungin og mátti sjá tár á hvarmi hjá íþróttastjörnunni. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Fimleikar Fréttaskýringar Sovétríkin Þýskaland Úsbekistan Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Körfubolti Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
Það eru ekki margir fimleikamenn sem geta stært sig af svo löngum ferli, enda er íþróttin þekkt fyrir hve ungir keppendur eru. Flestir tala um að sé fimleikafólk komið yfir miðjan þrítugsaldur sé það í raun orðið háaldrað í íþróttinni. En ekki Chusovitina, sem er í dag 46 ára gömul. Chusovitina er elsta fimleikakonan sem keppt hefur á Ólympíuleikunum. Elsta fimleikakona allra tíma, sem keppt hefur á Ólympíuleikunum. Það hlýtur að teljast afrek. Nær fjögurra áratuga ferill að lokum kominn Chusovitina fæddist þann 19. júní árið 1975 í borginni Bukhara í Úsbekistan. Hún fór að æfa fimleika árið 1982, þá sjö ára gömul, og sigraði sitt fyrsta stórmót árið 1988, þá þrettán ára. Á þeim tíma var Úsbekistan hluti af Sovétríkjunum og lék hún lykilhlutverk í landsliði Sovétríkjanna. Á meðan hún keppti fyrir Sovétríkin sópaði hún til sín verðlaunum og keppti fyrir Sameinaða liðið (e. Unified team) á Ólympíuleikunum 1992. Liðið var íþróttalið ríkjanna sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum sem árið 1992 voru fallin. Oksana Chusovitina 1992 Olympics floor. This is Oksana Chusovitina 8th Olympics!! No words to describe how impressive that is. Forever an icon. Wishing Oksana the best of luck! I m so excited to watch. pic.twitter.com/bif8O8ZTna— Alexandra Raisman (@Aly_Raisman) July 24, 2021 Hélt áfram að keppa til að tryggja syninum læknisþjónustu Eftir það sneri hún aftur til Úsbekistan og keppti fyrir ríkið til ársins 2005. Á þeim tólf árum sem hún keppti fyrir liðið steig hún meira en sjötíu sinnum á verðlaunapall á alþjóðlegum mótum. Árið 2002 flutti Chusovitina til Þýskalands með eiginmanni sínum Bakhodir Kurbanov, samlanda sínum og Ólympíufara í glímu, og syni þeirra Alisher. Alisher hafði stuttu áður greinst með hvítblæði, aðeins þriggja ára gamall, og flutti fjölskyldan til Þýskalands til að drengurinn gæti fengið almennilega læknisþjónustu. Hér má sjá Chusovitinu knúsa þjálfarann sinn að lokinni keppni í Tókýó þann 25. júlí síðtastliðinn.Getty/Laurence Griffiths Til þess að tryggja drengnum læknismeðferð hélt Chusovitina áfram að keppa en hún gat ekki keppt fyrir Þýska landsliðið fyrr en árið 2006 þegar hún hafði loks fengið ríkisborgararétt. Á meðan keppti hún fyrir Úsbekistan á stórmótum, þar á meðal á Ólympíuleikunum 1996, 2000 og 2004. Hún keppti svo fyrir Þýska landsliðið á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 og á leikunum í Lundúnum árið 2012 en sneri aftur til heimalandsliðsins árið 2013. Hún keppti þá fyrir Úsbekistan á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 og nú í Tókýó árið 2021. Lófatak og tár Chusovitina er eins og við má búast goðsagnakennd fimleikakona, enda hefur hún tryggt sér ákveðna sérstöðu í greininni. Fimm erfiðar æfingar eru nefndar eftir henni og er hún sú fimleikakona sem bestu íþróttamenn í greininni vilja ná mynd af sér með á stórmótum. 46 years old and in Eighth and final Olympic games.Oksana Chusovitina bows out a legend and surrounded by a new generation of legends.#Tokyo2020 #Olympics #ArtisticGymnastics pic.twitter.com/sw35fkiQC9— #OlympicsEternal (@OlympicsEternal) July 25, 2021 Hún lauk glæstum ferli sínum á Ólympíuleikunum í Tókýó, á sunnudaginn, með því að keppa í stökki og tók hún eina og hálfa skrúfu af hestinum. Að lokinni æfingunni stóðu allir í salnum upp fyrir henni og klöppuðu. Stundin var tilfinningaþrungin og mátti sjá tár á hvarmi hjá íþróttastjörnunni.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Fimleikar Fréttaskýringar Sovétríkin Þýskaland Úsbekistan Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Körfubolti Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira