„Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Aron Guðmundsson skrifar 7. nóvember 2025 14:32 Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta er spenntur fyrir Suðurnesjaslag kvöldsins gegn Grindavík í Bónus deild karla í körfubolta Vísir/Anton Brink Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta segir að varnarleikur síns liðs verði að vera fullkominn í kvöld til þess að liðið geti átt möguleika í Suðurnesjaslag gegn liði Grindavíkur á útivelli. Leikurinn hefur sérstaka þýðingu fyrir Daníel og fjölskyldu hans. Daníel Guðni er virkilega spenntur að sjá sína menn etja kappi við Grindvíkinga, sem hafa ekki tapað leik í deildinni til þessa. „Grindvíkingar eru búnir að vera mjög góðir í vetur og eru alltaf erfiðir heim að sækja. Þetta verður krefjandi verkefni,“ segir Daníel í samtali við íþróttadeild Vísis en að margra mati er lið Grindavíkur besta varnarlið deildarinnar og héldu þeir Valsmönnum meðal annars í 55 stigum á dögunum. „Þeir eru virkilega sterkir og allir framherjarnir þeirra Jordan, Daniel og Ólafur eru virkilega sterkir og geta dekkað bakverði sömuleiðis. Ég hef verið að horfa á undanfarna leiki hjá þeim og þeir hafa gert vel í því. Svo eru þeir líklegast með besta varnarmann Deildarinnar í DeAndre Kane. Við þurfum að finna einhverjar lausnir í kvöld og erum með hæfileikaríka sóknarmenn.“ Keflvíkingar hafa líka verið á flottu skriði fyrstu umferðir deildarkeppninnar. Daníel Guðni þekki þessa Suðurnesjaslagi vel. Er sjálfur uppalinn Njarðvíkingur og hefur á sínum tíma bæði starfað fyrir Njarðvík, Keflavík og jú Grindavík. Leikur kvöldsins verður því einkar sérstakur fyrir Daníel. „Þessir slagir gegn Suðurnesjaliðunum eru skemmtilegastir. Ég þekki það mjög vel og veit það verður mikil stemning í Grindavík í kvöld. Þetta eru leikirnir sem maður bíður eftir þegar að maður fær leikjaskipulagið í hendurnar. Ég er virkilega spenntur og þakklátur fyrir minn tíma í Grindavík. Ég bjó þar fyrir rýmingu með fjölskyldunni minni og þetta verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín sem mæta væntanlega í bláu, grænu og gulu í kvöld í stúkuna í Grindavík. Þetta er bara skemmtilegt en sömuleiðis sérstakt verkefni.“ Hvað þurfa Keflvíkingar að sýna fram á í Grindavík í kvöld til þess að fara með tvö stig heim í Bítlabæinn? „Ég tel að varnarleikurinn okkar verði að vera alveg hundrað prósent í kvöld í fjörutíu mínútur. Við erum búnir að eiga góða kafla í vetur varnarlega en ekki náð að tengja alla leikhluta saman. Í síðasta leik áttum við tvo góða leikhluta varnarleikhluta og tvo arfaslaka. Þetta þarf allt að vera á hreinu í kvöld. Að við tengjum vel varnarlega til að ná í þessi tvö stig. Við erum ekki að fara vinna þennan leik á einhverjum sóknar hæfileikum því varnarleikurinn verður að vera í fyrirrúmi í kvöld.“ Suðurnesjaslagur Grindavíkur og Keflavíkur í HS Orku höllinni í Grindavík hefst klukkan hálf átta í kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland rásinni. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Grindavík Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ Sjá meira
Daníel Guðni er virkilega spenntur að sjá sína menn etja kappi við Grindvíkinga, sem hafa ekki tapað leik í deildinni til þessa. „Grindvíkingar eru búnir að vera mjög góðir í vetur og eru alltaf erfiðir heim að sækja. Þetta verður krefjandi verkefni,“ segir Daníel í samtali við íþróttadeild Vísis en að margra mati er lið Grindavíkur besta varnarlið deildarinnar og héldu þeir Valsmönnum meðal annars í 55 stigum á dögunum. „Þeir eru virkilega sterkir og allir framherjarnir þeirra Jordan, Daniel og Ólafur eru virkilega sterkir og geta dekkað bakverði sömuleiðis. Ég hef verið að horfa á undanfarna leiki hjá þeim og þeir hafa gert vel í því. Svo eru þeir líklegast með besta varnarmann Deildarinnar í DeAndre Kane. Við þurfum að finna einhverjar lausnir í kvöld og erum með hæfileikaríka sóknarmenn.“ Keflvíkingar hafa líka verið á flottu skriði fyrstu umferðir deildarkeppninnar. Daníel Guðni þekki þessa Suðurnesjaslagi vel. Er sjálfur uppalinn Njarðvíkingur og hefur á sínum tíma bæði starfað fyrir Njarðvík, Keflavík og jú Grindavík. Leikur kvöldsins verður því einkar sérstakur fyrir Daníel. „Þessir slagir gegn Suðurnesjaliðunum eru skemmtilegastir. Ég þekki það mjög vel og veit það verður mikil stemning í Grindavík í kvöld. Þetta eru leikirnir sem maður bíður eftir þegar að maður fær leikjaskipulagið í hendurnar. Ég er virkilega spenntur og þakklátur fyrir minn tíma í Grindavík. Ég bjó þar fyrir rýmingu með fjölskyldunni minni og þetta verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín sem mæta væntanlega í bláu, grænu og gulu í kvöld í stúkuna í Grindavík. Þetta er bara skemmtilegt en sömuleiðis sérstakt verkefni.“ Hvað þurfa Keflvíkingar að sýna fram á í Grindavík í kvöld til þess að fara með tvö stig heim í Bítlabæinn? „Ég tel að varnarleikurinn okkar verði að vera alveg hundrað prósent í kvöld í fjörutíu mínútur. Við erum búnir að eiga góða kafla í vetur varnarlega en ekki náð að tengja alla leikhluta saman. Í síðasta leik áttum við tvo góða leikhluta varnarleikhluta og tvo arfaslaka. Þetta þarf allt að vera á hreinu í kvöld. Að við tengjum vel varnarlega til að ná í þessi tvö stig. Við erum ekki að fara vinna þennan leik á einhverjum sóknar hæfileikum því varnarleikurinn verður að vera í fyrirrúmi í kvöld.“ Suðurnesjaslagur Grindavíkur og Keflavíkur í HS Orku höllinni í Grindavík hefst klukkan hálf átta í kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland rásinni.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Grindavík Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ Sjá meira