Hegðun gossins í dag gefi litla vísbendingu um framtíðina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. júlí 2021 11:29 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Vísir/Vilhelm Prófessor í eldfjallafræði segir að sá mikli kraftur sem sást í eldgosinu í Geldingadölum um helgina sé hluti af því mynstri sem sést hefur undanfarnar vikur. Hann telur ómögulegt að segja til um hvenær gosinu muni ljúka út frá mælingum dagsins í dag. Mikill kraftur var í gosinu nú um helgina og þegar mest lét mátti sjá bjarma þess frá höfuðborgarsvæðinu, sem hefur iðulega gerst þegar það er í hvað kraftmestum ham. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir þetta stemma við það mynstur sem sést hefur á gosstöðvunum undanfarið. Hann segir að í síðustu viku hafi orðið smávægileg breyting á hegðun gossins í gígnum sjálfum. Í stað stuttra, púlskenndra kvikustróka á tuttugu mínútna fresti hafi orðið sígos í gígnum, með stöðugum kvikustrókum sem vörðu í sex til sextán tíma. Slíkar hrinur eru nú orðnar fimm talsins, frá því hegðunin breyttist. „Gosið er í raun og veru bara í sama ham og það er búið að vera undanfarnar vikur og mánuði, en þetta sem það er að sýna okkur á yfirborðinu hefur breyst aðeins. Þetta gefur okkur bara fjölbreytt sjónarspil,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur segir svo gott sem ómögulegt að ráða í það hvenær gosinu muni ljúka, út frá hegðun þess í dag. „Það getur hætt á morgun, eða eftir þrjú ár eða eftir þrjátíu ár. Ég held að það sé óhætt að segja það að það sem við erum að horfa á núna í sambandi við virknina, það eru engin skýr merki um það að gosið sé að hægja á sér eða fara að hætta.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira
Mikill kraftur var í gosinu nú um helgina og þegar mest lét mátti sjá bjarma þess frá höfuðborgarsvæðinu, sem hefur iðulega gerst þegar það er í hvað kraftmestum ham. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir þetta stemma við það mynstur sem sést hefur á gosstöðvunum undanfarið. Hann segir að í síðustu viku hafi orðið smávægileg breyting á hegðun gossins í gígnum sjálfum. Í stað stuttra, púlskenndra kvikustróka á tuttugu mínútna fresti hafi orðið sígos í gígnum, með stöðugum kvikustrókum sem vörðu í sex til sextán tíma. Slíkar hrinur eru nú orðnar fimm talsins, frá því hegðunin breyttist. „Gosið er í raun og veru bara í sama ham og það er búið að vera undanfarnar vikur og mánuði, en þetta sem það er að sýna okkur á yfirborðinu hefur breyst aðeins. Þetta gefur okkur bara fjölbreytt sjónarspil,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur segir svo gott sem ómögulegt að ráða í það hvenær gosinu muni ljúka, út frá hegðun þess í dag. „Það getur hætt á morgun, eða eftir þrjú ár eða eftir þrjátíu ár. Ég held að það sé óhætt að segja það að það sem við erum að horfa á núna í sambandi við virknina, það eru engin skýr merki um það að gosið sé að hægja á sér eða fara að hætta.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira