Veruleikinn í skóla án aðgreiningar Bjarney Bjarnadóttir skrifar 14. júlí 2021 08:00 Í fjórðu grein heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna segir: „Tryggja skal jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að tækifærum allra til náms alla ævi.” Þetta markmið ætti alltaf að vera til hliðsjónar þegar unnið er að öflugu menntakerfi. Þegar stefnan „Skóli án aðgreiningar“ var innleidd átti það að vera skref í átt að réttlátara samfélagi. Í dag eiga skólar auðvitað að vera fyrir alla, enginn vill hafa „skóla með aðgreiningu“, auk þess sem það eru sjálfsögð mannréttindi að eiga þess kost að geta gengið í hverfisskólann sinn og fengið þá þjónustu sem viðkomandi þarf. Of mörg börn fá ekki þann stuðning sem þau þurfa Samhliða tilkomu stefnu um skóla án aðgreiningar jókst fjölbreytileiki nemendahópsins til muna. Þetta var stórt skref og að mörgu leyti breyting til hins betra. Víðsýni og skilningur á því að við erum ekki öll eins jókst. En eins og staðan er í dag þá eru því miður of mörg börn sem fá ekki þann stuðning sem þau þurfa og eiga rétt á innan skólakerfisins. Í Facebook-hópnum „Sagan okkar“ eru átakanlegar reynslusögur foreldra barna sem íslenskt skólakerfi er ekki að ná að koma til móts við. Það er veruleiki þessara barna og því þarf að breyta. Það býr mikill mannauður í kennarastéttinni, við eigum mikið af frábærum kennurum sem leggja líf og sál í starfið. Hins vegar er vandinn sem kennarar standa frammi fyrir mörgum ofviða. Ein birtingarmynd hans er sú að kennarar sem hafa brunnið út í starfi eru stærsti hópurinn í endurhæfingu hjá Virk. Að vera stöðugt að reyna að koma til móts við þarfir allra nemenda en upplifa á sama tíma þá tilfinningu að vera bregðast þeim reynir á og er lýjandi. Áhersla á þverfaglegt samstarf innan skólanna Það segir sig sjálft að fyrir utan það að sinna og undirbúa kennslu þá geta kennarar ekki líka sinnt hlutverki sálfræðinga, talmeinafræðinga, þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, félagsráðgjafa eða hvers kyns sérfræðinga sem viðkomandi nemandi þarf á að halda. Kennarar reyna þó sitt besta en gjalda það oft dýru verði á meðan vandi barnanna er óleystur. Við í Viðreisn viljum að starfsumhverfi kennara sé framúrskarandi og teljum að fræðsla og starfsþróun séu forsenda nýsköpunar og framþróunar í menntakerfinu. Áhersla á að vera á þverfaglegt samstarf innan skólanna svo að þörfum nemanda sé mætt. Sálfræðiþjónusta og önnur stoðþjónusta á að vera öllum nemendum aðgengileg. Við viljum öll að börn fái þann stuðning sem þau þurfa á að halda en svo það sé hægt þá verðum við að styðja betur við kennara og annað starfsfólk skólanna. Ein leið til þess er til dæmis að setja upp teymi sérfræðinga á vegum sveitarfélaga sem kennarar geta leitað til og fengið aðstoð við úrlausn mála á heildstæðan hátt. Nám fer fram alla ævi Menntun er undirstaða jafnréttis, tækifæra og velferðar í samfélaginu og um leið forsenda framþróunar. Við í Viðreisn viljum tryggja einstaklingum nám við hæfi með tilliti til ólíkrar færni, trúarbragða, kynhneigðar, búsetu eða annarrar stöðu. Einnig leggur Viðreisn jafnt vægi á bók-, verk-, iðn- og listnám. Nám fer fram alla ævi og mikilvægt er að byggja brýr á milli allra skólastiga og tryggja frelsi einstaklinga til að fara á sinn hátt í gegnum menntakerfið. Til að knýja fram raunverulegar breytingar þarf þor og samtal við fólkið sem lifir og hrærist í þessu umhverfi. Því er mikilvægt að það eigi sér sinn málsvara þegar kemur að því að taka ákvarðanir um menntamál. Höfundur er grunnskólakennari og skipar 2. sætið á lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Réttindi barna Grunnskólar Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í fjórðu grein heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna segir: „Tryggja skal jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að tækifærum allra til náms alla ævi.” Þetta markmið ætti alltaf að vera til hliðsjónar þegar unnið er að öflugu menntakerfi. Þegar stefnan „Skóli án aðgreiningar“ var innleidd átti það að vera skref í átt að réttlátara samfélagi. Í dag eiga skólar auðvitað að vera fyrir alla, enginn vill hafa „skóla með aðgreiningu“, auk þess sem það eru sjálfsögð mannréttindi að eiga þess kost að geta gengið í hverfisskólann sinn og fengið þá þjónustu sem viðkomandi þarf. Of mörg börn fá ekki þann stuðning sem þau þurfa Samhliða tilkomu stefnu um skóla án aðgreiningar jókst fjölbreytileiki nemendahópsins til muna. Þetta var stórt skref og að mörgu leyti breyting til hins betra. Víðsýni og skilningur á því að við erum ekki öll eins jókst. En eins og staðan er í dag þá eru því miður of mörg börn sem fá ekki þann stuðning sem þau þurfa og eiga rétt á innan skólakerfisins. Í Facebook-hópnum „Sagan okkar“ eru átakanlegar reynslusögur foreldra barna sem íslenskt skólakerfi er ekki að ná að koma til móts við. Það er veruleiki þessara barna og því þarf að breyta. Það býr mikill mannauður í kennarastéttinni, við eigum mikið af frábærum kennurum sem leggja líf og sál í starfið. Hins vegar er vandinn sem kennarar standa frammi fyrir mörgum ofviða. Ein birtingarmynd hans er sú að kennarar sem hafa brunnið út í starfi eru stærsti hópurinn í endurhæfingu hjá Virk. Að vera stöðugt að reyna að koma til móts við þarfir allra nemenda en upplifa á sama tíma þá tilfinningu að vera bregðast þeim reynir á og er lýjandi. Áhersla á þverfaglegt samstarf innan skólanna Það segir sig sjálft að fyrir utan það að sinna og undirbúa kennslu þá geta kennarar ekki líka sinnt hlutverki sálfræðinga, talmeinafræðinga, þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, félagsráðgjafa eða hvers kyns sérfræðinga sem viðkomandi nemandi þarf á að halda. Kennarar reyna þó sitt besta en gjalda það oft dýru verði á meðan vandi barnanna er óleystur. Við í Viðreisn viljum að starfsumhverfi kennara sé framúrskarandi og teljum að fræðsla og starfsþróun séu forsenda nýsköpunar og framþróunar í menntakerfinu. Áhersla á að vera á þverfaglegt samstarf innan skólanna svo að þörfum nemanda sé mætt. Sálfræðiþjónusta og önnur stoðþjónusta á að vera öllum nemendum aðgengileg. Við viljum öll að börn fái þann stuðning sem þau þurfa á að halda en svo það sé hægt þá verðum við að styðja betur við kennara og annað starfsfólk skólanna. Ein leið til þess er til dæmis að setja upp teymi sérfræðinga á vegum sveitarfélaga sem kennarar geta leitað til og fengið aðstoð við úrlausn mála á heildstæðan hátt. Nám fer fram alla ævi Menntun er undirstaða jafnréttis, tækifæra og velferðar í samfélaginu og um leið forsenda framþróunar. Við í Viðreisn viljum tryggja einstaklingum nám við hæfi með tilliti til ólíkrar færni, trúarbragða, kynhneigðar, búsetu eða annarrar stöðu. Einnig leggur Viðreisn jafnt vægi á bók-, verk-, iðn- og listnám. Nám fer fram alla ævi og mikilvægt er að byggja brýr á milli allra skólastiga og tryggja frelsi einstaklinga til að fara á sinn hátt í gegnum menntakerfið. Til að knýja fram raunverulegar breytingar þarf þor og samtal við fólkið sem lifir og hrærist í þessu umhverfi. Því er mikilvægt að það eigi sér sinn málsvara þegar kemur að því að taka ákvarðanir um menntamál. Höfundur er grunnskólakennari og skipar 2. sætið á lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun