Veruleikinn í skóla án aðgreiningar Bjarney Bjarnadóttir skrifar 14. júlí 2021 08:00 Í fjórðu grein heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna segir: „Tryggja skal jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að tækifærum allra til náms alla ævi.” Þetta markmið ætti alltaf að vera til hliðsjónar þegar unnið er að öflugu menntakerfi. Þegar stefnan „Skóli án aðgreiningar“ var innleidd átti það að vera skref í átt að réttlátara samfélagi. Í dag eiga skólar auðvitað að vera fyrir alla, enginn vill hafa „skóla með aðgreiningu“, auk þess sem það eru sjálfsögð mannréttindi að eiga þess kost að geta gengið í hverfisskólann sinn og fengið þá þjónustu sem viðkomandi þarf. Of mörg börn fá ekki þann stuðning sem þau þurfa Samhliða tilkomu stefnu um skóla án aðgreiningar jókst fjölbreytileiki nemendahópsins til muna. Þetta var stórt skref og að mörgu leyti breyting til hins betra. Víðsýni og skilningur á því að við erum ekki öll eins jókst. En eins og staðan er í dag þá eru því miður of mörg börn sem fá ekki þann stuðning sem þau þurfa og eiga rétt á innan skólakerfisins. Í Facebook-hópnum „Sagan okkar“ eru átakanlegar reynslusögur foreldra barna sem íslenskt skólakerfi er ekki að ná að koma til móts við. Það er veruleiki þessara barna og því þarf að breyta. Það býr mikill mannauður í kennarastéttinni, við eigum mikið af frábærum kennurum sem leggja líf og sál í starfið. Hins vegar er vandinn sem kennarar standa frammi fyrir mörgum ofviða. Ein birtingarmynd hans er sú að kennarar sem hafa brunnið út í starfi eru stærsti hópurinn í endurhæfingu hjá Virk. Að vera stöðugt að reyna að koma til móts við þarfir allra nemenda en upplifa á sama tíma þá tilfinningu að vera bregðast þeim reynir á og er lýjandi. Áhersla á þverfaglegt samstarf innan skólanna Það segir sig sjálft að fyrir utan það að sinna og undirbúa kennslu þá geta kennarar ekki líka sinnt hlutverki sálfræðinga, talmeinafræðinga, þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, félagsráðgjafa eða hvers kyns sérfræðinga sem viðkomandi nemandi þarf á að halda. Kennarar reyna þó sitt besta en gjalda það oft dýru verði á meðan vandi barnanna er óleystur. Við í Viðreisn viljum að starfsumhverfi kennara sé framúrskarandi og teljum að fræðsla og starfsþróun séu forsenda nýsköpunar og framþróunar í menntakerfinu. Áhersla á að vera á þverfaglegt samstarf innan skólanna svo að þörfum nemanda sé mætt. Sálfræðiþjónusta og önnur stoðþjónusta á að vera öllum nemendum aðgengileg. Við viljum öll að börn fái þann stuðning sem þau þurfa á að halda en svo það sé hægt þá verðum við að styðja betur við kennara og annað starfsfólk skólanna. Ein leið til þess er til dæmis að setja upp teymi sérfræðinga á vegum sveitarfélaga sem kennarar geta leitað til og fengið aðstoð við úrlausn mála á heildstæðan hátt. Nám fer fram alla ævi Menntun er undirstaða jafnréttis, tækifæra og velferðar í samfélaginu og um leið forsenda framþróunar. Við í Viðreisn viljum tryggja einstaklingum nám við hæfi með tilliti til ólíkrar færni, trúarbragða, kynhneigðar, búsetu eða annarrar stöðu. Einnig leggur Viðreisn jafnt vægi á bók-, verk-, iðn- og listnám. Nám fer fram alla ævi og mikilvægt er að byggja brýr á milli allra skólastiga og tryggja frelsi einstaklinga til að fara á sinn hátt í gegnum menntakerfið. Til að knýja fram raunverulegar breytingar þarf þor og samtal við fólkið sem lifir og hrærist í þessu umhverfi. Því er mikilvægt að það eigi sér sinn málsvara þegar kemur að því að taka ákvarðanir um menntamál. Höfundur er grunnskólakennari og skipar 2. sætið á lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Réttindi barna Grunnskólar Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Í fjórðu grein heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna segir: „Tryggja skal jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að tækifærum allra til náms alla ævi.” Þetta markmið ætti alltaf að vera til hliðsjónar þegar unnið er að öflugu menntakerfi. Þegar stefnan „Skóli án aðgreiningar“ var innleidd átti það að vera skref í átt að réttlátara samfélagi. Í dag eiga skólar auðvitað að vera fyrir alla, enginn vill hafa „skóla með aðgreiningu“, auk þess sem það eru sjálfsögð mannréttindi að eiga þess kost að geta gengið í hverfisskólann sinn og fengið þá þjónustu sem viðkomandi þarf. Of mörg börn fá ekki þann stuðning sem þau þurfa Samhliða tilkomu stefnu um skóla án aðgreiningar jókst fjölbreytileiki nemendahópsins til muna. Þetta var stórt skref og að mörgu leyti breyting til hins betra. Víðsýni og skilningur á því að við erum ekki öll eins jókst. En eins og staðan er í dag þá eru því miður of mörg börn sem fá ekki þann stuðning sem þau þurfa og eiga rétt á innan skólakerfisins. Í Facebook-hópnum „Sagan okkar“ eru átakanlegar reynslusögur foreldra barna sem íslenskt skólakerfi er ekki að ná að koma til móts við. Það er veruleiki þessara barna og því þarf að breyta. Það býr mikill mannauður í kennarastéttinni, við eigum mikið af frábærum kennurum sem leggja líf og sál í starfið. Hins vegar er vandinn sem kennarar standa frammi fyrir mörgum ofviða. Ein birtingarmynd hans er sú að kennarar sem hafa brunnið út í starfi eru stærsti hópurinn í endurhæfingu hjá Virk. Að vera stöðugt að reyna að koma til móts við þarfir allra nemenda en upplifa á sama tíma þá tilfinningu að vera bregðast þeim reynir á og er lýjandi. Áhersla á þverfaglegt samstarf innan skólanna Það segir sig sjálft að fyrir utan það að sinna og undirbúa kennslu þá geta kennarar ekki líka sinnt hlutverki sálfræðinga, talmeinafræðinga, þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, félagsráðgjafa eða hvers kyns sérfræðinga sem viðkomandi nemandi þarf á að halda. Kennarar reyna þó sitt besta en gjalda það oft dýru verði á meðan vandi barnanna er óleystur. Við í Viðreisn viljum að starfsumhverfi kennara sé framúrskarandi og teljum að fræðsla og starfsþróun séu forsenda nýsköpunar og framþróunar í menntakerfinu. Áhersla á að vera á þverfaglegt samstarf innan skólanna svo að þörfum nemanda sé mætt. Sálfræðiþjónusta og önnur stoðþjónusta á að vera öllum nemendum aðgengileg. Við viljum öll að börn fái þann stuðning sem þau þurfa á að halda en svo það sé hægt þá verðum við að styðja betur við kennara og annað starfsfólk skólanna. Ein leið til þess er til dæmis að setja upp teymi sérfræðinga á vegum sveitarfélaga sem kennarar geta leitað til og fengið aðstoð við úrlausn mála á heildstæðan hátt. Nám fer fram alla ævi Menntun er undirstaða jafnréttis, tækifæra og velferðar í samfélaginu og um leið forsenda framþróunar. Við í Viðreisn viljum tryggja einstaklingum nám við hæfi með tilliti til ólíkrar færni, trúarbragða, kynhneigðar, búsetu eða annarrar stöðu. Einnig leggur Viðreisn jafnt vægi á bók-, verk-, iðn- og listnám. Nám fer fram alla ævi og mikilvægt er að byggja brýr á milli allra skólastiga og tryggja frelsi einstaklinga til að fara á sinn hátt í gegnum menntakerfið. Til að knýja fram raunverulegar breytingar þarf þor og samtal við fólkið sem lifir og hrærist í þessu umhverfi. Því er mikilvægt að það eigi sér sinn málsvara þegar kemur að því að taka ákvarðanir um menntamál. Höfundur er grunnskólakennari og skipar 2. sætið á lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun