Veruleikinn í skóla án aðgreiningar Bjarney Bjarnadóttir skrifar 14. júlí 2021 08:00 Í fjórðu grein heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna segir: „Tryggja skal jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að tækifærum allra til náms alla ævi.” Þetta markmið ætti alltaf að vera til hliðsjónar þegar unnið er að öflugu menntakerfi. Þegar stefnan „Skóli án aðgreiningar“ var innleidd átti það að vera skref í átt að réttlátara samfélagi. Í dag eiga skólar auðvitað að vera fyrir alla, enginn vill hafa „skóla með aðgreiningu“, auk þess sem það eru sjálfsögð mannréttindi að eiga þess kost að geta gengið í hverfisskólann sinn og fengið þá þjónustu sem viðkomandi þarf. Of mörg börn fá ekki þann stuðning sem þau þurfa Samhliða tilkomu stefnu um skóla án aðgreiningar jókst fjölbreytileiki nemendahópsins til muna. Þetta var stórt skref og að mörgu leyti breyting til hins betra. Víðsýni og skilningur á því að við erum ekki öll eins jókst. En eins og staðan er í dag þá eru því miður of mörg börn sem fá ekki þann stuðning sem þau þurfa og eiga rétt á innan skólakerfisins. Í Facebook-hópnum „Sagan okkar“ eru átakanlegar reynslusögur foreldra barna sem íslenskt skólakerfi er ekki að ná að koma til móts við. Það er veruleiki þessara barna og því þarf að breyta. Það býr mikill mannauður í kennarastéttinni, við eigum mikið af frábærum kennurum sem leggja líf og sál í starfið. Hins vegar er vandinn sem kennarar standa frammi fyrir mörgum ofviða. Ein birtingarmynd hans er sú að kennarar sem hafa brunnið út í starfi eru stærsti hópurinn í endurhæfingu hjá Virk. Að vera stöðugt að reyna að koma til móts við þarfir allra nemenda en upplifa á sama tíma þá tilfinningu að vera bregðast þeim reynir á og er lýjandi. Áhersla á þverfaglegt samstarf innan skólanna Það segir sig sjálft að fyrir utan það að sinna og undirbúa kennslu þá geta kennarar ekki líka sinnt hlutverki sálfræðinga, talmeinafræðinga, þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, félagsráðgjafa eða hvers kyns sérfræðinga sem viðkomandi nemandi þarf á að halda. Kennarar reyna þó sitt besta en gjalda það oft dýru verði á meðan vandi barnanna er óleystur. Við í Viðreisn viljum að starfsumhverfi kennara sé framúrskarandi og teljum að fræðsla og starfsþróun séu forsenda nýsköpunar og framþróunar í menntakerfinu. Áhersla á að vera á þverfaglegt samstarf innan skólanna svo að þörfum nemanda sé mætt. Sálfræðiþjónusta og önnur stoðþjónusta á að vera öllum nemendum aðgengileg. Við viljum öll að börn fái þann stuðning sem þau þurfa á að halda en svo það sé hægt þá verðum við að styðja betur við kennara og annað starfsfólk skólanna. Ein leið til þess er til dæmis að setja upp teymi sérfræðinga á vegum sveitarfélaga sem kennarar geta leitað til og fengið aðstoð við úrlausn mála á heildstæðan hátt. Nám fer fram alla ævi Menntun er undirstaða jafnréttis, tækifæra og velferðar í samfélaginu og um leið forsenda framþróunar. Við í Viðreisn viljum tryggja einstaklingum nám við hæfi með tilliti til ólíkrar færni, trúarbragða, kynhneigðar, búsetu eða annarrar stöðu. Einnig leggur Viðreisn jafnt vægi á bók-, verk-, iðn- og listnám. Nám fer fram alla ævi og mikilvægt er að byggja brýr á milli allra skólastiga og tryggja frelsi einstaklinga til að fara á sinn hátt í gegnum menntakerfið. Til að knýja fram raunverulegar breytingar þarf þor og samtal við fólkið sem lifir og hrærist í þessu umhverfi. Því er mikilvægt að það eigi sér sinn málsvara þegar kemur að því að taka ákvarðanir um menntamál. Höfundur er grunnskólakennari og skipar 2. sætið á lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Réttindi barna Grunnskólar Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Í fjórðu grein heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna segir: „Tryggja skal jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að tækifærum allra til náms alla ævi.” Þetta markmið ætti alltaf að vera til hliðsjónar þegar unnið er að öflugu menntakerfi. Þegar stefnan „Skóli án aðgreiningar“ var innleidd átti það að vera skref í átt að réttlátara samfélagi. Í dag eiga skólar auðvitað að vera fyrir alla, enginn vill hafa „skóla með aðgreiningu“, auk þess sem það eru sjálfsögð mannréttindi að eiga þess kost að geta gengið í hverfisskólann sinn og fengið þá þjónustu sem viðkomandi þarf. Of mörg börn fá ekki þann stuðning sem þau þurfa Samhliða tilkomu stefnu um skóla án aðgreiningar jókst fjölbreytileiki nemendahópsins til muna. Þetta var stórt skref og að mörgu leyti breyting til hins betra. Víðsýni og skilningur á því að við erum ekki öll eins jókst. En eins og staðan er í dag þá eru því miður of mörg börn sem fá ekki þann stuðning sem þau þurfa og eiga rétt á innan skólakerfisins. Í Facebook-hópnum „Sagan okkar“ eru átakanlegar reynslusögur foreldra barna sem íslenskt skólakerfi er ekki að ná að koma til móts við. Það er veruleiki þessara barna og því þarf að breyta. Það býr mikill mannauður í kennarastéttinni, við eigum mikið af frábærum kennurum sem leggja líf og sál í starfið. Hins vegar er vandinn sem kennarar standa frammi fyrir mörgum ofviða. Ein birtingarmynd hans er sú að kennarar sem hafa brunnið út í starfi eru stærsti hópurinn í endurhæfingu hjá Virk. Að vera stöðugt að reyna að koma til móts við þarfir allra nemenda en upplifa á sama tíma þá tilfinningu að vera bregðast þeim reynir á og er lýjandi. Áhersla á þverfaglegt samstarf innan skólanna Það segir sig sjálft að fyrir utan það að sinna og undirbúa kennslu þá geta kennarar ekki líka sinnt hlutverki sálfræðinga, talmeinafræðinga, þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, félagsráðgjafa eða hvers kyns sérfræðinga sem viðkomandi nemandi þarf á að halda. Kennarar reyna þó sitt besta en gjalda það oft dýru verði á meðan vandi barnanna er óleystur. Við í Viðreisn viljum að starfsumhverfi kennara sé framúrskarandi og teljum að fræðsla og starfsþróun séu forsenda nýsköpunar og framþróunar í menntakerfinu. Áhersla á að vera á þverfaglegt samstarf innan skólanna svo að þörfum nemanda sé mætt. Sálfræðiþjónusta og önnur stoðþjónusta á að vera öllum nemendum aðgengileg. Við viljum öll að börn fái þann stuðning sem þau þurfa á að halda en svo það sé hægt þá verðum við að styðja betur við kennara og annað starfsfólk skólanna. Ein leið til þess er til dæmis að setja upp teymi sérfræðinga á vegum sveitarfélaga sem kennarar geta leitað til og fengið aðstoð við úrlausn mála á heildstæðan hátt. Nám fer fram alla ævi Menntun er undirstaða jafnréttis, tækifæra og velferðar í samfélaginu og um leið forsenda framþróunar. Við í Viðreisn viljum tryggja einstaklingum nám við hæfi með tilliti til ólíkrar færni, trúarbragða, kynhneigðar, búsetu eða annarrar stöðu. Einnig leggur Viðreisn jafnt vægi á bók-, verk-, iðn- og listnám. Nám fer fram alla ævi og mikilvægt er að byggja brýr á milli allra skólastiga og tryggja frelsi einstaklinga til að fara á sinn hátt í gegnum menntakerfið. Til að knýja fram raunverulegar breytingar þarf þor og samtal við fólkið sem lifir og hrærist í þessu umhverfi. Því er mikilvægt að það eigi sér sinn málsvara þegar kemur að því að taka ákvarðanir um menntamál. Höfundur er grunnskólakennari og skipar 2. sætið á lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun