Conor segir að sigur Poiriers hafi verið ólöglegur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júlí 2021 13:00 Bardagi þeirra Conors McGregor og Dustins Poirier um helgina var ekki langur. getty/Jeff Bottari Conor McGregor segir að ósigur sinn gegn Dustin Poirier um helgina hafi verið ólögmætur vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í bardaganum. Conor fótbrotnaði í fyrstu lotu bardagans sem fór fram í Las Vegas aðfaranótt sunnudags. Bardaginn var stöðvaður og Poirer dæmdur sigur á tæknilegu rothöggi. Conor gekkst undir aðgerð í Los Angeles í gær. Hann sagði að hún hefði heppnast vel í myndbandi sem hann deildi með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum í morgun. „Allt gekk samkvæmt áætlun og mér líður frábærlega. Ég verð á hækjum í sex vikur og svo hefst endurhæfingin,“ sagði Conor. „Ég vil þakka aðdáendum mínum um allan heim fyrir öll skilaboðin. Vonandi nutuð þið bardagakvöldsins. Ég vil þakka öllum sem voru í T Mobile höllinni, stemmningin þar var rafmögnuð. Þetta var rosaleg fyrsta lota og það hefði verið gott að fara í aðra lotu og sjá hvað myndi gerast en svona er þetta.“ Conor skaut svo á Poirier og sagði að sigur hans ætti ekki að telja. „Dustin, þú getur fagnað þessum ólöglega sigri en þú gerðir ekkert í búrinu. Það hefði sést í annarri lotu,“ sagði Írinn. Þetta var þriðji bardagi Conors og Poiriers. Conor vann þann fyrsta 2014 en Poirier náði fram hefndum með því að sigra þann írska fyrr á þessu ári. Ekki er loku fyrir það skotið að þeir mætist í fjórða sinn. MMA Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Conor fótbrotnaði í fyrstu lotu bardagans sem fór fram í Las Vegas aðfaranótt sunnudags. Bardaginn var stöðvaður og Poirer dæmdur sigur á tæknilegu rothöggi. Conor gekkst undir aðgerð í Los Angeles í gær. Hann sagði að hún hefði heppnast vel í myndbandi sem hann deildi með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum í morgun. „Allt gekk samkvæmt áætlun og mér líður frábærlega. Ég verð á hækjum í sex vikur og svo hefst endurhæfingin,“ sagði Conor. „Ég vil þakka aðdáendum mínum um allan heim fyrir öll skilaboðin. Vonandi nutuð þið bardagakvöldsins. Ég vil þakka öllum sem voru í T Mobile höllinni, stemmningin þar var rafmögnuð. Þetta var rosaleg fyrsta lota og það hefði verið gott að fara í aðra lotu og sjá hvað myndi gerast en svona er þetta.“ Conor skaut svo á Poirier og sagði að sigur hans ætti ekki að telja. „Dustin, þú getur fagnað þessum ólöglega sigri en þú gerðir ekkert í búrinu. Það hefði sést í annarri lotu,“ sagði Írinn. Þetta var þriðji bardagi Conors og Poiriers. Conor vann þann fyrsta 2014 en Poirier náði fram hefndum með því að sigra þann írska fyrr á þessu ári. Ekki er loku fyrir það skotið að þeir mætist í fjórða sinn.
MMA Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn