Vissu ekki að lækninum hafi áður verið bannað að framkvæma skurðaðgerðir Eiður Þór Árnason skrifar 8. júlí 2021 18:05 Læknirinn starfaði á Handlæknastöðinni í Glæsibæ. VÍSIR/ARNAR Stjórnendur Handlæknastöðvarinnar voru ekki upplýstir um að læknir, sem hefur nú verið sviptur starfsleyfi vegna ónauðsynlegra skurðaðgerða, hafi verið settur í bann við skurðstofuvinnu á öðrum vinnustað og starfshæfi hans tekið til athugunar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Handlæknastöðinni en umræddur læknir starfaði þar fram í desember 2019. Forsvarsmenn segjast harma framferði umrædds háls-, nef- og eyrnalæknisins og að málið sé blettur á fjörutíu ára sögu læknastöðvarinnar. Umræddur læknir framkvæmdi tólf ónauðsynlegar aðgerðir að mati óháðra sérfræðinga, þar á meðal á fimmtán og tveggja ára börnum. Læknirinn er talinn hafa stefnt sjúklingum í hættu. Í yfirlýsingu Handlæknastöðvarinnar kemur fram að það hafi verið vegna árvekni vinnufélaga sem athygli hafi verið vakin á því að mögulega kynni vinnulag viðkomandi læknis að hafa verið ámælisvert. Fyrst var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og má sjá fréttina í spilaranum hér fyrir neðan. „Þann 4. desember 2019, um leið og grunsemdir lágu fyrir, tilkynnti stjórnarformaður Handlæknastöðvarinnar Embætti landlæknis um hugsanleg brot umrædds læknis gegn starfsskyldum. Í kjölfarið gerði Handlæknastöðin Sjúkratryggingum Íslands einnig viðvart um málið,“ segir í yfirlýsingunni. Strax hafi verið ráðist í að herða allt eftirlit með verkferlum innan stöðvarinnar og innra eftirlit sé nú í áframhaldandi þróun. „Verður einskis látið ófreistað til þess að hámarka hér eftir sem hingað til fagmennsku stöðvarinnar í hverju læknisverki sem unnið er undir merkjum hennar.“ Heilbrigðisráðuneytið staðfest ákvörðun landlæknis Eiríkur Orri Guðmundsson, stjórnarformaður Handlæknastöðvarinnar, er skrifaður fyrir yfirlýsingunni. Þar segir að framferði umrædds læknis sé sorglegt frávik frá þeim gæðaviðmiðum sem stöðin hafi haft í heiðri. „Á þessum misgjörðum viðkomandi læknis, á meðan hann starfaði innan veggja stöðvarinnar, biðst Handlæknastöðin innilega afsökunar enda þótt hún beri ekki á þeim ábyrgð gagnvart sjúklingum hans.“ Upp komst um málið á síðasta ári eftir að embætti landlæknis fékk ábendingu um vafasama starfshætti læknisins. Grunur var um að læknirinn væri ekki að beita ásættanlegri læknisfræði í aðgerðum sínum og að hann væri að framkvæma ónauðsynlegar aðgerðir, bæði á börnum og fullorðnu fólki. Embætti landlæknis réðst í umfangsmikla rannsókn vegna málsins og hefur heilbrigðisráðuneytið staðfest þá ákvörðun landlæknis að svipta lækninn starfsleyfi. Heilbrigðismál Reykjavík Læknir sviptur leyfi vegna ónauðsynlegra aðgerða Tengdar fréttir Fjöldi ónauðsynlegra aðgerða þar á meðal á tveggja ára barni Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun embættis landlæknis um að svipta háls, nef- og eyrnalækni starfsleyfi sem læknir fyrir að gera ónauðsynlegar skurðaðgerðir. Læknirinn framkvæmdi að mati óháðra sérfræðinga tólf ónauðsynlegar aðgerðir, þar á meðal á tveggja ára barni. Hann er talinn hafa stefnt sjúklingum í hættu. 8. júlí 2021 10:43 Umfangsmesta mál sem ratað hefur á borð landlæknis Landlæknir segir mál háls, nef- eyrnalæknis sem sviptur var starfsleyfi fyrir að framkvæma fjölda ónauðsynlegra skurðaðgerða vera umfangsmesta mál sem komið hefur á borð embættisins. Embættið skoði nú hvort máli læknisins verði vísað til lögreglu. Landspítalinn hafði sett lækninn í bann við skurðstofuvinnu en það ljáðist að tilkynna um það til landlæknis. 8. júlí 2021 15:15 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Handlæknastöðinni en umræddur læknir starfaði þar fram í desember 2019. Forsvarsmenn segjast harma framferði umrædds háls-, nef- og eyrnalæknisins og að málið sé blettur á fjörutíu ára sögu læknastöðvarinnar. Umræddur læknir framkvæmdi tólf ónauðsynlegar aðgerðir að mati óháðra sérfræðinga, þar á meðal á fimmtán og tveggja ára börnum. Læknirinn er talinn hafa stefnt sjúklingum í hættu. Í yfirlýsingu Handlæknastöðvarinnar kemur fram að það hafi verið vegna árvekni vinnufélaga sem athygli hafi verið vakin á því að mögulega kynni vinnulag viðkomandi læknis að hafa verið ámælisvert. Fyrst var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og má sjá fréttina í spilaranum hér fyrir neðan. „Þann 4. desember 2019, um leið og grunsemdir lágu fyrir, tilkynnti stjórnarformaður Handlæknastöðvarinnar Embætti landlæknis um hugsanleg brot umrædds læknis gegn starfsskyldum. Í kjölfarið gerði Handlæknastöðin Sjúkratryggingum Íslands einnig viðvart um málið,“ segir í yfirlýsingunni. Strax hafi verið ráðist í að herða allt eftirlit með verkferlum innan stöðvarinnar og innra eftirlit sé nú í áframhaldandi þróun. „Verður einskis látið ófreistað til þess að hámarka hér eftir sem hingað til fagmennsku stöðvarinnar í hverju læknisverki sem unnið er undir merkjum hennar.“ Heilbrigðisráðuneytið staðfest ákvörðun landlæknis Eiríkur Orri Guðmundsson, stjórnarformaður Handlæknastöðvarinnar, er skrifaður fyrir yfirlýsingunni. Þar segir að framferði umrædds læknis sé sorglegt frávik frá þeim gæðaviðmiðum sem stöðin hafi haft í heiðri. „Á þessum misgjörðum viðkomandi læknis, á meðan hann starfaði innan veggja stöðvarinnar, biðst Handlæknastöðin innilega afsökunar enda þótt hún beri ekki á þeim ábyrgð gagnvart sjúklingum hans.“ Upp komst um málið á síðasta ári eftir að embætti landlæknis fékk ábendingu um vafasama starfshætti læknisins. Grunur var um að læknirinn væri ekki að beita ásættanlegri læknisfræði í aðgerðum sínum og að hann væri að framkvæma ónauðsynlegar aðgerðir, bæði á börnum og fullorðnu fólki. Embætti landlæknis réðst í umfangsmikla rannsókn vegna málsins og hefur heilbrigðisráðuneytið staðfest þá ákvörðun landlæknis að svipta lækninn starfsleyfi.
Heilbrigðismál Reykjavík Læknir sviptur leyfi vegna ónauðsynlegra aðgerða Tengdar fréttir Fjöldi ónauðsynlegra aðgerða þar á meðal á tveggja ára barni Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun embættis landlæknis um að svipta háls, nef- og eyrnalækni starfsleyfi sem læknir fyrir að gera ónauðsynlegar skurðaðgerðir. Læknirinn framkvæmdi að mati óháðra sérfræðinga tólf ónauðsynlegar aðgerðir, þar á meðal á tveggja ára barni. Hann er talinn hafa stefnt sjúklingum í hættu. 8. júlí 2021 10:43 Umfangsmesta mál sem ratað hefur á borð landlæknis Landlæknir segir mál háls, nef- eyrnalæknis sem sviptur var starfsleyfi fyrir að framkvæma fjölda ónauðsynlegra skurðaðgerða vera umfangsmesta mál sem komið hefur á borð embættisins. Embættið skoði nú hvort máli læknisins verði vísað til lögreglu. Landspítalinn hafði sett lækninn í bann við skurðstofuvinnu en það ljáðist að tilkynna um það til landlæknis. 8. júlí 2021 15:15 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Fjöldi ónauðsynlegra aðgerða þar á meðal á tveggja ára barni Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun embættis landlæknis um að svipta háls, nef- og eyrnalækni starfsleyfi sem læknir fyrir að gera ónauðsynlegar skurðaðgerðir. Læknirinn framkvæmdi að mati óháðra sérfræðinga tólf ónauðsynlegar aðgerðir, þar á meðal á tveggja ára barni. Hann er talinn hafa stefnt sjúklingum í hættu. 8. júlí 2021 10:43
Umfangsmesta mál sem ratað hefur á borð landlæknis Landlæknir segir mál háls, nef- eyrnalæknis sem sviptur var starfsleyfi fyrir að framkvæma fjölda ónauðsynlegra skurðaðgerða vera umfangsmesta mál sem komið hefur á borð embættisins. Embættið skoði nú hvort máli læknisins verði vísað til lögreglu. Landspítalinn hafði sett lækninn í bann við skurðstofuvinnu en það ljáðist að tilkynna um það til landlæknis. 8. júlí 2021 15:15