Sport

Dóttir Bruce Springsteen er á leið á Ólympíuleikana

Árni Sæberg skrifar
Jessica Springsteen er afrekskona í hestamennsku.
Jessica Springsteen er afrekskona í hestamennsku. Christine Olsson/AP

Jessica Springsteen, dóttir Bruce Springsteen og tónlistarkonunnar Patti Scialfa er á leið á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar.

Hestaíþróttasamband Bandaríkjanna tilkynnti í gær hver færu fyrir hönd þess á Ólympíuleikana í sumar. 

Jessica Springsteen sem er 29 ára gömul mun þreyta frumraun sína á leikunum. Hún segir það hafa verið ævilangan draum sinn að keppa á Ólympíuleikunum í hestaíþróttum.

Liðsfélagar hennar eru Kent Farrington, Laura Kraut og Mclain Ward.

„Ég er handviss um að hið reynda lið sem við erum að senda til Tokýó sé í fantaformi og á hátindi ferils síns á hárréttum tíma,“ segir Robert Lidland liðsstjóri.

Springsteen mun keppa á tólf ára gamla stóðhestinum Don Juan van de Donkhoeve.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.