Ólympíuleikarnir allt í einu úr sögunni hjá nýjustu hlaupastjörnu Bandaríkjanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2021 08:00 Sha'Carri Richardson fagnar sigri sínum í úrtökumótinu en núna er Ólympíudraumur hennar búinn að breytast í martröð. AP/Chris Carlson Spretthlauparinn Sha'Carri Richardson verður að öllum líkindum ekki með á Ólympíuleikunum í Tókýó eftir að hún féll á lyfjaprófi sem tekið var á úrtökumóti bandaríska Ólympíuliðsins á dögunum. Kannabis efnið fannst í sýni hennar. Sha'Carri var ein af stjörnum úrtökumótsins þar sem hún vann hundrað metra hlaupið á 10,86 sekúndum. Hún er mjög litríkur karakter, með gult litað hár og langar neglur eins og Flojo forðum og var því efni í stórstjörnu á leikunum. Sha Carri Richardson could miss the Tokyo Olympics after testing positive for marijuana, per @TheTylerDragonhttps://t.co/qVtl4XfWyl pic.twitter.com/N4TwVZYRkP— Bleacher Report (@BleacherReport) July 2, 2021 Sha'Carri er aðeins 21 árs gömul og þótti að mati margra vera mest spennandi stjarnan í frjálsum íþróttum síðan Usain Bolt kom fram á sínum tíma. Þó að það hafi sé ekki staðfest þá þýðir fall á lyfjaprófi að öll úrslit hennar á mótinu verða þurrkuð út og þar sem með verður hún ekki ein af þremur keppendum Bandaríkjanna í hundrað metra hlaupinu. Sú sem græðir mest á þessu er Jenna Prandini, sem endaði í 4. sæti í 100 metra hlaupi á úrtökumótinu. Samkvæmt frétt ESPN um málið þá hefur þegar verið haft samband við hana um að keppa fyrir hönd Bandaríkjanna á leikunum. Sha'Carri Richardson sjálf, umboðsmaður eða fólk tengt málinu hefur ekki svarað símtölum blaðamanna ESPN en Sha'Carri setti stutta færslu inn á samfélagsmiðla þar sem hún sagðist vera mannleg. I am human— Sha Carri Richardson (@itskerrii) July 1, 2021 Hún mun síðan koma fram í NBC’s Today Show í dag og það verður athyglisvert að sjá hvað kemur þar fram enda vonbrigðin örugglega gríðarleg hjá Sha'Carri sem hafði möguleika á að breyta lífi sínu á Ólympíuleikunum. Kannabis er á bannlista Alþjóðalyfjanefndarinnar en ef íþróttafólkið getur sannað að það var ekki að neita þess til að bæta árangur sinn þá fá þær það þriggja mánaða bann í staðinn fyrir fjögur ár eins og hlutskipti þeirra sem falla á lyfjaprófi. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira
Sha'Carri var ein af stjörnum úrtökumótsins þar sem hún vann hundrað metra hlaupið á 10,86 sekúndum. Hún er mjög litríkur karakter, með gult litað hár og langar neglur eins og Flojo forðum og var því efni í stórstjörnu á leikunum. Sha Carri Richardson could miss the Tokyo Olympics after testing positive for marijuana, per @TheTylerDragonhttps://t.co/qVtl4XfWyl pic.twitter.com/N4TwVZYRkP— Bleacher Report (@BleacherReport) July 2, 2021 Sha'Carri er aðeins 21 árs gömul og þótti að mati margra vera mest spennandi stjarnan í frjálsum íþróttum síðan Usain Bolt kom fram á sínum tíma. Þó að það hafi sé ekki staðfest þá þýðir fall á lyfjaprófi að öll úrslit hennar á mótinu verða þurrkuð út og þar sem með verður hún ekki ein af þremur keppendum Bandaríkjanna í hundrað metra hlaupinu. Sú sem græðir mest á þessu er Jenna Prandini, sem endaði í 4. sæti í 100 metra hlaupi á úrtökumótinu. Samkvæmt frétt ESPN um málið þá hefur þegar verið haft samband við hana um að keppa fyrir hönd Bandaríkjanna á leikunum. Sha'Carri Richardson sjálf, umboðsmaður eða fólk tengt málinu hefur ekki svarað símtölum blaðamanna ESPN en Sha'Carri setti stutta færslu inn á samfélagsmiðla þar sem hún sagðist vera mannleg. I am human— Sha Carri Richardson (@itskerrii) July 1, 2021 Hún mun síðan koma fram í NBC’s Today Show í dag og það verður athyglisvert að sjá hvað kemur þar fram enda vonbrigðin örugglega gríðarleg hjá Sha'Carri sem hafði möguleika á að breyta lífi sínu á Ólympíuleikunum. Kannabis er á bannlista Alþjóðalyfjanefndarinnar en ef íþróttafólkið getur sannað að það var ekki að neita þess til að bæta árangur sinn þá fá þær það þriggja mánaða bann í staðinn fyrir fjögur ár eins og hlutskipti þeirra sem falla á lyfjaprófi.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira