Handbolti

Álaborg vann Íslendingaslaginn og fer í úrslit

Valur Páll Eiríksson skrifar
Álaborgarar eru komnir í úrslit.
Álaborgarar eru komnir í úrslit. picture alliance via Getty Images/Marius Becker

Álaborg vann 35-31 sigur á GOG í undanúrslitum dönsku bikarkeppninnar í handbolta í dag og mætir Mors-Thy í úrslitum keppninnar á morgun.

GOG byrjaði betur í leiknum og var með eins til tveggja marka forystu í upphafi. Lið Álaborgar sneri því hins vegar við og var með tveggja marka forskot framan af hálfleik áður en liðið bætti í undir lok hans og leiddu með fjórum mörkum, 17-13, í hálfleik.

Í síðari hálfleik tókst GOG mest að minnka muninn í eitt mark, 21-20, en Álaborg lét forystuna aldrei af hendi og hélt liði GOG í seilingarfjarlægð allan leikinn.

Viktor Gísli Hallgrímsson var í marki GOG í leiknum en Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgar sem mætir Mors-Thy í úrslitaleik keppninnar á morgun.


Tengdar fréttir

Elvar og félagar komust ekki í úrslit

Elvar Örn Jónsson og félagar hans í Skjern þurftu að þola 33-28 tap fyrir Mors-Thy í undanúrslitum dönsku bikarkeppninnar í handbolta í dag. Mors mætir annaðhvort GOG eða Álaborg í úrslitum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.