Handbolti

Elvar og félagar komust ekki í úrslit

Valur Páll Eiríksson skrifar
Elvar Örn Jónsson skoraði eitt mark í dag.
Elvar Örn Jónsson skoraði eitt mark í dag. EPA-EFE/Petr Josek

Elvar Örn Jónsson og félagar hans í Skjern þurftu að þola 33-28 tap fyrir Mors-Thy í undanúrslitum dönsku bikarkeppninnar í handbolta í dag. Mors mætir annaðhvort GOG eða Álaborg í úrslitum.

Fyrri hálfleikur liðanna var jafn framan af en Mors-Thy þó ávallt skrefi á undan. Mest náði liðið fjögurra marka forystu, 13-9, en munurinn í hálfleik var tvö mörk, 15-13.

Skjern skoraði fyrstu tvö mörk seinni hálfleiks til að jafna 15-15 en náði aldrei forystunni í leiknum. Mors-Thy stakk af í kjölfarið og komst mest sex mörkum yfir, 25-19, en vann að lokum 33-28 í leik sem varð aldrei spennandi.

Elvar Örn Jónsson skoraði eitt mark fyrir Skjern í leiknum.

Síðar í dag fer fram leikur GOG og Álaborgar þar sem liðin keppa um að mæta Mors-Thy í úrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×