Körfubolti

KR hafnaði sæti í efstu deild svo Njarðvík fór upp

Sindri Sverrisson skrifar
Úr leik KR og Snæfells í vetur. Hvorugt liðið verður með þegar keppni hefst í úrvalsdeildinni í haust.
Úr leik KR og Snæfells í vetur. Hvorugt liðið verður með þegar keppni hefst í úrvalsdeildinni í haust. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Njarðvík tekur sæti Snæfells í efstu deild kvenna í körfubolta á næstu leiktíð eftir að körfuknattleiksdeild Snæfells ákvað á dögunum að gefa sæti sitt í deildinni eftir.

Snæfell endaði í 7. sæti af átta liðum Dominos-deildar kvenna í vetur en aðeins neðsta liðið, KR, féll. Eftir að ákvörðun forráðamanna Snæfells lá fyrir bauðst KR að halda áfram í efstu deild. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, staðfestir hins vegar við mbl.is að KR hafi hafnað boðinu.

Því var Njarðvík boðið að taka sæti í efstu deild og það þáði félagið. Þar með komast tvö lið upp úr 1. deild því áður var ljóst að Grindavík færi upp. Grindavík vann nefnilega á dögunum úrslitaeinvígi við Njarðvík og tryggði sér þar með sæti í efstu deild.

Liðin í efstu deild á næstu leiktíð verða því átta; Valur, Haukar, Keflavík, Fjölnir, Breiðablik, Skallagrímur, Grindavík og Njarðvík. Í næstefstu deild verða hins vegar tólf lið, segir Hannes.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.