Valsmenn þurfa að gera það í næstu leikjum sem þeim tókst ekki í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2021 13:31 Sigtryggur Daði Rúnarsson er með 11 mörk úr 16 skotum í þeim tveimur leikjum sem hann hefur spilað á móti Val í vetur. Vísir/Elín Björg ÍBV tekur á móti Val í kvöld í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta en það lið sem hefur betur samanlagt út úr tveimur leikum spilar til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Valsmenn enduðu fjórum sætum ofar en Eyjamenn í deildarkeppninni en tókst samt ekki að landa einu einasta stigi í innbyrðis leikjum liðanna í deildinni. Það má í raun halda því fram að ÍBV sé með tak á Valsliðinu því auk tveggja sigra á Val í deildinni þá vann ÍBV einnig sigur á Val í Meistarakeppninni í haust. Þrír leikir og þrír Eyjasigrar. Eyjamenn eru þó bara sjö mörk í plús í þessum þremur leikjum. Valsmenn unnu Eyjamenn síðast 28. janúar 2020 þegar þeir sóttu tvö stig til Vestmannaeyja með því að vinna 26-25 sigur. Það er einn af þremur deildarsigrum Vals í Vestmannaeyjum frá því í febrúar 2018. Hákon Daði Styrmisson hefur verið markahæstur hjá ÍBV í öllum leikjunum þremur á þessu tímabili en hann skoraði 10 mörk í síðasta leik og alls 22 mörk úr 33 skotum í þessum þremur leikjum. Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði 11 mörk í þeim tveimur leikjum sem hann spilaði og Kári Kristján Kristjánsson nýtti öll níu skotin sín í þessum þremur leikjum. Gömlu Eyjamennirnir í Valsliðinu hafa ekki alveg verið upp á sitt besta í þessum leikjum ef þeir hafa yfir höfuð getað spilað vegna meiðsla. Róbert Aron Hostert var með 6 mörk í þeim tveimur leikjum sem hann spilaði og Agnar Smári Jónsson skoraði aðeins 2 mörk úr 11 skotum í þeim tveimur leikjum sem hann var í búning. Báðir eru þeir þó þekktir fyrir að spila betur eftir því sem leikirnir stækka. Markahæsti Valsmaðurinn í öllum þremur leikjunum var Magnús Óli Magnússon sem skoraði 19 mörk úr aðeins 28 skotum í leikjunum. Finnur Ingi Stefánsson var markahæstur með honum í tveimur leikjanna og aðeins einu marki á eftir samanlagt með 18 mörk úr aðeins 23 skotum. Það gæti boðað gott fyrir liðið sem vinnur þetta undanúrslitaeinvígi. Sigurvegari síðustu einvíga liðanna hefur endað á því að vinna þann stóra. ÍBV og Valur hafa mæst tvisvar sinnum í úrslitakeppninni á síðustu tíu árum og báðir leikirnir fóru í oddaleik. ÍBV vann 3-2 sigur á Val í undanúrslitum 2014 og fór síðan alla leið og varð Íslandsmeistari. Valur vann 2-1 sigur á ÍBV í átta liða úrslitum 2017 og fór síðan alla leið og varð Íslandsmeistari. Leikur ÍBV og Vals í kvöld hefst klukkan 18.00 og er hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar hefst klukkan 17.30 og strax á eftir leikinn í Eyjum verður skipt yfir í Garðabæinn og sýnt beint frá fyrri leik Stjörnunnar og Hauka. Seinni bylgjan mun síðan gera upp kvöldið eftir leikinn í Mýrinni og það verður því handboltaveisla á Stöð 2 Sport í fimm klukkutíma eða frá 17.30 til 22.30. Innbyrðis leikir Vals og ÍBV 2020-21: 6. september í Meistarakeppni á Hlíðarenda: ÍBV vann með 2 mörkum (26-24) 26. september í deildinni í Eyjum: ÍBV vann með 4 mörkum (28-24) 17. mars í deildinni á Hlíðarenda: ÍBV vann með 1 marki (29-28) -- Markahæstu menn í þremur innbyrðis leikjum Vals og ÍBV í vetur: Hákon Daði Styrmisson, ÍBV 22/11 Magnús Óli Magnússon, Val 19 Finnur Ingi Stefánsson, Val 18/6 Dagur Arnarsson, ÍBV 12 Sigtryggur Daði Rúnarsson, ÍBV 11 (2 leikir) Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV 9/2 Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur ÍBV Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Þorleifur lokið keppni á HM Sport Tottenham - Aston Villa | Lærisveinar Emery leita að þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Sjá meira
Valsmenn enduðu fjórum sætum ofar en Eyjamenn í deildarkeppninni en tókst samt ekki að landa einu einasta stigi í innbyrðis leikjum liðanna í deildinni. Það má í raun halda því fram að ÍBV sé með tak á Valsliðinu því auk tveggja sigra á Val í deildinni þá vann ÍBV einnig sigur á Val í Meistarakeppninni í haust. Þrír leikir og þrír Eyjasigrar. Eyjamenn eru þó bara sjö mörk í plús í þessum þremur leikjum. Valsmenn unnu Eyjamenn síðast 28. janúar 2020 þegar þeir sóttu tvö stig til Vestmannaeyja með því að vinna 26-25 sigur. Það er einn af þremur deildarsigrum Vals í Vestmannaeyjum frá því í febrúar 2018. Hákon Daði Styrmisson hefur verið markahæstur hjá ÍBV í öllum leikjunum þremur á þessu tímabili en hann skoraði 10 mörk í síðasta leik og alls 22 mörk úr 33 skotum í þessum þremur leikjum. Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði 11 mörk í þeim tveimur leikjum sem hann spilaði og Kári Kristján Kristjánsson nýtti öll níu skotin sín í þessum þremur leikjum. Gömlu Eyjamennirnir í Valsliðinu hafa ekki alveg verið upp á sitt besta í þessum leikjum ef þeir hafa yfir höfuð getað spilað vegna meiðsla. Róbert Aron Hostert var með 6 mörk í þeim tveimur leikjum sem hann spilaði og Agnar Smári Jónsson skoraði aðeins 2 mörk úr 11 skotum í þeim tveimur leikjum sem hann var í búning. Báðir eru þeir þó þekktir fyrir að spila betur eftir því sem leikirnir stækka. Markahæsti Valsmaðurinn í öllum þremur leikjunum var Magnús Óli Magnússon sem skoraði 19 mörk úr aðeins 28 skotum í leikjunum. Finnur Ingi Stefánsson var markahæstur með honum í tveimur leikjanna og aðeins einu marki á eftir samanlagt með 18 mörk úr aðeins 23 skotum. Það gæti boðað gott fyrir liðið sem vinnur þetta undanúrslitaeinvígi. Sigurvegari síðustu einvíga liðanna hefur endað á því að vinna þann stóra. ÍBV og Valur hafa mæst tvisvar sinnum í úrslitakeppninni á síðustu tíu árum og báðir leikirnir fóru í oddaleik. ÍBV vann 3-2 sigur á Val í undanúrslitum 2014 og fór síðan alla leið og varð Íslandsmeistari. Valur vann 2-1 sigur á ÍBV í átta liða úrslitum 2017 og fór síðan alla leið og varð Íslandsmeistari. Leikur ÍBV og Vals í kvöld hefst klukkan 18.00 og er hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar hefst klukkan 17.30 og strax á eftir leikinn í Eyjum verður skipt yfir í Garðabæinn og sýnt beint frá fyrri leik Stjörnunnar og Hauka. Seinni bylgjan mun síðan gera upp kvöldið eftir leikinn í Mýrinni og það verður því handboltaveisla á Stöð 2 Sport í fimm klukkutíma eða frá 17.30 til 22.30. Innbyrðis leikir Vals og ÍBV 2020-21: 6. september í Meistarakeppni á Hlíðarenda: ÍBV vann með 2 mörkum (26-24) 26. september í deildinni í Eyjum: ÍBV vann með 4 mörkum (28-24) 17. mars í deildinni á Hlíðarenda: ÍBV vann með 1 marki (29-28) -- Markahæstu menn í þremur innbyrðis leikjum Vals og ÍBV í vetur: Hákon Daði Styrmisson, ÍBV 22/11 Magnús Óli Magnússon, Val 19 Finnur Ingi Stefánsson, Val 18/6 Dagur Arnarsson, ÍBV 12 Sigtryggur Daði Rúnarsson, ÍBV 11 (2 leikir) Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV 9/2
Innbyrðis leikir Vals og ÍBV 2020-21: 6. september í Meistarakeppni á Hlíðarenda: ÍBV vann með 2 mörkum (26-24) 26. september í deildinni í Eyjum: ÍBV vann með 4 mörkum (28-24) 17. mars í deildinni á Hlíðarenda: ÍBV vann með 1 marki (29-28) -- Markahæstu menn í þremur innbyrðis leikjum Vals og ÍBV í vetur: Hákon Daði Styrmisson, ÍBV 22/11 Magnús Óli Magnússon, Val 19 Finnur Ingi Stefánsson, Val 18/6 Dagur Arnarsson, ÍBV 12 Sigtryggur Daði Rúnarsson, ÍBV 11 (2 leikir) Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV 9/2
Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur ÍBV Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Þorleifur lokið keppni á HM Sport Tottenham - Aston Villa | Lærisveinar Emery leita að þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Sjá meira