„Ruslakonan“ Ásta Júlía fékk mikið hrós í Domino´s Körfuboltakvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2021 11:01 Ásta Júlía Grímsdóttir var frábær á móti Fjölni í gær og þurfti bara átján mínútur til að skora átján stig. Vísir/Bára Ásta Júlía Grímsdóttir átti mjög flottan leik þegar Valskonur komust í 2-0 á móti Fjölni í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna en frammistaða hennar var tekin sérstaklega fyrir í Domino´s Körfuboltakvöldi eftir leikinn. Ásta Júlía skoraði 18 stig á 18 mínútum en hún hitti úr sjö af átta skotum sínum og tók auk þess sex fráköst. Ekki slæmt fyrir Valsliðið að fá svona frammistöðu af bekknum. „Það þurfti ekki að gíra þessa stúlku upp í neitt. Hversu geggjuð var Ásta Júlía í kvöld,“ spurði Pálína Gunnlaugsdóttir, umsjónarkona Domino´s Körfuboltakvöld og beindi spurningu sinni til Berglindar Gunnarsdóttur. „Ásta Júlía er heilt yfir búin að vera svo góð í vetur og ég er svo ótrúlega hrifin af þessum leikmanni. Hún er algjör ruslakona ef ég má segja það og hún vinnur ótrúlega vel. Hún hreyfir sig svo vel eftir hindranir,“ sagði Berglind. Ásta Júlía kom aftur í Val í vetur eftir að hafa verið við nám í Bandaríkjunum. Hún er aðeins tvítug og á því framtíðina fyrir sér. Stelpurnar fóru líka yfir það hvernig Ásta Júlía nær að opna sig svona vel með því að halda hindrunum sínum svo lengi. „Hún er ekki bara ruslakarl því hún er þolinmóð, ógeðslega dugleg og svo er hún bara klár að klára færin sín,“ sagði Pálína. „Ásta Júlía var best í kvöld en Ásta Júlía þarf ekki alltaf að vera best í Val til að Valsliðið vinni. Í næsta leik gæti það verið Haddý,“ sagði Ragna Margrét Brynjarsdóttir. „Ásta Júlía kemur inn af bekknum og er stigahæst. Það segir okkur svo mikið um breiddina í þessu liði,“ sagði Berglind. „Vopnabúrið er svo ótrúlega stórt hjá þeim. Það getur verið Helena einn leikinn og Ásta Júlía í þeim næsta eða Kiana. Þær þurfa ekki allar að eiga stórleik. Það er það sem gerir þetta lið svo geggjað,“ sagði Ragna Margrét. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllunina um Ástu Júlíu og Valsliðið í þættinum í gær. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Ásta Júlía með frábæra innkomu Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Valur Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Enski boltinn Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Körfubolti Fleiri fréttir Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Sjá meira
Ásta Júlía skoraði 18 stig á 18 mínútum en hún hitti úr sjö af átta skotum sínum og tók auk þess sex fráköst. Ekki slæmt fyrir Valsliðið að fá svona frammistöðu af bekknum. „Það þurfti ekki að gíra þessa stúlku upp í neitt. Hversu geggjuð var Ásta Júlía í kvöld,“ spurði Pálína Gunnlaugsdóttir, umsjónarkona Domino´s Körfuboltakvöld og beindi spurningu sinni til Berglindar Gunnarsdóttur. „Ásta Júlía er heilt yfir búin að vera svo góð í vetur og ég er svo ótrúlega hrifin af þessum leikmanni. Hún er algjör ruslakona ef ég má segja það og hún vinnur ótrúlega vel. Hún hreyfir sig svo vel eftir hindranir,“ sagði Berglind. Ásta Júlía kom aftur í Val í vetur eftir að hafa verið við nám í Bandaríkjunum. Hún er aðeins tvítug og á því framtíðina fyrir sér. Stelpurnar fóru líka yfir það hvernig Ásta Júlía nær að opna sig svona vel með því að halda hindrunum sínum svo lengi. „Hún er ekki bara ruslakarl því hún er þolinmóð, ógeðslega dugleg og svo er hún bara klár að klára færin sín,“ sagði Pálína. „Ásta Júlía var best í kvöld en Ásta Júlía þarf ekki alltaf að vera best í Val til að Valsliðið vinni. Í næsta leik gæti það verið Haddý,“ sagði Ragna Margrét Brynjarsdóttir. „Ásta Júlía kemur inn af bekknum og er stigahæst. Það segir okkur svo mikið um breiddina í þessu liði,“ sagði Berglind. „Vopnabúrið er svo ótrúlega stórt hjá þeim. Það getur verið Helena einn leikinn og Ásta Júlía í þeim næsta eða Kiana. Þær þurfa ekki allar að eiga stórleik. Það er það sem gerir þetta lið svo geggjað,“ sagði Ragna Margrét. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllunina um Ástu Júlíu og Valsliðið í þættinum í gær. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Ásta Júlía með frábæra innkomu
Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Valur Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Enski boltinn Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Körfubolti Fleiri fréttir Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Sjá meira