Sport

Dag­skráin í dag: KA mætur í Vestur­bæinn, Valur fer til Kefla­víkur, Pepsi Max Stúkan, Domino´s Körfu­bolta­kvöld

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Óskar Örn og félagar í KR eru í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport í dag.
Óskar Örn og félagar í KR eru í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport í dag. Vísir/Vilhelm

Það er nóg um að vera á Stöð 2 Sport í dag en alls eru 11 beinar útsendingar á dagskrá.

Stöð 2 Sport

Klukkan 20.00 hefst leikur deildarmeistara Keflavíkur og Vals í Domino´s deild karla í körfubolta. Að leik loknum, klukkan 22.00 er komið að Domino´s Körfuboltakvöldi.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 16.20 tekur Íslendingalið Kristianstad á móti Vittsjö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 18.55 hefst leikur Real Sociedad og Elche í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 17.30 hefst Pepsi Max Upphitun fyrir leik KR og KA en leikurinn hefst klukkan 18.00. Að honum loknum, klukkan 20.00, er Pepsi Max Stúkan á dagskrá.

Stöð 2 Golf

Klukkan 13.00 hefst Kanarí meistaramótið í golfi, það er hluti af Evrópumótaröðinni. Klukkan 18.00 hefst svo Wells Fargo-meistaramótið en það er hluti af PGA-mótaröðinni.

Stöð 2 E-Sport.

Klukkan 12.30 hefst MSI 2021. Um er að ræða beina útsendingu frá Mid-Season Invitational boðsmótinu í League of legends sem fer fram í Laugarsdalshöll í Reykjavík. Þar koma saman stærstu keppnislið heims í einum stærsta rafíþróttaviðburði ársins á heimsvísu. 

Klukkan 19.15 er komið að Vodafonedeildinni í CS:GO.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×