Innlent

Una María vill for­sæti í Kraganum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Una María er varamaður Gunnars Braga á Alþingi.
Una María er varamaður Gunnars Braga á Alþingi. Vísir/Vilhelm

Una María Óskarsdóttir, varaþingmaður Gunnars Braga Sveinssonar, sækist eftir 1.-2. sæti á framboðslita Miðflokksins í Kraganum fyrir komandi Alþingiskosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Unu.

Una er uppeldis-, menntunar- og lýðheilsufræðingur og er búsett í Kópavogi en er uppalin á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu. Una hefur meðal annars starfað sem forseti Kvenfélagasambands Íslands, ritstjóri Skinfaxa, varaþingmaður, varabæjarfulltrúi, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Kópavogs og svo framvegis.

Hún hefur starfað í fjórum ráðuneytum, sem aðstoðarmaður umhverfisráðherra, sérfræðingur í forvörnum hjá heilbrigðisráðuneytinu, verkefnisstjóri nefndar um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum í félagsmálaráðuneytinu og verkefnisstjóri ráðherranefndar um lýðheilsu hjá Embætti landlæknis í forsætisráðuneytinu.

„Það á enginn neitt í pólitík og þar sem ég hef fengið hvatningu úr öllum kjördæmum hef ég ákveðið að láta slag standa og bjóða áfram fram krafta mína í þágu Miðflokksins,“ skrifar Una í tilkynningu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.