Okkar besta CrossFit fólk keppir á mótum í Hollandi og Þýskalandi en verður samt heima Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2021 08:31 Vinkonurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir þurfa ekki að keppa á móti hverri annarri í undanúrslitum heimsleikanna í CrossFit. Katrín Tanja keppir á mótinu í Þýskalandi en Anníe Mist á mótinu í Hollandi. Instagram/@anniethorisdottir Íslenska CrossFit fólkið sem á enn möguleika á því að tryggja sér sæti á heimsleikunum í haust veit nú hvað tekur við eftir að gefið var út hvar þau eiga að keppa í undanúrslitunum. CrossFit samtökin hafa nú skipt besta CrossFit fólki heims niður á undanúrslitamótin í júní þar sem þau geta tryggt sér farseðla á heimsleikunum í haust. Eftir átta liða úrslitin tryggðu þrjú hundruð karlar og þrjú hundruð konur sér áframhaldandi þátttöku í undankeppni heimsleikanna í CrossFit og fékk hver og einn þeirra þátttökurétt í móti sem gefur síðan sæti á leikunum. Íslenska fólkið tryggir sér sæti í gegnum Evrópu og þar ræður þjóðerni en ekki hvar viðkomandi hefur aðsetur. Katrín Tanja Daviðsdóttir æfir í Bandaríkjunum en þarf samt að tryggja sér sæti á heimsleikunum í gegnum Evrópu. View this post on Instagram A post shared by Bakland Competitive (@baklandmgmt) Evrópu fékk alls 60 sæti í undanúrslitunum en flest sæti fóru til Bandaríkjanna og Kanada eða samtals 120 talsins. 30 komust síðan áfram frá hverjum af hinum álfunum fjórum sem eru Eyjaálfa, Suður-Ameríka, Asía og Afríka. Ísland á alls sjö keppendur í næsta hluta, þrjá karla og fjórar konur. Íslenska CrossFit fólkið keppir á tveimur undanúrslitamótum sem áttu að fara fram í Hollandi og Þýskalandi. Þetta eru mótin CrossFit Lowlands Throwdown í Apeldoorn í Hollandi og German Throwdown í Þýskalandi. Mótin áttu að fara fram á staðnum en vegna ástandsins í heimsfaraldrinum þá var ákveðið að þetta yrðu netmót í staðin. Íslenska fólkið er því að keppa í Hollandi og Þýskalandi en verður samt heima hjá sér eins og í hinum hlutnum tveimur, The Open og átta liða úrslitunum. Þetta er sérstaklega þægilegt fyrir Katrínu Tönju sem sparar sér langt ferðalag til Þýskalands í júní. Bæði mótin í Evrópu fara fram frá 11. til 13. júní. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Katrín Tanja er jafnframt eini íslenska konan sem keppir á German Throwdown en allar hinar íslensku konurnar keppa á CrossFit Lowlands Throwdow í Hollandi. Anníe Mist Þórisdóttir, Þuríður Erla Helgadóttir og Sólveig Sigurðardóttir keppa því allar í hollenska mótinu. Haraldur Holgersson og Þröstur Ólafson keppa aftur á móti báðir á þýska mótinu en Björgvin Karl Guðmundsson er aftur á móti eini íslenski karlinn sem keppir á mótinu í Hollandi. Einnig komst eitt lið (Crossfit Stöð) áfram í undanúrslitin frá Íslandi, CFS Sport (Crossfit Sporthúsinu) endaði í 32. sæti í Evrópu og það eru 40 lið sem komast áfram í undanúrslitin. Ekki er komið á hreint hvoru mótinu liðið keppir en það kemur í ljós á næstu vikum. CrossFit Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Sjá meira
CrossFit samtökin hafa nú skipt besta CrossFit fólki heims niður á undanúrslitamótin í júní þar sem þau geta tryggt sér farseðla á heimsleikunum í haust. Eftir átta liða úrslitin tryggðu þrjú hundruð karlar og þrjú hundruð konur sér áframhaldandi þátttöku í undankeppni heimsleikanna í CrossFit og fékk hver og einn þeirra þátttökurétt í móti sem gefur síðan sæti á leikunum. Íslenska fólkið tryggir sér sæti í gegnum Evrópu og þar ræður þjóðerni en ekki hvar viðkomandi hefur aðsetur. Katrín Tanja Daviðsdóttir æfir í Bandaríkjunum en þarf samt að tryggja sér sæti á heimsleikunum í gegnum Evrópu. View this post on Instagram A post shared by Bakland Competitive (@baklandmgmt) Evrópu fékk alls 60 sæti í undanúrslitunum en flest sæti fóru til Bandaríkjanna og Kanada eða samtals 120 talsins. 30 komust síðan áfram frá hverjum af hinum álfunum fjórum sem eru Eyjaálfa, Suður-Ameríka, Asía og Afríka. Ísland á alls sjö keppendur í næsta hluta, þrjá karla og fjórar konur. Íslenska CrossFit fólkið keppir á tveimur undanúrslitamótum sem áttu að fara fram í Hollandi og Þýskalandi. Þetta eru mótin CrossFit Lowlands Throwdown í Apeldoorn í Hollandi og German Throwdown í Þýskalandi. Mótin áttu að fara fram á staðnum en vegna ástandsins í heimsfaraldrinum þá var ákveðið að þetta yrðu netmót í staðin. Íslenska fólkið er því að keppa í Hollandi og Þýskalandi en verður samt heima hjá sér eins og í hinum hlutnum tveimur, The Open og átta liða úrslitunum. Þetta er sérstaklega þægilegt fyrir Katrínu Tönju sem sparar sér langt ferðalag til Þýskalands í júní. Bæði mótin í Evrópu fara fram frá 11. til 13. júní. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Katrín Tanja er jafnframt eini íslenska konan sem keppir á German Throwdown en allar hinar íslensku konurnar keppa á CrossFit Lowlands Throwdow í Hollandi. Anníe Mist Þórisdóttir, Þuríður Erla Helgadóttir og Sólveig Sigurðardóttir keppa því allar í hollenska mótinu. Haraldur Holgersson og Þröstur Ólafson keppa aftur á móti báðir á þýska mótinu en Björgvin Karl Guðmundsson er aftur á móti eini íslenski karlinn sem keppir á mótinu í Hollandi. Einnig komst eitt lið (Crossfit Stöð) áfram í undanúrslitin frá Íslandi, CFS Sport (Crossfit Sporthúsinu) endaði í 32. sæti í Evrópu og það eru 40 lið sem komast áfram í undanúrslitin. Ekki er komið á hreint hvoru mótinu liðið keppir en það kemur í ljós á næstu vikum.
CrossFit Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Sjá meira