Sport

Dag­skráin í dag: Stór­leikur í París, Domin­os-deild kvenna og spænski boltinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kyle Walker og Phil Foden fagna gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu. Þeir verða í eldlínunni í kvöld er City mætir PSG.
Kyle Walker og Phil Foden fagna gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu. Þeir verða í eldlínunni í kvöld er City mætir PSG. EPA/FREDERIC SCHEIDEMANN

Það er sannkallaður stórleikur á dagskrá Stöðvar 2 Sport en síðari undanúrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram í kvöld. Þá sýnum við einnig þrjá leiki til viðbótar í beinni útsendingu.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.05 mætast Fjölnir og Haukar í Dominos-deild kvenna í körfubolta. Um er að ræða liðin í 3. og 4. sæti deildarinnar.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 18.15 hefst upphitun fyrir leik París Saint-Germain og Manchester City í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn sjálfur hefst svo klukkan 19.00. Að leik loknum verður hann gerður upp í Meistaradeildarmörkunum en þau hefjast klukkan 21.00.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 16.20 er leikur Casademont Zaragoza og MoraBanc Andorra í spænsku körfuboltanum á dagskrá. Haukur Helgi Pálsson er því miður fjarri góðu gamni í liði Andorra en ef svo væri ekki myndum við fá Íslendingaslag þar sem Tryggvi Snær Hlinason leikur með Zaragoza.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 16.55 er komið að leik Athletic Bilbao og Real Valladolid í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×