Sjóð­heitur I­heanacho skaut Leicester nær Meistara­deildar­sæti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kelechi Iheanacho skorar sigurmarkið.
Kelechi Iheanacho skorar sigurmarkið. Andrew Boyers/Getty

Kelechi Iheanacho dró Leicester að landi á heimavelli gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Leicester hafði betur, 2-1.

Það voru getsirnir frá Lundúnum sem komust yfir í leiknum en fyrsta markið gerði Wilfried Zaha á tólftu mínútu eftir undirbúning Eberechi Eze.

Palace var yfir í hálfleik en Timothy Castagne jafnaði metin á fimmtu mínútu síðari hálfleiks eftir undirbúning Kelechi Iheanacho.

Það var svo Kelechi Iheanacho sjálfur sem skoraði sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok en hann hefur verið sjóðandi heitur að undanförnu.

Sigurinn var ansi mikilvægur fyrir Leicester í Meistaradeildarbaráttunni. Þeir eru í þriðja sætinu með 62 stig, sjö stigum á undan West Ham sem er í fimmta sætinu.

Palace er í þrettánda sætinu með 38 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira