Um sautján börn á flótta hverfa daglega í Evrópu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. apríl 2021 09:00 Um er að ræða börn sem eru ein á ferð. epa/Valdrin Xhemaj Að minnsta kosti 180 þúsund börn á flótta hafa horfið eftir að hafa komið til Evrópulanda á borð við Grikkland, Ítalíu og Þýskaland. Alls var 18.292 flóttabarna, sem voru ekki í fylgd með fullorðnum, saknað árin 2018 til 2020. Þetta jafngildir sautján börnum á dag. Rannsókn Guardian og blaðamannasamstarfsins Lost in Europe leiddi í ljós að árið 2020 hurfu 5.768 börn í þrettán Evrópuríkjum. Flest þeirra barna sem hafa horfið síðustu þrjú ár komu til Evrópu frá Marokkó, Algeríu, Eritríu, Gíneu og Afganistan. Um 90 prósent þeirra voru drengir og einn af sex yngri en 15 ára. Samkvæmt Guardian er fjöldi horfinna flóttabarna líklega hærri þar sem skráningu er afar ábótavant. Þannig fengust engar upplýsingar um horfin flóttabörn á eigin vegum frá Danmörku, Frakklandi og Bretlandi. Federica Toscano, yfirmaður hjá Missing Children Europe, segir gögnin benda til umfangs þess vanda sem blasir við í Evrópu og fjöldinn endurspegli barnaverndarkerfi sem séu ekki að virka. Rannsóknin leiddi í ljós að í mars 2019 hurfu að minnsta kosti 60 víetnömsk börn úr skýlum í Hollandi en þarlend yfirvöld grunar að þau hafi verið seld mansali til Bretlands og látin vinna á naglasnyrtistofum og við kannabisframleiðslu. Næstum öll ríkin reyndust hafa verklag fyrir það þegar börn á flótta hyrfu en verulega vantaði upp á að það virkaði. Vandamálin fólust meðal annars í því að tilkynningum var ekki fylgt eftir og takmörkuð samvinna á milli lögreglu og innflytjendayfirvalda og barnaverndarnefnda. „Afar lítið er skráð í skýrslu um flóttabarn sem er saknað,“ segir Toscano. „Og of oft er gert ráð fyrir að barnið sé öruggt í öðru ríki, þrátt fyrir að samvinna þvert á landamærin sé nánast engin í þessum málum.“ Umfjöllun Guardian. Flóttamenn Evrópusambandið Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Þetta jafngildir sautján börnum á dag. Rannsókn Guardian og blaðamannasamstarfsins Lost in Europe leiddi í ljós að árið 2020 hurfu 5.768 börn í þrettán Evrópuríkjum. Flest þeirra barna sem hafa horfið síðustu þrjú ár komu til Evrópu frá Marokkó, Algeríu, Eritríu, Gíneu og Afganistan. Um 90 prósent þeirra voru drengir og einn af sex yngri en 15 ára. Samkvæmt Guardian er fjöldi horfinna flóttabarna líklega hærri þar sem skráningu er afar ábótavant. Þannig fengust engar upplýsingar um horfin flóttabörn á eigin vegum frá Danmörku, Frakklandi og Bretlandi. Federica Toscano, yfirmaður hjá Missing Children Europe, segir gögnin benda til umfangs þess vanda sem blasir við í Evrópu og fjöldinn endurspegli barnaverndarkerfi sem séu ekki að virka. Rannsóknin leiddi í ljós að í mars 2019 hurfu að minnsta kosti 60 víetnömsk börn úr skýlum í Hollandi en þarlend yfirvöld grunar að þau hafi verið seld mansali til Bretlands og látin vinna á naglasnyrtistofum og við kannabisframleiðslu. Næstum öll ríkin reyndust hafa verklag fyrir það þegar börn á flótta hyrfu en verulega vantaði upp á að það virkaði. Vandamálin fólust meðal annars í því að tilkynningum var ekki fylgt eftir og takmörkuð samvinna á milli lögreglu og innflytjendayfirvalda og barnaverndarnefnda. „Afar lítið er skráð í skýrslu um flóttabarn sem er saknað,“ segir Toscano. „Og of oft er gert ráð fyrir að barnið sé öruggt í öðru ríki, þrátt fyrir að samvinna þvert á landamærin sé nánast engin í þessum málum.“ Umfjöllun Guardian.
Flóttamenn Evrópusambandið Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira