Um sautján börn á flótta hverfa daglega í Evrópu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. apríl 2021 09:00 Um er að ræða börn sem eru ein á ferð. epa/Valdrin Xhemaj Að minnsta kosti 180 þúsund börn á flótta hafa horfið eftir að hafa komið til Evrópulanda á borð við Grikkland, Ítalíu og Þýskaland. Alls var 18.292 flóttabarna, sem voru ekki í fylgd með fullorðnum, saknað árin 2018 til 2020. Þetta jafngildir sautján börnum á dag. Rannsókn Guardian og blaðamannasamstarfsins Lost in Europe leiddi í ljós að árið 2020 hurfu 5.768 börn í þrettán Evrópuríkjum. Flest þeirra barna sem hafa horfið síðustu þrjú ár komu til Evrópu frá Marokkó, Algeríu, Eritríu, Gíneu og Afganistan. Um 90 prósent þeirra voru drengir og einn af sex yngri en 15 ára. Samkvæmt Guardian er fjöldi horfinna flóttabarna líklega hærri þar sem skráningu er afar ábótavant. Þannig fengust engar upplýsingar um horfin flóttabörn á eigin vegum frá Danmörku, Frakklandi og Bretlandi. Federica Toscano, yfirmaður hjá Missing Children Europe, segir gögnin benda til umfangs þess vanda sem blasir við í Evrópu og fjöldinn endurspegli barnaverndarkerfi sem séu ekki að virka. Rannsóknin leiddi í ljós að í mars 2019 hurfu að minnsta kosti 60 víetnömsk börn úr skýlum í Hollandi en þarlend yfirvöld grunar að þau hafi verið seld mansali til Bretlands og látin vinna á naglasnyrtistofum og við kannabisframleiðslu. Næstum öll ríkin reyndust hafa verklag fyrir það þegar börn á flótta hyrfu en verulega vantaði upp á að það virkaði. Vandamálin fólust meðal annars í því að tilkynningum var ekki fylgt eftir og takmörkuð samvinna á milli lögreglu og innflytjendayfirvalda og barnaverndarnefnda. „Afar lítið er skráð í skýrslu um flóttabarn sem er saknað,“ segir Toscano. „Og of oft er gert ráð fyrir að barnið sé öruggt í öðru ríki, þrátt fyrir að samvinna þvert á landamærin sé nánast engin í þessum málum.“ Umfjöllun Guardian. Flóttamenn Evrópusambandið Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sjá meira
Þetta jafngildir sautján börnum á dag. Rannsókn Guardian og blaðamannasamstarfsins Lost in Europe leiddi í ljós að árið 2020 hurfu 5.768 börn í þrettán Evrópuríkjum. Flest þeirra barna sem hafa horfið síðustu þrjú ár komu til Evrópu frá Marokkó, Algeríu, Eritríu, Gíneu og Afganistan. Um 90 prósent þeirra voru drengir og einn af sex yngri en 15 ára. Samkvæmt Guardian er fjöldi horfinna flóttabarna líklega hærri þar sem skráningu er afar ábótavant. Þannig fengust engar upplýsingar um horfin flóttabörn á eigin vegum frá Danmörku, Frakklandi og Bretlandi. Federica Toscano, yfirmaður hjá Missing Children Europe, segir gögnin benda til umfangs þess vanda sem blasir við í Evrópu og fjöldinn endurspegli barnaverndarkerfi sem séu ekki að virka. Rannsóknin leiddi í ljós að í mars 2019 hurfu að minnsta kosti 60 víetnömsk börn úr skýlum í Hollandi en þarlend yfirvöld grunar að þau hafi verið seld mansali til Bretlands og látin vinna á naglasnyrtistofum og við kannabisframleiðslu. Næstum öll ríkin reyndust hafa verklag fyrir það þegar börn á flótta hyrfu en verulega vantaði upp á að það virkaði. Vandamálin fólust meðal annars í því að tilkynningum var ekki fylgt eftir og takmörkuð samvinna á milli lögreglu og innflytjendayfirvalda og barnaverndarnefnda. „Afar lítið er skráð í skýrslu um flóttabarn sem er saknað,“ segir Toscano. „Og of oft er gert ráð fyrir að barnið sé öruggt í öðru ríki, þrátt fyrir að samvinna þvert á landamærin sé nánast engin í þessum málum.“ Umfjöllun Guardian.
Flóttamenn Evrópusambandið Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent