Innlent

Með am­feta­mín­basa og stera í lítra­tali í bíl­skúrnum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Maðurinn var dæmur í Héraðsdómi Reykjaness.
Maðurinn var dæmur í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/vilhelm

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi fyrr í mánuðinum karlmann, Eimantas Strole, í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot.

Eimantas var ákærður fyrir að hafa í vörslum sínum 7,5 lítra af amfetamínbasa, sem lögregla fann við leit í bílskúr. Þá var honum gefið að sök að hafa flutt inn í sölu- og dreifingarskyni alls rúma sex lítra af fimm mismunandi tegundum stera (mesterolon, nandrolon, testosteron, trenbolon og sustanon), sem fundust við leit á heimili hans og í bílskúr.

Eimantas játaði sök samkvæmt ákæru fyrir dómi. Honum hefur ekki verið áður gerð refsing hér á landi og á ekki að baki sakaferil. Þá lýsti hann fyrir dómi iðrun og vilja sínum til að fremja ekki slíkt brot framar, auk þess sem hann kvaðst hafa reynt að snúa við blaðinu.

Dómurinn leit þó einnig til þess hversu mikið af hættulegum efnum hann hafði í vörslum sínum og taldi hæfilega refsingu þriggja og hálfs árs fangelsi. Þá var Eimantas gert að greiða um fjórar milljónir króna í málskostnað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×