Erlent

Segja hryðju­verka­á­rás hafa verið gerða á kjarn­orku­ver í Íran

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Loftmynd af kjarnorkuverinu Natanz sem írönsk yfirvöld segja að hafi orðið fyrir hryðjuverkaárás í dag.
Loftmynd af kjarnorkuverinu Natanz sem írönsk yfirvöld segja að hafi orðið fyrir hryðjuverkaárás í dag. Getty/DigitalGlobe

Kjarnorkustofnun Íran segir að Natanz kjarnorkuverið hafi orðið fyrir hryðjuverkaárás í dag, aðeins tæpum sólarhring eftir að nýjar skilvindur, sem notaðar eru til þess að auðga úran, voru teknir í notkun í verinu.

Bilun varð á rafmagni kjarnorkuversins og var bilunin fyrst talin slys. Nú hefur Kjarnorkustofnun Írans hins vegar gefið það út að líklega hafi ekki verið um slys að ræða heldur tölvuárás.

Ali Akbar Salehi, yfirmaður Kjarnorkustofnunarinnar, sagði í dag að um kjarnorkuhryðjuverk hafi verið að ræða. Þá hafa fréttamiðlar í Ísrael ýjað að því að árásin hafi verið gerð af ísraelskum tölvuþrjótum.

Þetta er ekki fyrsta skiptið sem kjarnorkuverið verður fyrir slíkri árás, en eldur kom upp í kjarnorkuverinu í fyrra og hafa yfirvöld haldið því fram að tölvuárásum sé um eldinn að kenna.

Skilvindurnar sem teknar voru í notkun í gær eru, eins og áður segir, notaðar til þess að auðga úran. Auðgaða úranið er svo hægt að nota sem eldsneyti eða til þess að búa til kjarnorkuvopn. Þetta brýtur gegn kjarnorkusamningnum sem Íran gerði við vestrænar þjóðir árið 2015 og Bandaríkin sögðu sig úr einhliða árið 2018.

Nú vinna Bandaríkin og Íran að því að blása lífi í samninginn og standa viðræður milli landanna yfir í Vín, með milligöngu Evrópusambandsins.


Tengdar fréttir

Banda­ríkja­menn og Íranir hefja við­ræður um kjarn­orku­samning

Óformlegar viðræður milli Bandaríkjanna og Íran til þess að endurvekja kjarnorkusamning ríkjanna frá 2015 munu hefjast á þriðjudag í Vín. Yfirvöld í Teheran hafa neitað að setjast formlega við samningsborðið en Bandaríkin segja fundinn marka jákvætt skref.

Ætla ekki að tala við Bandaríkin án ívilnana

Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast ekki ætla að ræða við Bandaríkjamenn um mögulega afvopnun, fyrr en Bandaríkin hafa látið af „fjandsamlegri“ stefnu sinni gagnvart einræðisríkinu. Meðlimir ríkisstjórnar Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hafa reynt að ná sambandi við kollega sína í Norður-Kóreu frá því í febrúar en án árangurs.

Sakar Íran um árás á flutningaskip

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gengið hart fram gegn ráðamönnum í Íran á undanförnum dögum. Hann hefur sakaði Íran um árás á ísraelskt flutningaskip í Ómansflóa í síðustu viku.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×