Erlent

Hefur hafnað sam­starfs­samningum að and­virði 17 milljónum dala

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Amanda Gorman er 23 ára og fyrsta ljóðskáldið til að prýða forsíðu Vogue.
Amanda Gorman er 23 ára og fyrsta ljóðskáldið til að prýða forsíðu Vogue. epa/Patrick Semansky

Ljóðskáldið Amanda Gorman segist hafa hafnað samstarfssamningnum fyrir um 17 milljónir Bandaríkjadala, þar sem umrædd fyrirtæki hafi ekki „talað til hennar“.

Gorman öðlaðist heimsfrægð þegar hún flutti ljóð sitt The Hill We Climb við innsetningarathöfn Joe Biden Bandaríkjaforseta. Hún er fyrsta ljóðskáldið til að prýða forsíðu tískutímaritsins Vogue.

„Ég fór raunar ekki yfir smáatriðin því ef þú sérð eitthvað og það er um að ræða hundrað milljónir dala þá ferðu að hugsa af hverju það meikar sens,“ sagði Gorman um eitt samstarfstilboðið.

Hún sagðist gera þá kröfu til sjálfrar sín að taka aðeins þátt í verkefnum sem töluðu til hennar.

Gorman, sem er 23 ára gömul, skrifaði undir samning við IMG Models skömmu eftir innsetningarathöfnina en sagðist í samtali við Vogue hafa blendar tilfinningar gagnvart því að vera orðin „áhrifavaldur“.

Rauða Prada-hárbandið sem hún bar við athöfnina seldist upp í kjölfarið og þá fjölgaði leitum að „gular kápur“ um 1.328 prósent samkvæmt tískuleitarvélinni Lyst.

Gorman sagði við Vogue að þegar hún kæmi fram sem „fyrirsæta“ þá væri það ekki líkami hennar sem væri fókusinn, heldur rödd hennar. Þá sagðist hún gjalda varhug við því að vera haldið á lofti sem fyrirmynd.

„Ég vil ekki vera eitthvað sem verður að búri,“ sagði hún. „Þar sem þú verður að vera „Amanda Gorman“ og fara í Harvard til að njóta velgengni sem svört stúlka. Ég vil að einhver komi og brjóti upp það fordæmi sem ég hef sett.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.