Nýsköpun og samfélagslegur ávinningur - málefni aldraðra Halldór S. Guðmundsson skrifar 6. apríl 2021 13:30 Nýsköpunarverkefni um sveigjanlega dagþjálfun fyrir aldraða á Akureyri hefur skilað umtalsverðum ávinningi og er gott dæmi um samfélagslega ábyrga fjárfestingu (e. social investment) í félags- og heilbrigðisþjónustu. Verkefnið felst í að breyta áherslum í þjónustu og nýta fjármuni, húsnæði og starfsfólk á annan og samfélagslega ábyrgari hátt en áður. Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA) fengu fyrir tveimur árum heimild heilbrigðisráðuneytisins til að hefja þróun á nýju og sveigjanlegu úrræði á sviði dagþjálfunar fyrir aldraða með því að nýta til þess fjármuni sem voru ætlaðir í rekstur tíu hjúkrunarrýma. Áherslur nýja úrræðisins eru að þróa einstaklingsbundna og sérhæfða þjónustu í dagþjálfun með víðtækari og sveigjanlegri þjónustu og opnunartíma. Með þessu er leitast við að efla stuðning við þá sem búa heima og þurfa stuðning til að gera það áfram. Samhliða er áherslan á stuðning við ættingja, samstarf þjónustukerfa og að bæta nýtingu fjármuna. Nýverið kom út samantekt um framvindu- og áfangamat á verkefninu eftir tveggja ára starfstíma. Þó svo þessi tími sé ekki langur né sérstaklega dæmigerður vegna óvissu og byrjunarerfiðleika og síðan vegna áhrifa heimsfaraldursins, þá sýna niðurstöður augljósan samfélagslegan ávinning. Í fyrsta lagi hafa margfalt fleiri einstaklingar nýtt sér þjónustuna en áður var mögulegt og einnig hafa þeir nýtt hana í lengri og samfelldari tíma og í samræmi við þarfir hvers og eins. Áður voru fjármunir nýttir til „staðlaðs“ úrræðis með sólarhringsdvöl í 2-8 vikur í senn, en er nú úrræði sem er einstaklingsmiðað og aðgengilegt alla daga ársins. Í öðru lagi eru um 60% þeirra sem nota nýja úrræðið verið einstaklingar sem eru með staðfest mat um þörf fyrir dvöl á hjúkrunarheimili, en vildu og hafa getað búið heima með þeirri þjónustu sem sveigjanlega dagþjálfunin veitir. Reynslan sýnir að úrræðið dregur úr eftirspurn eftir hjúkrunarplássum og dvalartíma þar. Í þriðja lagi sýnir áfangamatið áhugaverðar niðurstöður um fjölbreytileika og áhrif úrræðisins, helstu viðfangsefni og viðhorf og væntingar notenda og ættingja þeirra, svo nokkuð sé nefnt. Lauslegur útreikningur bendir til að samfélagslegur ávinningur af nýja úrræðinu sé að lágmarki um 400 milljónir króna eftir tveggja ára starfstíma. Í þeim útreikningi er tekið mið af rekstrarkostnaði og mjög varlega leitast við að meta og reikna áhrif á velferð og lífsgæði einstaklinga og fjölskyldna, áhrif á aðra þjónustu og önnur samfélagsleg áhrif. Þar til viðbótar kemur svo aukin hagkvæmni og sjálfbærni samfélagsins á svið félags- og heilbrigðisþjónustu. Verði framhald verkefnisins í samræmi við það sem verið hefur, má gera ráð fyrir að samfélagslegur ávinningur þess verði margfalt meiri en sem nemur rekstrarkostnaðinum. Ávinningur þessi telst vera það sem kallast „ábyrg fjárfesting“ eða „samfélagsleg fjárfesting“. Í því felst gegnsæi og siðferðileg háttsemi sem stuðlar að sjálfbærri þróun til dæmis varðandi heilsufar og velferð samfélagsins, mætir væntingum notenda og stuðlar að bættri afkomu og nýtingu fjármuna. Þann ávinning þarf að meta og hafa til hliðsjónar samhliða breytingum á aldurssamsetningu í samfélaginu. Öldrunarþjónusta framtíðarinnar mun enn frekar en nú er byggjast á virkni og þátttöku hins aldraða, fjölbreytileika í þjónustuúrræðum, velferðartækni og nýsköpun. Verkefnið hjá ÖA um sveigjanlega dagþjálfun sýnir verulegan samfélagslegan ávinning og mikilvægi þess að lögð verði aukin áhersla í nýsköpun og endurmat á fyrirkomulagi og nýtingu fjármuna í þjónustu við aldraða. Höfundur er framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Nýsköpunarverkefni um sveigjanlega dagþjálfun fyrir aldraða á Akureyri hefur skilað umtalsverðum ávinningi og er gott dæmi um samfélagslega ábyrga fjárfestingu (e. social investment) í félags- og heilbrigðisþjónustu. Verkefnið felst í að breyta áherslum í þjónustu og nýta fjármuni, húsnæði og starfsfólk á annan og samfélagslega ábyrgari hátt en áður. Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA) fengu fyrir tveimur árum heimild heilbrigðisráðuneytisins til að hefja þróun á nýju og sveigjanlegu úrræði á sviði dagþjálfunar fyrir aldraða með því að nýta til þess fjármuni sem voru ætlaðir í rekstur tíu hjúkrunarrýma. Áherslur nýja úrræðisins eru að þróa einstaklingsbundna og sérhæfða þjónustu í dagþjálfun með víðtækari og sveigjanlegri þjónustu og opnunartíma. Með þessu er leitast við að efla stuðning við þá sem búa heima og þurfa stuðning til að gera það áfram. Samhliða er áherslan á stuðning við ættingja, samstarf þjónustukerfa og að bæta nýtingu fjármuna. Nýverið kom út samantekt um framvindu- og áfangamat á verkefninu eftir tveggja ára starfstíma. Þó svo þessi tími sé ekki langur né sérstaklega dæmigerður vegna óvissu og byrjunarerfiðleika og síðan vegna áhrifa heimsfaraldursins, þá sýna niðurstöður augljósan samfélagslegan ávinning. Í fyrsta lagi hafa margfalt fleiri einstaklingar nýtt sér þjónustuna en áður var mögulegt og einnig hafa þeir nýtt hana í lengri og samfelldari tíma og í samræmi við þarfir hvers og eins. Áður voru fjármunir nýttir til „staðlaðs“ úrræðis með sólarhringsdvöl í 2-8 vikur í senn, en er nú úrræði sem er einstaklingsmiðað og aðgengilegt alla daga ársins. Í öðru lagi eru um 60% þeirra sem nota nýja úrræðið verið einstaklingar sem eru með staðfest mat um þörf fyrir dvöl á hjúkrunarheimili, en vildu og hafa getað búið heima með þeirri þjónustu sem sveigjanlega dagþjálfunin veitir. Reynslan sýnir að úrræðið dregur úr eftirspurn eftir hjúkrunarplássum og dvalartíma þar. Í þriðja lagi sýnir áfangamatið áhugaverðar niðurstöður um fjölbreytileika og áhrif úrræðisins, helstu viðfangsefni og viðhorf og væntingar notenda og ættingja þeirra, svo nokkuð sé nefnt. Lauslegur útreikningur bendir til að samfélagslegur ávinningur af nýja úrræðinu sé að lágmarki um 400 milljónir króna eftir tveggja ára starfstíma. Í þeim útreikningi er tekið mið af rekstrarkostnaði og mjög varlega leitast við að meta og reikna áhrif á velferð og lífsgæði einstaklinga og fjölskyldna, áhrif á aðra þjónustu og önnur samfélagsleg áhrif. Þar til viðbótar kemur svo aukin hagkvæmni og sjálfbærni samfélagsins á svið félags- og heilbrigðisþjónustu. Verði framhald verkefnisins í samræmi við það sem verið hefur, má gera ráð fyrir að samfélagslegur ávinningur þess verði margfalt meiri en sem nemur rekstrarkostnaðinum. Ávinningur þessi telst vera það sem kallast „ábyrg fjárfesting“ eða „samfélagsleg fjárfesting“. Í því felst gegnsæi og siðferðileg háttsemi sem stuðlar að sjálfbærri þróun til dæmis varðandi heilsufar og velferð samfélagsins, mætir væntingum notenda og stuðlar að bættri afkomu og nýtingu fjármuna. Þann ávinning þarf að meta og hafa til hliðsjónar samhliða breytingum á aldurssamsetningu í samfélaginu. Öldrunarþjónusta framtíðarinnar mun enn frekar en nú er byggjast á virkni og þátttöku hins aldraða, fjölbreytileika í þjónustuúrræðum, velferðartækni og nýsköpun. Verkefnið hjá ÖA um sveigjanlega dagþjálfun sýnir verulegan samfélagslegan ávinning og mikilvægi þess að lögð verði aukin áhersla í nýsköpun og endurmat á fyrirkomulagi og nýtingu fjármuna í þjónustu við aldraða. Höfundur er framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun