„Beautiful“ þegar stjörnur liðsins eru duglegustu mennirnir Anton Ingi Leifsson skrifar 3. apríl 2021 08:00 Ivan í leik gegn ÍR fyrr í vetur. Leik sem Þórsarar töpuðu naumlega en þeir hafa komið öllum í opna skjöldu með frábæru gengi sínu. vísir/vilhelm Í nýjasta Domino´s Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex efstu sætum deildarinnar nú þegar Domino´s deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í fimmta og sjötta sæti. Liðin í sjötta sæti Domino´s deildarinnar, Þór, er lið sem flestir héldu að yrði að berjast mun neðar í töflunni en eru þess í stað í baráttu um heimavallarrétt í úrslitakeppni. Einn þeirra sem hefur farið á kostum er Ivan Aurrecoechea Alcolado. „Ivan er búinn að vera sturlað góður. Það sem hann er að gefa til liðsins, burt séð frá tölunum, hvað varðar vinnusemi og dugnað. Þetta er þvílíkur gullmoli. Hann er einn af allra bestu leikmönnum deildarinnar,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Hann er svo ofboðslega duglegur og svoleiðis leikmenn eru gulls ígildi í okkar deild. Þegar að það blandast við einhverjir smá hæfileikar líka þá ertu kominn með frábæran leikmann. Hann er mikið í leiknum, hleypur fram og til baka og ég veit ekki hversu oft í vetur að hann sé kominn með tvöfalda tvennu í hálfleik,“ bætti Teitur Örlygsson við. Bjarki Ármann Oddsson tók við Þórsliðinu í byrjun tímabilsins og Teitur segir að orka Bjarka skili sér út í liðið. „Þetta skiptir Bjarka miklu máli og þetta smitast út í leikmenn. Hann er með þessa karakter í Ivan og Basil. Ég hef oft sagt það að þegar bestu leikmennirnir berjast mest þá er það draumur fyrir þjálfara. Því aðrir leikmenn líta út eins og bjánar á vellinum ef þú fylgir ekki með og þá finnurðu það strax.“ „Það er „beautiful“ þegar stjörnur liðsins eru duglegustu leikmennirnir,“ sagði Benedikt. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Þór Ak. og Grindavík Grindavík er í fimmta sæti deildarinnar og þetta sagði Teitur um Grindavík: „Þeir fóru algjörlega „under the radar“ með hálf lamað í byrjun og ég held að þeir hafa verið heppnir hvernig leikirnir röðuðust. Þeir unnu fullt af sigrum og unnu fjóra fyrstu leikina.“ „Þeir eru dálítið búnir að lifa á því en svo erum við búnir að sjá tvær hliðar á Grindavík. Sú versta var í fyrsta leikhluta í síðasta leik en svo hafa þeir líka leikið virkilega vel. Mér finnst þetta frábært að vera í fimmta sæti í þessari deild.“ Benedikt veit ekki hvort að þeir séu hins vegar fimmta besta lið deildarinnar, þrátt fyrir töfluna, sem er sögð aldrei ljúga. „Þetta er frábær árangur hjá þeim en eru þeir fimmta besta liðið? Ég veit það ekki. Ég held ekki.“ Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld UMF Grindavík Þór Akureyri Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Fleiri fréttir Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Sjá meira
Liðin í sjötta sæti Domino´s deildarinnar, Þór, er lið sem flestir héldu að yrði að berjast mun neðar í töflunni en eru þess í stað í baráttu um heimavallarrétt í úrslitakeppni. Einn þeirra sem hefur farið á kostum er Ivan Aurrecoechea Alcolado. „Ivan er búinn að vera sturlað góður. Það sem hann er að gefa til liðsins, burt séð frá tölunum, hvað varðar vinnusemi og dugnað. Þetta er þvílíkur gullmoli. Hann er einn af allra bestu leikmönnum deildarinnar,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Hann er svo ofboðslega duglegur og svoleiðis leikmenn eru gulls ígildi í okkar deild. Þegar að það blandast við einhverjir smá hæfileikar líka þá ertu kominn með frábæran leikmann. Hann er mikið í leiknum, hleypur fram og til baka og ég veit ekki hversu oft í vetur að hann sé kominn með tvöfalda tvennu í hálfleik,“ bætti Teitur Örlygsson við. Bjarki Ármann Oddsson tók við Þórsliðinu í byrjun tímabilsins og Teitur segir að orka Bjarka skili sér út í liðið. „Þetta skiptir Bjarka miklu máli og þetta smitast út í leikmenn. Hann er með þessa karakter í Ivan og Basil. Ég hef oft sagt það að þegar bestu leikmennirnir berjast mest þá er það draumur fyrir þjálfara. Því aðrir leikmenn líta út eins og bjánar á vellinum ef þú fylgir ekki með og þá finnurðu það strax.“ „Það er „beautiful“ þegar stjörnur liðsins eru duglegustu leikmennirnir,“ sagði Benedikt. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Þór Ak. og Grindavík Grindavík er í fimmta sæti deildarinnar og þetta sagði Teitur um Grindavík: „Þeir fóru algjörlega „under the radar“ með hálf lamað í byrjun og ég held að þeir hafa verið heppnir hvernig leikirnir röðuðust. Þeir unnu fullt af sigrum og unnu fjóra fyrstu leikina.“ „Þeir eru dálítið búnir að lifa á því en svo erum við búnir að sjá tvær hliðar á Grindavík. Sú versta var í fyrsta leikhluta í síðasta leik en svo hafa þeir líka leikið virkilega vel. Mér finnst þetta frábært að vera í fimmta sæti í þessari deild.“ Benedikt veit ekki hvort að þeir séu hins vegar fimmta besta lið deildarinnar, þrátt fyrir töfluna, sem er sögð aldrei ljúga. „Þetta er frábær árangur hjá þeim en eru þeir fimmta besta liðið? Ég veit það ekki. Ég held ekki.“ Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld UMF Grindavík Þór Akureyri Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Fleiri fréttir Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Sjá meira