Anníe Mist: Skrefi nær því að vera tilbúin fyrir átta manna úrslitin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2021 08:01 Anníe Mist Þórisdóttir er bara rétt að byrja endurkomu sína en fyrst var að komast klakklaust í gegnum opna hlutann. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir fékk svo sem enga draumaæfingu þegar í ljós kom hvað biði hennar í 21.3 og 21.4 en lokahlutinn á The Open reyndi mikið á íslensku CrossFit goðsögnina. Anníe Mist Þórisdóttir er nú að keppa í fyrsta sinn sem móðir. Freyja Mist fylgdist líka með mömmu sinni klára 21.3 og 21.4 í lokaviku opna hluta heimsleikanna í CrossFit. Anníe Mist fór yfir æfingu sína í stuttum pistil á Instagram og sýndi myndband af sér gera æfinguna. „Allar þessar æfingar voru stórsigur fyrir mig í dag,“ byrjaði Anníe Mist pistil sinn. Hún eignaðist dóttur í ágúst eins og flestir vita og var þarna að keppa í fyrsta sinn síðan þá. Það er ljóst að ákveðnar æfingar eru engar óskaæfingar fyrir nýja móður og það fór auðvitað svo að í lokahluta Open voru æfingar sem Anníe Mist vildu helst ekki sjá. „Ég byrjaði bara að gera upphífingar (CTB) og tær upp í slá (TTB) æfingarnar í litlum mæli fyrir þremur vikum og í dag gerði ég í fyrsta sinn upplyftingar á slá (Bar Muscle ups) síðan 15. desember 2019,“ skrifaði Anníe Mist. „Já, ég klikkaði á fyrstu tilraun og þetta var erfiðara en ég man eftir en svo kom vöðvaminnið sterkt inn hjá mér,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég kláraði æfinguna og það kemur mér skrefi nær því að vera tilbúin fyrir átta manna úrslitin,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. Átta manna úrslitin er næsti hluti undankeppni heimsleikanna og það eru náttúrulega ekki hrein átta manna úrslitin enda mun fleiri að keppa þar en átta einstaklingar. Þetta er keppni í gegnum netið eins og The Open og mun þrengja hóp þeirra bestu enn frekar. Þar fær CrossFit fólkið tækifæri til að tryggja sig inn í mótin sem síðan gefa farseðla á heimsleikanna sjálfa. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir er nú að keppa í fyrsta sinn sem móðir. Freyja Mist fylgdist líka með mömmu sinni klára 21.3 og 21.4 í lokaviku opna hluta heimsleikanna í CrossFit. Anníe Mist fór yfir æfingu sína í stuttum pistil á Instagram og sýndi myndband af sér gera æfinguna. „Allar þessar æfingar voru stórsigur fyrir mig í dag,“ byrjaði Anníe Mist pistil sinn. Hún eignaðist dóttur í ágúst eins og flestir vita og var þarna að keppa í fyrsta sinn síðan þá. Það er ljóst að ákveðnar æfingar eru engar óskaæfingar fyrir nýja móður og það fór auðvitað svo að í lokahluta Open voru æfingar sem Anníe Mist vildu helst ekki sjá. „Ég byrjaði bara að gera upphífingar (CTB) og tær upp í slá (TTB) æfingarnar í litlum mæli fyrir þremur vikum og í dag gerði ég í fyrsta sinn upplyftingar á slá (Bar Muscle ups) síðan 15. desember 2019,“ skrifaði Anníe Mist. „Já, ég klikkaði á fyrstu tilraun og þetta var erfiðara en ég man eftir en svo kom vöðvaminnið sterkt inn hjá mér,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég kláraði æfinguna og það kemur mér skrefi nær því að vera tilbúin fyrir átta manna úrslitin,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. Átta manna úrslitin er næsti hluti undankeppni heimsleikanna og það eru náttúrulega ekki hrein átta manna úrslitin enda mun fleiri að keppa þar en átta einstaklingar. Þetta er keppni í gegnum netið eins og The Open og mun þrengja hóp þeirra bestu enn frekar. Þar fær CrossFit fólkið tækifæri til að tryggja sig inn í mótin sem síðan gefa farseðla á heimsleikanna sjálfa. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjá meira