Umboðsmaður Söru um fréttirnar: Þetta er áfall Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2021 10:31 Snorri Barón Jónsson og Sara Sigmundsdóttir þekkjast vel og hann hefur mikla trú á því að hún komi sterkari til baka eftir að hafa slitið krossband rétt áður en 2021 CrossFit tímabilið hófst. Samsett/Instagram/@snorribaron Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður CrossFit konunnar Söru Sigmundsdóttur, tjáði sig um hræðilegar fréttir gærdagsins þar sem Sara sagði frá því að hún hefði slitið krossband í hné. Sara Sigmundsdóttir var búin að fá sér nýjan þjálfara og metnaðurinn var sem fyrr settur á það að verða heimsmeistari í CrossFit í haust. Sara meiddist hins vegar rétt áður en tímabilið byrjaði og missir alveg af heimsleikunum 2021. „Þetta hefur verið streituvaldandi vika og ég held að ég geti fullyrt það að enginn okkar í hennar teymi sá þetta fyrir. Þetta er því áfall og það mun taka sinn tíma að sætta sig við þetta,“ skrifaði Snorri Barón á Instagram síðu sína. „Hlutirnir hafa verið að ganga svo vel hjá Söru að undanförnu. Hún hefur safnað saman svo öflugu liði í kringum sig af hæfileikaríku fagfólki og hafði auk þess verið svo einbeitt á allt í undirbúningnum fyrir tímabilið,“ skrifaði Snorri Barón. Sara komst á verðlaunapall á heimsleikunum tvö ár í röð, 2015 og 2016, en lítið sem ekkert hefur gengið upp hjá henni á síðustu þremur heimsleikum. Sara endaði í fjórða sæti á heimsleikunum 2017 en hefur síðan verið langt frá þeim bestu undanfarin þrjú ár þar sem meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá henni. „Sara hefur þurft að glíma við sinn skerf af vandamálum undanfarin tímabil en ég var sannfærður um að allt slíkt væri nú í baksýnisspeglinum. 2021 tímabilið var tímabilið þar sem allt átti að smella og það er svo fjarstæðukennt að því hafi lokið áður en það byrjaði,“ skrifaði Snorri Barón. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) „Sara er meira en bara skjólstæðingur því hún er ein af mínum bestu vinum. Ég þekki hana vel og ég lofað því að af að einhver getur komið til baka sterkari eftir svona þá er það Sara. Hún mun væntanlega bjóða upp á úrvals kennslustund í því að snúa slæmri stöðu í góða. Hún mun einhvern vegin gera þetta að því besta sem sem hún hefur lent í,“ skrifaði Snorri. „Hún er ein harðasta persóna sem ég þekki og það er að segja mikið því ég þekki marga harða,“ skrifaði Snorri. „Við vitum ekki enn hvernig tímalínan hennar mun líta út. Það mun skýrast mikið á næstu vikum og Sara mun segja frá því sjálf þegar hlutirnir komast á hreint,“ skrifaði Snorri. „Allt sem ég veit að það bíða bjartari dagar og hún verður aftur farin að keppa áður en við vitum af því þar sem hún verður sterkari, hraustari, fljótari og hungraðri en aldrei fyrr,“ skrifaði Snorri Barón. CrossFit Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir var búin að fá sér nýjan þjálfara og metnaðurinn var sem fyrr settur á það að verða heimsmeistari í CrossFit í haust. Sara meiddist hins vegar rétt áður en tímabilið byrjaði og missir alveg af heimsleikunum 2021. „Þetta hefur verið streituvaldandi vika og ég held að ég geti fullyrt það að enginn okkar í hennar teymi sá þetta fyrir. Þetta er því áfall og það mun taka sinn tíma að sætta sig við þetta,“ skrifaði Snorri Barón á Instagram síðu sína. „Hlutirnir hafa verið að ganga svo vel hjá Söru að undanförnu. Hún hefur safnað saman svo öflugu liði í kringum sig af hæfileikaríku fagfólki og hafði auk þess verið svo einbeitt á allt í undirbúningnum fyrir tímabilið,“ skrifaði Snorri Barón. Sara komst á verðlaunapall á heimsleikunum tvö ár í röð, 2015 og 2016, en lítið sem ekkert hefur gengið upp hjá henni á síðustu þremur heimsleikum. Sara endaði í fjórða sæti á heimsleikunum 2017 en hefur síðan verið langt frá þeim bestu undanfarin þrjú ár þar sem meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá henni. „Sara hefur þurft að glíma við sinn skerf af vandamálum undanfarin tímabil en ég var sannfærður um að allt slíkt væri nú í baksýnisspeglinum. 2021 tímabilið var tímabilið þar sem allt átti að smella og það er svo fjarstæðukennt að því hafi lokið áður en það byrjaði,“ skrifaði Snorri Barón. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) „Sara er meira en bara skjólstæðingur því hún er ein af mínum bestu vinum. Ég þekki hana vel og ég lofað því að af að einhver getur komið til baka sterkari eftir svona þá er það Sara. Hún mun væntanlega bjóða upp á úrvals kennslustund í því að snúa slæmri stöðu í góða. Hún mun einhvern vegin gera þetta að því besta sem sem hún hefur lent í,“ skrifaði Snorri. „Hún er ein harðasta persóna sem ég þekki og það er að segja mikið því ég þekki marga harða,“ skrifaði Snorri. „Við vitum ekki enn hvernig tímalínan hennar mun líta út. Það mun skýrast mikið á næstu vikum og Sara mun segja frá því sjálf þegar hlutirnir komast á hreint,“ skrifaði Snorri. „Allt sem ég veit að það bíða bjartari dagar og hún verður aftur farin að keppa áður en við vitum af því þar sem hún verður sterkari, hraustari, fljótari og hungraðri en aldrei fyrr,“ skrifaði Snorri Barón.
CrossFit Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira