Fá falska öryggistilfinningu eftir fyrri skimun og gæta ekki að sér í sóttkví Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2021 17:56 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir aðstæður á landamærum hafa breyst upp á síðkastið; fleiri greinist nú í seinni landamæraskimun en áður og ljóst að sumir gæti ekki að sér í sóttkví. Sjö greindust innanlands um helgina, þar af fimm í gær. Af þessum fimm voru þrír utan sóttkvíar. Ekki hefur enn tekist að rekja smitin, að sögn Þórólfs. Hann ítrekaði það í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag að þetta gæti þýtt að veiran væri útbreiddari í samfélaginu en áður var talið. Inntur eftir því hvort fjórða bylgjan væri hafin kvaðst Þórólfur ekki geta sagt til um það „Ég veit það ekki en ég held að þetta geti orðið einhver hópsýking. Hvort menn kalla það bylgju eða ekki, það er aukaatriði, en það fer eftir því hvað þetta verður útbreitt. Þetta byrjar gjarnan svona að við sjáum að það er allt í einu komið smit út í samfélagið og þá gæti þetta rokið upp. Við höfum séð það fram að þessu, bæði í þessari svokölluðu fyrstu, annarri og þriðju bylgju. En ég vona að það verði ekkert svo stórt en það er ástæða til að hafa áhyggjur af því.“ Fjöldi fólks samankominn við eldgosið í Geldingadal á Reykjanesi.Vísir/Vilhelm Gæti verið áhætta að fjölmenna að gosinu Fjölmargir hafa lagt leið sína að gosstöðvum í Geldingadal síðustu daga. Þórólfur sagði aðspurður að þar væri ólíklega mikil Covid-smithætta. „Ég veit ekki hvernig fólk er að hittast þarna, hvort það er mikið nánd eða fólk mikið ofan í hvert öðru. En fólk á nú að geta verið ansi dreift á þessum stað og það er mikið rok þannig að það er ólíklegt að það sé mikil smithætta,“ sagði Þórólfur. „En svo er fólk ekki mikið að hugsa um covid þegar það er labba í kringum gosstöðvarnar held ég. Þannig að það gæti verið einhver áhætta í því.“ Þá hefur Þórólfur lagt til við heilbrigðisráðherra að sóttvarnaaðgerðum verði breytt á landamærum. Hann sagði að fleiri hefðu komið smitaðir til landsins upp á síðkastið en áður. „Það hefur breyst aðeins mynstrið að flestir eru að greinast í seinni skimun á landamærunum og það kannski gefur fólki falska öryggistilfinningu um að það sé ekki að smita og það sé þannig ekki að gæta að sér í sóttkví. Þannig höfum við fengið smit inn í samfélagið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Tveir smitaðir farþegar um borð í Norrænu Tveir farþegar í Norrænu greindust með kórónuveiruna er þeir komu um borð í ferjuna í Hirtshals í Danmörku. Farþegarnir höfðu báðir framvísað neikvæðu PCR-prófi í samræmi við reglur. Kannað verður við komuna til landsins hvort smitin eru gömul. 22. mars 2021 17:15 Starfsmaður Landspítala greindist með Covid-19 í gær Starfsmaður Landspítala er meðal þeirra sem greindust með Covid-19 í gær og eru innan við tíu samstarfsmenn nú komnir í sóttkví vegna þessa. Ekki er talið að smitið muni hafa teljandi áhrif á starfsemi spítalans. 22. mars 2021 14:54 Fólk sent í sóttkví eftir námskeið hjá KSÍ um helgina Starfsmaður KSÍ og fólk sem sat þjálfaranámskeið knattspyrnusambandsins um helgina er komið í sóttkví eftir að þátttakandi greindist með Covid-19. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir sambandið hafa verið í samskiptum við smitrakningateymið eftir að fregnir bárust af smitinu í gærkvöldi. 22. mars 2021 13:15 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Fleiri fréttir Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Sjá meira
Sjö greindust innanlands um helgina, þar af fimm í gær. Af þessum fimm voru þrír utan sóttkvíar. Ekki hefur enn tekist að rekja smitin, að sögn Þórólfs. Hann ítrekaði það í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag að þetta gæti þýtt að veiran væri útbreiddari í samfélaginu en áður var talið. Inntur eftir því hvort fjórða bylgjan væri hafin kvaðst Þórólfur ekki geta sagt til um það „Ég veit það ekki en ég held að þetta geti orðið einhver hópsýking. Hvort menn kalla það bylgju eða ekki, það er aukaatriði, en það fer eftir því hvað þetta verður útbreitt. Þetta byrjar gjarnan svona að við sjáum að það er allt í einu komið smit út í samfélagið og þá gæti þetta rokið upp. Við höfum séð það fram að þessu, bæði í þessari svokölluðu fyrstu, annarri og þriðju bylgju. En ég vona að það verði ekkert svo stórt en það er ástæða til að hafa áhyggjur af því.“ Fjöldi fólks samankominn við eldgosið í Geldingadal á Reykjanesi.Vísir/Vilhelm Gæti verið áhætta að fjölmenna að gosinu Fjölmargir hafa lagt leið sína að gosstöðvum í Geldingadal síðustu daga. Þórólfur sagði aðspurður að þar væri ólíklega mikil Covid-smithætta. „Ég veit ekki hvernig fólk er að hittast þarna, hvort það er mikið nánd eða fólk mikið ofan í hvert öðru. En fólk á nú að geta verið ansi dreift á þessum stað og það er mikið rok þannig að það er ólíklegt að það sé mikil smithætta,“ sagði Þórólfur. „En svo er fólk ekki mikið að hugsa um covid þegar það er labba í kringum gosstöðvarnar held ég. Þannig að það gæti verið einhver áhætta í því.“ Þá hefur Þórólfur lagt til við heilbrigðisráðherra að sóttvarnaaðgerðum verði breytt á landamærum. Hann sagði að fleiri hefðu komið smitaðir til landsins upp á síðkastið en áður. „Það hefur breyst aðeins mynstrið að flestir eru að greinast í seinni skimun á landamærunum og það kannski gefur fólki falska öryggistilfinningu um að það sé ekki að smita og það sé þannig ekki að gæta að sér í sóttkví. Þannig höfum við fengið smit inn í samfélagið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Tveir smitaðir farþegar um borð í Norrænu Tveir farþegar í Norrænu greindust með kórónuveiruna er þeir komu um borð í ferjuna í Hirtshals í Danmörku. Farþegarnir höfðu báðir framvísað neikvæðu PCR-prófi í samræmi við reglur. Kannað verður við komuna til landsins hvort smitin eru gömul. 22. mars 2021 17:15 Starfsmaður Landspítala greindist með Covid-19 í gær Starfsmaður Landspítala er meðal þeirra sem greindust með Covid-19 í gær og eru innan við tíu samstarfsmenn nú komnir í sóttkví vegna þessa. Ekki er talið að smitið muni hafa teljandi áhrif á starfsemi spítalans. 22. mars 2021 14:54 Fólk sent í sóttkví eftir námskeið hjá KSÍ um helgina Starfsmaður KSÍ og fólk sem sat þjálfaranámskeið knattspyrnusambandsins um helgina er komið í sóttkví eftir að þátttakandi greindist með Covid-19. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir sambandið hafa verið í samskiptum við smitrakningateymið eftir að fregnir bárust af smitinu í gærkvöldi. 22. mars 2021 13:15 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Fleiri fréttir Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Sjá meira
Tveir smitaðir farþegar um borð í Norrænu Tveir farþegar í Norrænu greindust með kórónuveiruna er þeir komu um borð í ferjuna í Hirtshals í Danmörku. Farþegarnir höfðu báðir framvísað neikvæðu PCR-prófi í samræmi við reglur. Kannað verður við komuna til landsins hvort smitin eru gömul. 22. mars 2021 17:15
Starfsmaður Landspítala greindist með Covid-19 í gær Starfsmaður Landspítala er meðal þeirra sem greindust með Covid-19 í gær og eru innan við tíu samstarfsmenn nú komnir í sóttkví vegna þessa. Ekki er talið að smitið muni hafa teljandi áhrif á starfsemi spítalans. 22. mars 2021 14:54
Fólk sent í sóttkví eftir námskeið hjá KSÍ um helgina Starfsmaður KSÍ og fólk sem sat þjálfaranámskeið knattspyrnusambandsins um helgina er komið í sóttkví eftir að þátttakandi greindist með Covid-19. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir sambandið hafa verið í samskiptum við smitrakningateymið eftir að fregnir bárust af smitinu í gærkvöldi. 22. mars 2021 13:15
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent