Dramatískt faðmlag í lok æfingarinnar hjá Anníe Mist: Ég. Er. Svo. Stolt. Af. Þér. Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2021 09:10 Anníe Mist Þórisdóttir hefur hafið keppni í CrossFit á ný en fyrsti hlutinn á The Open kallaði ekki síst á miklar tilfinningar. Instgram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir var létt eftir að hafa lokið keppni í fyrsta hluta The Open en hún hefur með því formlega byrjað aftur í CrossFit íþróttinni eftir barnsburðarleyfi. Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir fór ekki auðveldlega í gegnum fyrsta hluta The Open en sýndi mikinn vilja með að komast í gegnum æfinguna og mikið hugrekki að sýna öllum heiminum hana líka. Anníe Mist gerði æfinguna á sunnudaginn og setti myndband af sér gera hana á Instagram í gær. Þetta voru mikil átök fyrir Anníe enda allt annað en auðveld æfing. „Úff. 21.1 búinn að ég verð að viðurkenna að því fylgir léttir,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir á Instagram síðu sína. Í lok æfingarinnar má sjá hana faðma manninn sinn Frederik Ægidius eftir að allt er yfirstaðið og það er mjög áhrifamikil og dramatísk stund. „Það var bara tvennt sem ég óskaði mér að kæmi ekki en það voru mörg hopp og það voru tær upp í slá. Þá komu 500 sippuhopp,“ skrifaði Anníe. „Ég veit að ég hefði getað pínt mig meira en markmiðið mitt er að ná mér almennilega svo ég geti verið hundrað prósent þegar ég þarf á því að halda. Ég hélt mig við að gera 10-15 hopp í einu allan tímann. Mér tókst að komast inn í hlutann með 210 hoppum og það þýðir meira sipp í einum rykk en samanlagt á síðustu fimmtán mánuðum. Það sem er þó meira spennandi fyrir mig er að mér líður vel og þessu fylgdi enginn afturkippur hjá mér,“ skrifaði Anníe. „Ég er svo stolt af því sem ég lagði í þetta þó að ég viti að ég endi hvergi nærri toppnum,“ skrifaði Anníe og hélt áfram að hverja fylgjendur sína. „Verið stolt af viðleitninni en ekki útkomunni,“ skrifaði Anníe eins og sjá má hér fyrir neðan. Katrín Tanja Davíðsdóttir var ein af þeim sem sendi sinni konu kveðju: „Ég. Er. Svo. Stolt. Af. Þér,“ skrifaði Katrín Tanja í athugasemdum við færslu Anníe. Það má sjá myndbandið í færslu Anníe hér fyrir neðan en þetta eru þrjú mismunandi en stutt myndbönd sem segja söguna og hægt er að fletta yfir á það næsta. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Sjá meira
Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir fór ekki auðveldlega í gegnum fyrsta hluta The Open en sýndi mikinn vilja með að komast í gegnum æfinguna og mikið hugrekki að sýna öllum heiminum hana líka. Anníe Mist gerði æfinguna á sunnudaginn og setti myndband af sér gera hana á Instagram í gær. Þetta voru mikil átök fyrir Anníe enda allt annað en auðveld æfing. „Úff. 21.1 búinn að ég verð að viðurkenna að því fylgir léttir,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir á Instagram síðu sína. Í lok æfingarinnar má sjá hana faðma manninn sinn Frederik Ægidius eftir að allt er yfirstaðið og það er mjög áhrifamikil og dramatísk stund. „Það var bara tvennt sem ég óskaði mér að kæmi ekki en það voru mörg hopp og það voru tær upp í slá. Þá komu 500 sippuhopp,“ skrifaði Anníe. „Ég veit að ég hefði getað pínt mig meira en markmiðið mitt er að ná mér almennilega svo ég geti verið hundrað prósent þegar ég þarf á því að halda. Ég hélt mig við að gera 10-15 hopp í einu allan tímann. Mér tókst að komast inn í hlutann með 210 hoppum og það þýðir meira sipp í einum rykk en samanlagt á síðustu fimmtán mánuðum. Það sem er þó meira spennandi fyrir mig er að mér líður vel og þessu fylgdi enginn afturkippur hjá mér,“ skrifaði Anníe. „Ég er svo stolt af því sem ég lagði í þetta þó að ég viti að ég endi hvergi nærri toppnum,“ skrifaði Anníe og hélt áfram að hverja fylgjendur sína. „Verið stolt af viðleitninni en ekki útkomunni,“ skrifaði Anníe eins og sjá má hér fyrir neðan. Katrín Tanja Davíðsdóttir var ein af þeim sem sendi sinni konu kveðju: „Ég. Er. Svo. Stolt. Af. Þér,“ skrifaði Katrín Tanja í athugasemdum við færslu Anníe. Það má sjá myndbandið í færslu Anníe hér fyrir neðan en þetta eru þrjú mismunandi en stutt myndbönd sem segja söguna og hægt er að fletta yfir á það næsta. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Sjá meira