Umboðsmaður Söru um fréttirnar: Þetta er áfall Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2021 10:31 Snorri Barón Jónsson og Sara Sigmundsdóttir þekkjast vel og hann hefur mikla trú á því að hún komi sterkari til baka eftir að hafa slitið krossband rétt áður en 2021 CrossFit tímabilið hófst. Samsett/Instagram/@snorribaron Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður CrossFit konunnar Söru Sigmundsdóttur, tjáði sig um hræðilegar fréttir gærdagsins þar sem Sara sagði frá því að hún hefði slitið krossband í hné. Sara Sigmundsdóttir var búin að fá sér nýjan þjálfara og metnaðurinn var sem fyrr settur á það að verða heimsmeistari í CrossFit í haust. Sara meiddist hins vegar rétt áður en tímabilið byrjaði og missir alveg af heimsleikunum 2021. „Þetta hefur verið streituvaldandi vika og ég held að ég geti fullyrt það að enginn okkar í hennar teymi sá þetta fyrir. Þetta er því áfall og það mun taka sinn tíma að sætta sig við þetta,“ skrifaði Snorri Barón á Instagram síðu sína. „Hlutirnir hafa verið að ganga svo vel hjá Söru að undanförnu. Hún hefur safnað saman svo öflugu liði í kringum sig af hæfileikaríku fagfólki og hafði auk þess verið svo einbeitt á allt í undirbúningnum fyrir tímabilið,“ skrifaði Snorri Barón. Sara komst á verðlaunapall á heimsleikunum tvö ár í röð, 2015 og 2016, en lítið sem ekkert hefur gengið upp hjá henni á síðustu þremur heimsleikum. Sara endaði í fjórða sæti á heimsleikunum 2017 en hefur síðan verið langt frá þeim bestu undanfarin þrjú ár þar sem meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá henni. „Sara hefur þurft að glíma við sinn skerf af vandamálum undanfarin tímabil en ég var sannfærður um að allt slíkt væri nú í baksýnisspeglinum. 2021 tímabilið var tímabilið þar sem allt átti að smella og það er svo fjarstæðukennt að því hafi lokið áður en það byrjaði,“ skrifaði Snorri Barón. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) „Sara er meira en bara skjólstæðingur því hún er ein af mínum bestu vinum. Ég þekki hana vel og ég lofað því að af að einhver getur komið til baka sterkari eftir svona þá er það Sara. Hún mun væntanlega bjóða upp á úrvals kennslustund í því að snúa slæmri stöðu í góða. Hún mun einhvern vegin gera þetta að því besta sem sem hún hefur lent í,“ skrifaði Snorri. „Hún er ein harðasta persóna sem ég þekki og það er að segja mikið því ég þekki marga harða,“ skrifaði Snorri. „Við vitum ekki enn hvernig tímalínan hennar mun líta út. Það mun skýrast mikið á næstu vikum og Sara mun segja frá því sjálf þegar hlutirnir komast á hreint,“ skrifaði Snorri. „Allt sem ég veit að það bíða bjartari dagar og hún verður aftur farin að keppa áður en við vitum af því þar sem hún verður sterkari, hraustari, fljótari og hungraðri en aldrei fyrr,“ skrifaði Snorri Barón. CrossFit Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir var búin að fá sér nýjan þjálfara og metnaðurinn var sem fyrr settur á það að verða heimsmeistari í CrossFit í haust. Sara meiddist hins vegar rétt áður en tímabilið byrjaði og missir alveg af heimsleikunum 2021. „Þetta hefur verið streituvaldandi vika og ég held að ég geti fullyrt það að enginn okkar í hennar teymi sá þetta fyrir. Þetta er því áfall og það mun taka sinn tíma að sætta sig við þetta,“ skrifaði Snorri Barón á Instagram síðu sína. „Hlutirnir hafa verið að ganga svo vel hjá Söru að undanförnu. Hún hefur safnað saman svo öflugu liði í kringum sig af hæfileikaríku fagfólki og hafði auk þess verið svo einbeitt á allt í undirbúningnum fyrir tímabilið,“ skrifaði Snorri Barón. Sara komst á verðlaunapall á heimsleikunum tvö ár í röð, 2015 og 2016, en lítið sem ekkert hefur gengið upp hjá henni á síðustu þremur heimsleikum. Sara endaði í fjórða sæti á heimsleikunum 2017 en hefur síðan verið langt frá þeim bestu undanfarin þrjú ár þar sem meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá henni. „Sara hefur þurft að glíma við sinn skerf af vandamálum undanfarin tímabil en ég var sannfærður um að allt slíkt væri nú í baksýnisspeglinum. 2021 tímabilið var tímabilið þar sem allt átti að smella og það er svo fjarstæðukennt að því hafi lokið áður en það byrjaði,“ skrifaði Snorri Barón. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) „Sara er meira en bara skjólstæðingur því hún er ein af mínum bestu vinum. Ég þekki hana vel og ég lofað því að af að einhver getur komið til baka sterkari eftir svona þá er það Sara. Hún mun væntanlega bjóða upp á úrvals kennslustund í því að snúa slæmri stöðu í góða. Hún mun einhvern vegin gera þetta að því besta sem sem hún hefur lent í,“ skrifaði Snorri. „Hún er ein harðasta persóna sem ég þekki og það er að segja mikið því ég þekki marga harða,“ skrifaði Snorri. „Við vitum ekki enn hvernig tímalínan hennar mun líta út. Það mun skýrast mikið á næstu vikum og Sara mun segja frá því sjálf þegar hlutirnir komast á hreint,“ skrifaði Snorri. „Allt sem ég veit að það bíða bjartari dagar og hún verður aftur farin að keppa áður en við vitum af því þar sem hún verður sterkari, hraustari, fljótari og hungraðri en aldrei fyrr,“ skrifaði Snorri Barón.
CrossFit Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira