Innlent

Telja að Baldur gæti siglt á miðvikudag

Kjartan Kjartansson skrifar
Baldur bilaði á Breiðafirði á fimmtudag.
Baldur bilaði á Breiðafirði á fimmtudag. Vegagerðin

Breiðafjarðarferjan Baldur gæti hafið siglingar á miðvikudag gangi allt að óskum með nýja túrbínu sem er væntanleg til landsins seint í kvöld.

Baldur bilaði á Breiðafirði á fimmtudag og þurfti að draga ferjuna til hafnar í Stykkishólmi. Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar segir að skipta þurfi út túrbínu og að von sé á varahlutum til Reykjavíkur í kvöld. Þeir verði fluttir í Stykkishólm strax.

Reiknað sé með því að viðgerð hefjist á morgun, reynslusiglingar á þriðjudag og að reglulegar siglingar hefjist aftur á miðvikudag, allt með fyrirvara um að varahlutirnir skili sér vel og viðgerðir gangi samkvæmt áætlun.


Tengdar fréttir

Baldur kominn í höfn í Stykkishólmi

Breiðafjarðarferjan Baldur er komin í höfn í Stykkishólmi. Þar lenti hún skömmu fyrir klukkan tvö í dag eftir að hafa orðið vélarvana á Breiðafirði síðdegis í gær.

„Fólk var hrætt og það var sjóveikt“

Einar Sveinn Ólafsson starfandi verksmiðjustjóri hjá Íslenska kalkþörungafélaginu á Bíldudal er á meðal þeirra tuttugu farþega sem eru fastir um borð í Breiðafjarðarferjunni Baldri. Ferjan varð vélarvana mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms um hálf þrjú leytið í gær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×