Sport

Banna trans börnum að taka þátt í íþróttum í kvennaflokki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nýju lögin sem ríkisstjóri Mississippi samþykkti þykja mjög umdeild.
Nýju lögin sem ríkisstjóri Mississippi samþykkti þykja mjög umdeild. getty/Michael Wade

Ríkisstjóri Mississippi, Tate Reeves, hefur samþykkt lög sem bannar trans börnum að keppa í íþróttum í kvennaflokki í skólum ríkisins.

Frumvarpið tekur gildi frá og með 1. júlí. Mississippi er fyrsta ríkið sem setur lög sem þessi á árinu.

Í fyrra var svipað frumvarp samþykkt í Idaho. Bannið hefur þó ekki enn tekið gildi vegna fjölda málsókna vegna þess.

Forseti hinsegin samtakanna Human Rights Campaign, Alphonso David, segir að lög sem þessi geti orðið til þess að trans fólk verði fyrir enn meira aðkasti en það verður fyrir nú.

Hann segir að stuðningsmenn laganna hafi ekki fundið neinar vísbendingar um að trans íþróttafólk nýti sér aðstöðu sína til að ná betri árangri. Ekkert slíkt sé til staðar.

Á Íslandi eiga börn rétt á að taka þátt í íþróttastarfi út frá því kyni sem þau kenna sig við eins og fram kemur í fræðslubæklingi ÍSÍ um trans börn í íþróttum. 

Bæklinginn má lesa með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×