Klárum leikinn Willum Þór Þórsson skrifar 5. mars 2021 13:31 Að kljást við Kórónaveiruna er auðvitað flóknara verkefni en hver annar fótboltaleikur. Við erum þó á viðkvæmum tímapunkti í þessari baráttu og ég ætla að leyfa mér samlíkinguna við fótboltaleik. Þjóðin hefur sameinast í verkefninu í heilt ár og náð samstöðu í sóttvörnum. Þess vegna, ásamt harðari aðgerðum á landamærum, getum við nú leyft okkur langþráðar tilslakanir, umfram og á undan flestum öðrum þjóðum. Það er þó enn mikið atvinnuleysi, tekjufall og sjóðsþurrð hjá fjölmörgum heimilum og fyrirtækjum. Við eigum mikið undir að allir hafi orku til að taka þátt í viðspyrnunni. Hættan er sú næstu þrjá til fjóra mánuði að við föllum í þá gryfju að bíða, og kosningar hafa áhrif hér. Það eru þekkt viðbrögð á lokamínútum fótboltaleiks þegar liðið hefur barist rosalega í 85 mín., leikurinn stendur í 90 mín. plús. Við erum 1-0 yfir. Við bökkum, bíðum og horfum á dómarann og klukkuna. Einhver kallar „einbeiting“. Gott og vel og verðugt, en hún verður að vera á réttu hlutina. Ekki á klukkuna, dómarann og vonina um að sleppa til. Ekki á prófkjör, stjórnarsáttmálann, kosningar eða hækkandi sól. Umræðan nú hverfist mikið til um framvindu bólusetninga hér og annars staðar í heiminum, enda algert lykilatriði í baráttunni við veiruna og forsenda þess að koma atvinnulífinu af stað, ná niður atvinnuleysi og endurheimta fyrri efnahagslegan styrk. Einbeitingin verður að vera á boltann og næsta návígi, næstu sendingu; atvinnulífið, heimilin og fyrirtækin, sumarstörfin fyrir skólafólkið, virkni þeirra sem eru atvinnulausir og að allir verði tilbúnir að taka við ferðamönnum þegar þeir koma. Nú snýst þetta um aukakraft. Einbeitingin felst m.a. í framlengingu úrræða sem eru til staðar og hafa virkað. Við höfum vikið fjármálareglum til hliðar og aukið svigrúm til aukinnar skuldsetningar ríkissjóðs. Það var gert til þess að mæta efnahagslegum afleiðingum faraldursins, draga úr högginu og mæta óhikað tekjufalli og auknum útgjöldum, sem birtast í fjölmörgum aðgerðum. Markmiðið allan tímann er að koma okkur í gegnum þetta þannig að við verðum öll tilbúin þegar ferðamennirnir koma og viðspyrnan hefst fyrir alvöru. Nú er ekki tíminn til að bíða! Við ætlum að koma saman út úr þessu með grænt, stafrænt og skapandi hagkerfi. Klárum leikinn fyrir heimilin og fyrirtækin og viðspyrnuna fyrir íslenskan efnahag. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Framsóknarflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Sjá meira
Að kljást við Kórónaveiruna er auðvitað flóknara verkefni en hver annar fótboltaleikur. Við erum þó á viðkvæmum tímapunkti í þessari baráttu og ég ætla að leyfa mér samlíkinguna við fótboltaleik. Þjóðin hefur sameinast í verkefninu í heilt ár og náð samstöðu í sóttvörnum. Þess vegna, ásamt harðari aðgerðum á landamærum, getum við nú leyft okkur langþráðar tilslakanir, umfram og á undan flestum öðrum þjóðum. Það er þó enn mikið atvinnuleysi, tekjufall og sjóðsþurrð hjá fjölmörgum heimilum og fyrirtækjum. Við eigum mikið undir að allir hafi orku til að taka þátt í viðspyrnunni. Hættan er sú næstu þrjá til fjóra mánuði að við föllum í þá gryfju að bíða, og kosningar hafa áhrif hér. Það eru þekkt viðbrögð á lokamínútum fótboltaleiks þegar liðið hefur barist rosalega í 85 mín., leikurinn stendur í 90 mín. plús. Við erum 1-0 yfir. Við bökkum, bíðum og horfum á dómarann og klukkuna. Einhver kallar „einbeiting“. Gott og vel og verðugt, en hún verður að vera á réttu hlutina. Ekki á klukkuna, dómarann og vonina um að sleppa til. Ekki á prófkjör, stjórnarsáttmálann, kosningar eða hækkandi sól. Umræðan nú hverfist mikið til um framvindu bólusetninga hér og annars staðar í heiminum, enda algert lykilatriði í baráttunni við veiruna og forsenda þess að koma atvinnulífinu af stað, ná niður atvinnuleysi og endurheimta fyrri efnahagslegan styrk. Einbeitingin verður að vera á boltann og næsta návígi, næstu sendingu; atvinnulífið, heimilin og fyrirtækin, sumarstörfin fyrir skólafólkið, virkni þeirra sem eru atvinnulausir og að allir verði tilbúnir að taka við ferðamönnum þegar þeir koma. Nú snýst þetta um aukakraft. Einbeitingin felst m.a. í framlengingu úrræða sem eru til staðar og hafa virkað. Við höfum vikið fjármálareglum til hliðar og aukið svigrúm til aukinnar skuldsetningar ríkissjóðs. Það var gert til þess að mæta efnahagslegum afleiðingum faraldursins, draga úr högginu og mæta óhikað tekjufalli og auknum útgjöldum, sem birtast í fjölmörgum aðgerðum. Markmiðið allan tímann er að koma okkur í gegnum þetta þannig að við verðum öll tilbúin þegar ferðamennirnir koma og viðspyrnan hefst fyrir alvöru. Nú er ekki tíminn til að bíða! Við ætlum að koma saman út úr þessu með grænt, stafrænt og skapandi hagkerfi. Klárum leikinn fyrir heimilin og fyrirtækin og viðspyrnuna fyrir íslenskan efnahag. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun