Er samfélagið tilbúið í breytingar? Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 3. mars 2021 10:01 Eldra fólk er fjölbreytt og með margvíslegar þarfir. Við þekkjum öll einhvern á níræðisaldri sem er í frábæru formi og hefur ekkert gefið eftir og við þekkjum flest einhvern sem er farinn að heilsu og jafnvel ekki náð sjötugu. Við „bönnum“ þessum áttræða að vinna, en ætlumst hálfvegis til þess af þeim sem er 65, oftast eingöngu á grundvelli aldurs. Við gerum ráð fyrir að sá eldri geti tæplega bjargað sér. Allar þessar fullyrðingar byggja á því að við leyfum okkur að líta á eldra fólk sem samstæðan sviplíkan hóp, en ekki sem einstaklinga með mismunandi langanir, væntingar og þrár. Getum við breytt þessu? Viljum við breyta þessu? Hvar byrjum við? Við höfum lengi horft til þess sem ég hef kallað stofnanalausna. Við byggjum hjúkrunarheimili fyrir 100 manns, það fyllist. Þau sem þar búa fá þá þjónustu sem þau þurfa, og íbúarnir og ættingjar þeirra öðlast hugarró. Nokkrum mánuðum síðar hefur biðlistinn svo aftur náð sömu lengd og við bíðum eftir næstu opnunarhátíð. Því við erum jú öll sammála um að það vantar hjúkrunarrými og það er ómögulegt að fólk bíði eftir nauðsynlegri þjónustu. Með því að bíða og grípa ekki inn í með þjónustu fyrr eða eftir þörfum hins aldraða festumst við í þessu dýrasta úrræði. Það er vel þekkt að með öflugri þjónustu í heimahús, unninni af teymi fagfólks, er hægt að fresta og jafnvel koma í veg fyrir flutning á hjúkrunarheimili. Það er vel þekkt að með endurhæfingu og líkamsrækt eldra fólks, með iðjuþjálfun og stuðningi við athafnir daglegs lífs má gera fólki sjálfu kleift að bjarga sér heima, sem er oftast það sem fólk vill. Það er vel þekkt að með nútímatækni má búa þannig um hnútana að fólk sé öruggt þó það sé eitt. Það er vel þekkt að með því að bjóða jafnvel flókna heilbrigðisþjónustu heim er hægt að koma í veg fyrir spítalainnlagnir eldra fólks og bæta horfur þeirra. Það er líka vel þekkt að innlagnir á spítala geta verið erfiðar og jafnvel hættulegar fyrir eldra fólk og geta orðið undanfari vonleysis og enn frekari heilsubrests. Höfum við efni á að nota áfram 20. aldar lausnir við úrlausn mála eldra fólks á 21. öldinni? Höfum við efni á að nota ekki frekar ódýrari lausnir en dýrari? Er okkur stætt á að hugsa ekki í nýjum lausnum? Er samfélagið tilbúið í breytingar? Ég held það. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Eldri borgarar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Eldra fólk er fjölbreytt og með margvíslegar þarfir. Við þekkjum öll einhvern á níræðisaldri sem er í frábæru formi og hefur ekkert gefið eftir og við þekkjum flest einhvern sem er farinn að heilsu og jafnvel ekki náð sjötugu. Við „bönnum“ þessum áttræða að vinna, en ætlumst hálfvegis til þess af þeim sem er 65, oftast eingöngu á grundvelli aldurs. Við gerum ráð fyrir að sá eldri geti tæplega bjargað sér. Allar þessar fullyrðingar byggja á því að við leyfum okkur að líta á eldra fólk sem samstæðan sviplíkan hóp, en ekki sem einstaklinga með mismunandi langanir, væntingar og þrár. Getum við breytt þessu? Viljum við breyta þessu? Hvar byrjum við? Við höfum lengi horft til þess sem ég hef kallað stofnanalausna. Við byggjum hjúkrunarheimili fyrir 100 manns, það fyllist. Þau sem þar búa fá þá þjónustu sem þau þurfa, og íbúarnir og ættingjar þeirra öðlast hugarró. Nokkrum mánuðum síðar hefur biðlistinn svo aftur náð sömu lengd og við bíðum eftir næstu opnunarhátíð. Því við erum jú öll sammála um að það vantar hjúkrunarrými og það er ómögulegt að fólk bíði eftir nauðsynlegri þjónustu. Með því að bíða og grípa ekki inn í með þjónustu fyrr eða eftir þörfum hins aldraða festumst við í þessu dýrasta úrræði. Það er vel þekkt að með öflugri þjónustu í heimahús, unninni af teymi fagfólks, er hægt að fresta og jafnvel koma í veg fyrir flutning á hjúkrunarheimili. Það er vel þekkt að með endurhæfingu og líkamsrækt eldra fólks, með iðjuþjálfun og stuðningi við athafnir daglegs lífs má gera fólki sjálfu kleift að bjarga sér heima, sem er oftast það sem fólk vill. Það er vel þekkt að með nútímatækni má búa þannig um hnútana að fólk sé öruggt þó það sé eitt. Það er vel þekkt að með því að bjóða jafnvel flókna heilbrigðisþjónustu heim er hægt að koma í veg fyrir spítalainnlagnir eldra fólks og bæta horfur þeirra. Það er líka vel þekkt að innlagnir á spítala geta verið erfiðar og jafnvel hættulegar fyrir eldra fólk og geta orðið undanfari vonleysis og enn frekari heilsubrests. Höfum við efni á að nota áfram 20. aldar lausnir við úrlausn mála eldra fólks á 21. öldinni? Höfum við efni á að nota ekki frekar ódýrari lausnir en dýrari? Er okkur stætt á að hugsa ekki í nýjum lausnum? Er samfélagið tilbúið í breytingar? Ég held það. Höfundur er þingmaður VG.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar