Er samfélagið tilbúið í breytingar? Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 3. mars 2021 10:01 Eldra fólk er fjölbreytt og með margvíslegar þarfir. Við þekkjum öll einhvern á níræðisaldri sem er í frábæru formi og hefur ekkert gefið eftir og við þekkjum flest einhvern sem er farinn að heilsu og jafnvel ekki náð sjötugu. Við „bönnum“ þessum áttræða að vinna, en ætlumst hálfvegis til þess af þeim sem er 65, oftast eingöngu á grundvelli aldurs. Við gerum ráð fyrir að sá eldri geti tæplega bjargað sér. Allar þessar fullyrðingar byggja á því að við leyfum okkur að líta á eldra fólk sem samstæðan sviplíkan hóp, en ekki sem einstaklinga með mismunandi langanir, væntingar og þrár. Getum við breytt þessu? Viljum við breyta þessu? Hvar byrjum við? Við höfum lengi horft til þess sem ég hef kallað stofnanalausna. Við byggjum hjúkrunarheimili fyrir 100 manns, það fyllist. Þau sem þar búa fá þá þjónustu sem þau þurfa, og íbúarnir og ættingjar þeirra öðlast hugarró. Nokkrum mánuðum síðar hefur biðlistinn svo aftur náð sömu lengd og við bíðum eftir næstu opnunarhátíð. Því við erum jú öll sammála um að það vantar hjúkrunarrými og það er ómögulegt að fólk bíði eftir nauðsynlegri þjónustu. Með því að bíða og grípa ekki inn í með þjónustu fyrr eða eftir þörfum hins aldraða festumst við í þessu dýrasta úrræði. Það er vel þekkt að með öflugri þjónustu í heimahús, unninni af teymi fagfólks, er hægt að fresta og jafnvel koma í veg fyrir flutning á hjúkrunarheimili. Það er vel þekkt að með endurhæfingu og líkamsrækt eldra fólks, með iðjuþjálfun og stuðningi við athafnir daglegs lífs má gera fólki sjálfu kleift að bjarga sér heima, sem er oftast það sem fólk vill. Það er vel þekkt að með nútímatækni má búa þannig um hnútana að fólk sé öruggt þó það sé eitt. Það er vel þekkt að með því að bjóða jafnvel flókna heilbrigðisþjónustu heim er hægt að koma í veg fyrir spítalainnlagnir eldra fólks og bæta horfur þeirra. Það er líka vel þekkt að innlagnir á spítala geta verið erfiðar og jafnvel hættulegar fyrir eldra fólk og geta orðið undanfari vonleysis og enn frekari heilsubrests. Höfum við efni á að nota áfram 20. aldar lausnir við úrlausn mála eldra fólks á 21. öldinni? Höfum við efni á að nota ekki frekar ódýrari lausnir en dýrari? Er okkur stætt á að hugsa ekki í nýjum lausnum? Er samfélagið tilbúið í breytingar? Ég held það. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Eldri borgarar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Eldra fólk er fjölbreytt og með margvíslegar þarfir. Við þekkjum öll einhvern á níræðisaldri sem er í frábæru formi og hefur ekkert gefið eftir og við þekkjum flest einhvern sem er farinn að heilsu og jafnvel ekki náð sjötugu. Við „bönnum“ þessum áttræða að vinna, en ætlumst hálfvegis til þess af þeim sem er 65, oftast eingöngu á grundvelli aldurs. Við gerum ráð fyrir að sá eldri geti tæplega bjargað sér. Allar þessar fullyrðingar byggja á því að við leyfum okkur að líta á eldra fólk sem samstæðan sviplíkan hóp, en ekki sem einstaklinga með mismunandi langanir, væntingar og þrár. Getum við breytt þessu? Viljum við breyta þessu? Hvar byrjum við? Við höfum lengi horft til þess sem ég hef kallað stofnanalausna. Við byggjum hjúkrunarheimili fyrir 100 manns, það fyllist. Þau sem þar búa fá þá þjónustu sem þau þurfa, og íbúarnir og ættingjar þeirra öðlast hugarró. Nokkrum mánuðum síðar hefur biðlistinn svo aftur náð sömu lengd og við bíðum eftir næstu opnunarhátíð. Því við erum jú öll sammála um að það vantar hjúkrunarrými og það er ómögulegt að fólk bíði eftir nauðsynlegri þjónustu. Með því að bíða og grípa ekki inn í með þjónustu fyrr eða eftir þörfum hins aldraða festumst við í þessu dýrasta úrræði. Það er vel þekkt að með öflugri þjónustu í heimahús, unninni af teymi fagfólks, er hægt að fresta og jafnvel koma í veg fyrir flutning á hjúkrunarheimili. Það er vel þekkt að með endurhæfingu og líkamsrækt eldra fólks, með iðjuþjálfun og stuðningi við athafnir daglegs lífs má gera fólki sjálfu kleift að bjarga sér heima, sem er oftast það sem fólk vill. Það er vel þekkt að með nútímatækni má búa þannig um hnútana að fólk sé öruggt þó það sé eitt. Það er vel þekkt að með því að bjóða jafnvel flókna heilbrigðisþjónustu heim er hægt að koma í veg fyrir spítalainnlagnir eldra fólks og bæta horfur þeirra. Það er líka vel þekkt að innlagnir á spítala geta verið erfiðar og jafnvel hættulegar fyrir eldra fólk og geta orðið undanfari vonleysis og enn frekari heilsubrests. Höfum við efni á að nota áfram 20. aldar lausnir við úrlausn mála eldra fólks á 21. öldinni? Höfum við efni á að nota ekki frekar ódýrari lausnir en dýrari? Er okkur stætt á að hugsa ekki í nýjum lausnum? Er samfélagið tilbúið í breytingar? Ég held það. Höfundur er þingmaður VG.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar