Telja fimmtán hópa í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. febrúar 2021 06:54 Lögreglan telur að alls séu fimmtán hópar hér á landi sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi. Vísir/Vilhelm Lögregluyfirvöld telja að alls séu fimmtán hópar sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi sem séu starfandi hér á landi. Glæpastarfsemin einskorðist þó ekki við Ísland heldur teygi hún anga sína víðar. Þetta kemur fram í pistli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, í Morgunblaðinu í dag. Hún segir að margir þeirra stundi löglegan rekstur af ýmsu tagi samhliða lögbrotunum. Hin löglega starfsemi sé nýtt til að þvætta fjármuni eða til að stuðla að frekari glæpum. Hóparnir séu af ýmsum þjóðernum og að glæpastarfsemin einskorðist ekki við Ísland í flestum tilfellum. Áslaug Arna segir að á allra síðustu árum hafi verulegum fjármunum verið varið til lögreglunnar til að bregðast við þessari ógn. Þetta sé ástand sem brýnt sé að bregðast við. Síðastliðið haust fól dómsmálaráðherra ríkislögreglustjóra að efla samstarf og samhæfingu innan lögreglunnar í því skyni að vinna markvisst gegn skipulagðri brotastarfsemi. Áslaug segir nauðsynlegt að samnýta mannafla og búnað lögregluembættanna og auka skilvirkni á þessu sviði. Íslenska lögreglan þurfi að hafa bæði getu og þekkingu til að takast á við jafn umfangsmikil, flókin og þaulskipulögð mál og um sé að ræða. Sérstakur stýrihópur hefur unnið að samhæfingu aðgerða, auknu samstarfi á milli lögregluembætta og alþjóðlegri samvinnu á undanförnum mánuðum. Í hópnum sitja fulltrúar stærstu lögregluembættanna. Hávær umræða hefur skapast í samfélaginu vegna manndrápsins við Rauðagerði 13. febrúar síðastliðinn um skipulagða brotastarfsemi og alþjóðlega glæpahópa. Rannsókn lögreglu hefur enn ekki leitt í ljós að um slíkt sé að ræða þó það sé á meðal þess sem til skoðunar er. Lögreglumál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Þetta kemur fram í pistli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, í Morgunblaðinu í dag. Hún segir að margir þeirra stundi löglegan rekstur af ýmsu tagi samhliða lögbrotunum. Hin löglega starfsemi sé nýtt til að þvætta fjármuni eða til að stuðla að frekari glæpum. Hóparnir séu af ýmsum þjóðernum og að glæpastarfsemin einskorðist ekki við Ísland í flestum tilfellum. Áslaug Arna segir að á allra síðustu árum hafi verulegum fjármunum verið varið til lögreglunnar til að bregðast við þessari ógn. Þetta sé ástand sem brýnt sé að bregðast við. Síðastliðið haust fól dómsmálaráðherra ríkislögreglustjóra að efla samstarf og samhæfingu innan lögreglunnar í því skyni að vinna markvisst gegn skipulagðri brotastarfsemi. Áslaug segir nauðsynlegt að samnýta mannafla og búnað lögregluembættanna og auka skilvirkni á þessu sviði. Íslenska lögreglan þurfi að hafa bæði getu og þekkingu til að takast á við jafn umfangsmikil, flókin og þaulskipulögð mál og um sé að ræða. Sérstakur stýrihópur hefur unnið að samhæfingu aðgerða, auknu samstarfi á milli lögregluembætta og alþjóðlegri samvinnu á undanförnum mánuðum. Í hópnum sitja fulltrúar stærstu lögregluembættanna. Hávær umræða hefur skapast í samfélaginu vegna manndrápsins við Rauðagerði 13. febrúar síðastliðinn um skipulagða brotastarfsemi og alþjóðlega glæpahópa. Rannsókn lögreglu hefur enn ekki leitt í ljós að um slíkt sé að ræða þó það sé á meðal þess sem til skoðunar er.
Lögreglumál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira