Vanhugsuð tillaga um afslátt af sköttum fyrir ferðamenn Þórir Garðarsson skrifar 22. febrúar 2021 11:31 Kosningabarátta stjórnmálaflokkana er að fara af stað og áhugavert verður að fylgjast með hvað stefnu þeir hafa í málefnum ferðaþjónustunnar. Ég tel mjög mikilvægt fyrir ríkissjóð og almenning í landinu að ferðaþjónustufyrirtækin komist hratt upp úr þeim hamförum sem fylgt hafa Covid-19 veirunni og verði aftur sterk. Ferðaþjónustufyrirtækin munu draga vagninn þegar kemur að því sækja ferðamenn til landsins en þau eru orðin mjög löskuð. Skuldavandi þeirra eftir rúmlega eins árs tekjuleysi dregur út getu þeirra til að sækja fram á erlendum mörkuðum og keppa þar við fjölda annarra áfangastaða. Afsláttarhugmynd Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar kom með þá hugmynd að ríkið myndi veita ferðaþjónustufyrirtækjum tímabundinn afslátt af gjöldum og lækka virðisaukaskatt til erlendra ferðamanna tímabundið. Þetta er í besta falli vanhugsuð aðgerð og það læðist að manni sá grunur að tilgangurinn sé í raun að hækka aftur gjöld um leið og sól rís og koma ferðaþjónustunni upp í hæsta virðisaukaskatts í þeim löndum sem við berum okkur saman við og erum í samkeppni við eins og var að stefnuskrá Viðreisnar fyrir örfáum árum. Hjálpar ekki fyrirtækjunum Ferðaþjónustan þarf ekki tímabundinn afslátt af sköttum og gjöldum á borð við þann sem Viðreisn boðar. Slíkur afsláttur hjálpar ekki fyrirtækjunum, heldur leiðir hann til verðlækkana og tekjutaps fyrir ríkissjóð með þeim afleiðingum að ferðamaðurinn skilur minna eftir sig. Ferðamenn munu koma hingað þrátt fyrir íslenskt verðlag. Þeir gerðu það fyrir Covid-19 og þeir munu gera það áfram ef rétt er að málum staðið og mun hraðar með fjárfestingu í öflugri markaðs- og kynningarstarfsemi. Gengi krónunnar er þar að auki hagstæðara í dag fyrir ferðamenn en áður. Það er ferðamaðurinn sem borgar skattinn Tímabundin lækkun virðisaukaskatts breytir litlu fyrir fyrirtækin því á endanum er það alltaf neytandinn – í þessu tilfelli erlendi ferðamaðurinn - sem borgar virðisaukaskattinn. Fyrirtækin gera það ekki, þau sjá aðeins um að innheimta skattinn fyrir ríkissjóð. Viðbúið er að tímabundin lækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu leiði til verðstríðs þegar fyrirtækin keppast um að ná viðskiptum. Erfiðlega mun ganga að hækka verð aftur þegar afsláttur rennur út. Verðstöðuleiki er mjög mikilvægur og við eigum ekki að setja Ísland á útsölu og fara að keppa á niðursettu verði. Fyrirtækin þurfa alvöru stuðning Fyrirtæki í ferðaþjónustu þurfa allt aðra aðstoð en skattalækkun. Flest eru þau komin að fótum fram fjárhagslega, tekjulítil í heilt ár og skuldum vafin. Fyrirtækin þurfa ekki lán eða gjaldfresti. Þau glíma við skuldavanda. Þau þurfa hreina og klára styrki til að koma sér hratt í gang aftur, rekstrarlega og markaðslega. Allir eru sammála um að endurkoma erlendra ferðamanna í sumar eða haust skipti mestu máli til að þjóðarbúið rétti úr kútnum. En það gerist ekki með máttlausum fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Besta fjárfestingin sem ríkissjóður getur ráðist í er að styðja fyrirtækin á fætur. Það skilar strax sköttum í ríkissjóð og dregur úr atvinnuleysi. Þeir takmörkuðu styrkir sem nú bjóðast gagnast aðeins litlum fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Þeir gera lítið fyrir stóru fyrirtækin sem hafa mestu afköstin. Þau lifa flest nú orðið aðeins á súrefninu, það er búið að skafa innan úr hverju einasta horni í „skápa skrapi“ eins og sagt er á mörgum heimilum þegar kreppir að. Viðspyrnustyrkir sem miðast við fimm starfsmenn nægja þessum fyrirtækjum engan veginn. Stjórnmálin þurfa hugsa stærra ef áhugi er á því að tryggja sem mestan og hraðastan ávinning af endurkomu erlendra ferðamanna. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðamennska á Íslandi Skattar og tollar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Kosningabarátta stjórnmálaflokkana er að fara af stað og áhugavert verður að fylgjast með hvað stefnu þeir hafa í málefnum ferðaþjónustunnar. Ég tel mjög mikilvægt fyrir ríkissjóð og almenning í landinu að ferðaþjónustufyrirtækin komist hratt upp úr þeim hamförum sem fylgt hafa Covid-19 veirunni og verði aftur sterk. Ferðaþjónustufyrirtækin munu draga vagninn þegar kemur að því sækja ferðamenn til landsins en þau eru orðin mjög löskuð. Skuldavandi þeirra eftir rúmlega eins árs tekjuleysi dregur út getu þeirra til að sækja fram á erlendum mörkuðum og keppa þar við fjölda annarra áfangastaða. Afsláttarhugmynd Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar kom með þá hugmynd að ríkið myndi veita ferðaþjónustufyrirtækjum tímabundinn afslátt af gjöldum og lækka virðisaukaskatt til erlendra ferðamanna tímabundið. Þetta er í besta falli vanhugsuð aðgerð og það læðist að manni sá grunur að tilgangurinn sé í raun að hækka aftur gjöld um leið og sól rís og koma ferðaþjónustunni upp í hæsta virðisaukaskatts í þeim löndum sem við berum okkur saman við og erum í samkeppni við eins og var að stefnuskrá Viðreisnar fyrir örfáum árum. Hjálpar ekki fyrirtækjunum Ferðaþjónustan þarf ekki tímabundinn afslátt af sköttum og gjöldum á borð við þann sem Viðreisn boðar. Slíkur afsláttur hjálpar ekki fyrirtækjunum, heldur leiðir hann til verðlækkana og tekjutaps fyrir ríkissjóð með þeim afleiðingum að ferðamaðurinn skilur minna eftir sig. Ferðamenn munu koma hingað þrátt fyrir íslenskt verðlag. Þeir gerðu það fyrir Covid-19 og þeir munu gera það áfram ef rétt er að málum staðið og mun hraðar með fjárfestingu í öflugri markaðs- og kynningarstarfsemi. Gengi krónunnar er þar að auki hagstæðara í dag fyrir ferðamenn en áður. Það er ferðamaðurinn sem borgar skattinn Tímabundin lækkun virðisaukaskatts breytir litlu fyrir fyrirtækin því á endanum er það alltaf neytandinn – í þessu tilfelli erlendi ferðamaðurinn - sem borgar virðisaukaskattinn. Fyrirtækin gera það ekki, þau sjá aðeins um að innheimta skattinn fyrir ríkissjóð. Viðbúið er að tímabundin lækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu leiði til verðstríðs þegar fyrirtækin keppast um að ná viðskiptum. Erfiðlega mun ganga að hækka verð aftur þegar afsláttur rennur út. Verðstöðuleiki er mjög mikilvægur og við eigum ekki að setja Ísland á útsölu og fara að keppa á niðursettu verði. Fyrirtækin þurfa alvöru stuðning Fyrirtæki í ferðaþjónustu þurfa allt aðra aðstoð en skattalækkun. Flest eru þau komin að fótum fram fjárhagslega, tekjulítil í heilt ár og skuldum vafin. Fyrirtækin þurfa ekki lán eða gjaldfresti. Þau glíma við skuldavanda. Þau þurfa hreina og klára styrki til að koma sér hratt í gang aftur, rekstrarlega og markaðslega. Allir eru sammála um að endurkoma erlendra ferðamanna í sumar eða haust skipti mestu máli til að þjóðarbúið rétti úr kútnum. En það gerist ekki með máttlausum fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Besta fjárfestingin sem ríkissjóður getur ráðist í er að styðja fyrirtækin á fætur. Það skilar strax sköttum í ríkissjóð og dregur úr atvinnuleysi. Þeir takmörkuðu styrkir sem nú bjóðast gagnast aðeins litlum fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Þeir gera lítið fyrir stóru fyrirtækin sem hafa mestu afköstin. Þau lifa flest nú orðið aðeins á súrefninu, það er búið að skafa innan úr hverju einasta horni í „skápa skrapi“ eins og sagt er á mörgum heimilum þegar kreppir að. Viðspyrnustyrkir sem miðast við fimm starfsmenn nægja þessum fyrirtækjum engan veginn. Stjórnmálin þurfa hugsa stærra ef áhugi er á því að tryggja sem mestan og hraðastan ávinning af endurkomu erlendra ferðamanna. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun