„Þjóðfélaginu til háborinnar skammar“ að fólk bíði í röðum eftir mat Sylvía Hall skrifar 21. febrúar 2021 21:50 Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins. Vísir Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, segist ekki óttast að flokkurinn detti út af þingi í næstu kosningum. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis mælist flokkurinn með um það bil fjögur prósent og nær ekki manni inn. „Ég óttast það ekki á nokkurn hátt vegna þess að við erum í allt annarri stöðu núna en við vorum fyrir síðustu kosningar, bæði fjárhagslega og reynslunni ríkari um það hvernig við eigum að haga okkur. Við getum núna farið af stað og kynnt þessi málefni sem við stöndum fyrir, sem eru aðallega gegn fátækt barna og þeirra hópa sem minnst hafa og verst hafa það í þjóðfélaginu í dag,“ sagði Guðmundur Ingi í Víglínunni í dag. Hann segir flokkinn hafa skýra stefnu sem eigi ríkt erindi á þingi og telur ólíklegt að annar flokkur sé afkastameiri þar sem tuttugu frumvörp séu nú í þinginu frá tveimur þingmönnum Flokki fólksins. „Við erum að berjast fyrir það góðum málstað og það er okkur í þjóðfélaginu til háborinnar skammar að við séum með fólk í biðröðum eftir mat og við skulum ekki sjá til þess að fólk fái framfærslu sem er hægt að lifa á, heldur þurfi það að fara í biðröð til að ná í mat. Þetta er okkur til skammar. Við erum að skatta bætur þeirra sem eru í fátækt.“ Telur kjósendur flokksins ekki vera spurða Aðspurður hvers vegna fylgið mælist ekki hærra segist Guðmundur hafa ýmsar spurningar varðandi framkvæmd skoðanakannanna. Sjálfur hafi hann aldrei verið spurður og raunar fáir sem hann þekki. „Ég fór að velta þessu fyrir mér í sambandi við skoðanakannanir og ég fór að hugsa aftur í tímann; ég hef aldrei lent í skoðanakönnun. Þá fór ég að hugsa, hverjir eru í skoðanakönnunum? Ég fór að spyrja alla sem ég hitti hvort þeir hafi tekið þátt í skoðanakönnunum og ég er búinn að finna einn. Og ég er búinn að spyrja alveg helling af fólki.“ Hann tali meira við eldri borgara, og því telur hann líklegt að kjósendur flokksins séu ekki að taka þátt í slíkum skoðanakönnunum. Flokkurinn eigi meira inni en kannanir bendi til. „Svo er annað sem ég tók eftir í skoðanakönnuninni ykkar, það eru 14,4 prósent sem svara ekki svo það er nóg af prósentum til að ná í.“ Eldri borgarar hafi orðið eftir í faraldrinum Að mati Guðmundar er brýnt að leggja áherslu á málefni eldri borgara þar sem margir þeirra búi við ófullnægjandi kjör. Hann segir flesta hópa hafa fengið eitthvað út úr kórónuveirufaraldrinum, en ekki eldri borgarar. „Eitt sem er þessari ríkisstjórn til háborinnar skammar er það að það fengu allir eitthvað út úr Covid nema eldri borgarar. Eldri borgarar hafa bara fengið vísitöluhækkun, ekkert annað. Ekki einu sinni eingreiðslur eða neitt,“ segir Guðmundur, sem telur óhjákvæmilegt að fjöldi lendi í fátækt við að fara á eftirlaun. „Þeir sem eru með 400 þúsund krónur og eru að fara á eftirlaun í dag, þeir geta reiknað með um að fá rétt rúmar 200 þúsund krónur frá lífeyrissjóði. Svo er þetta skattað og skert. Það sér það hver heilbrigður maður að ef þú ert ekki kominn upp fyrir fátæktarmörk, sem ætti að vera 3-400 þúsund í dag, að þá ertu bara í fátækt. Það er bara stór hópur eldri borgara, og sérstaklega konur sem hafa ekki verið eins mikið úti á vinnumarkaði.“ Hann segir ljóst að slíkar upphæðir dugi ekki til að komast í gegnum mánuðinn. Því þurfi að hætta að skatta og skerða greiðslurnar. „Þegar fjármálaráðherra segir þiggjandi bótaþegar, þá erum við komin eitthvert langt niður úr öllu. Við vitum það að það lifir enginn á 220 þúsund krónum útborguðum í dag.“ Víglínan Alþingi Flokkur fólksins Félagsmál Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
„Ég óttast það ekki á nokkurn hátt vegna þess að við erum í allt annarri stöðu núna en við vorum fyrir síðustu kosningar, bæði fjárhagslega og reynslunni ríkari um það hvernig við eigum að haga okkur. Við getum núna farið af stað og kynnt þessi málefni sem við stöndum fyrir, sem eru aðallega gegn fátækt barna og þeirra hópa sem minnst hafa og verst hafa það í þjóðfélaginu í dag,“ sagði Guðmundur Ingi í Víglínunni í dag. Hann segir flokkinn hafa skýra stefnu sem eigi ríkt erindi á þingi og telur ólíklegt að annar flokkur sé afkastameiri þar sem tuttugu frumvörp séu nú í þinginu frá tveimur þingmönnum Flokki fólksins. „Við erum að berjast fyrir það góðum málstað og það er okkur í þjóðfélaginu til háborinnar skammar að við séum með fólk í biðröðum eftir mat og við skulum ekki sjá til þess að fólk fái framfærslu sem er hægt að lifa á, heldur þurfi það að fara í biðröð til að ná í mat. Þetta er okkur til skammar. Við erum að skatta bætur þeirra sem eru í fátækt.“ Telur kjósendur flokksins ekki vera spurða Aðspurður hvers vegna fylgið mælist ekki hærra segist Guðmundur hafa ýmsar spurningar varðandi framkvæmd skoðanakannanna. Sjálfur hafi hann aldrei verið spurður og raunar fáir sem hann þekki. „Ég fór að velta þessu fyrir mér í sambandi við skoðanakannanir og ég fór að hugsa aftur í tímann; ég hef aldrei lent í skoðanakönnun. Þá fór ég að hugsa, hverjir eru í skoðanakönnunum? Ég fór að spyrja alla sem ég hitti hvort þeir hafi tekið þátt í skoðanakönnunum og ég er búinn að finna einn. Og ég er búinn að spyrja alveg helling af fólki.“ Hann tali meira við eldri borgara, og því telur hann líklegt að kjósendur flokksins séu ekki að taka þátt í slíkum skoðanakönnunum. Flokkurinn eigi meira inni en kannanir bendi til. „Svo er annað sem ég tók eftir í skoðanakönnuninni ykkar, það eru 14,4 prósent sem svara ekki svo það er nóg af prósentum til að ná í.“ Eldri borgarar hafi orðið eftir í faraldrinum Að mati Guðmundar er brýnt að leggja áherslu á málefni eldri borgara þar sem margir þeirra búi við ófullnægjandi kjör. Hann segir flesta hópa hafa fengið eitthvað út úr kórónuveirufaraldrinum, en ekki eldri borgarar. „Eitt sem er þessari ríkisstjórn til háborinnar skammar er það að það fengu allir eitthvað út úr Covid nema eldri borgarar. Eldri borgarar hafa bara fengið vísitöluhækkun, ekkert annað. Ekki einu sinni eingreiðslur eða neitt,“ segir Guðmundur, sem telur óhjákvæmilegt að fjöldi lendi í fátækt við að fara á eftirlaun. „Þeir sem eru með 400 þúsund krónur og eru að fara á eftirlaun í dag, þeir geta reiknað með um að fá rétt rúmar 200 þúsund krónur frá lífeyrissjóði. Svo er þetta skattað og skert. Það sér það hver heilbrigður maður að ef þú ert ekki kominn upp fyrir fátæktarmörk, sem ætti að vera 3-400 þúsund í dag, að þá ertu bara í fátækt. Það er bara stór hópur eldri borgara, og sérstaklega konur sem hafa ekki verið eins mikið úti á vinnumarkaði.“ Hann segir ljóst að slíkar upphæðir dugi ekki til að komast í gegnum mánuðinn. Því þurfi að hætta að skatta og skerða greiðslurnar. „Þegar fjármálaráðherra segir þiggjandi bótaþegar, þá erum við komin eitthvert langt niður úr öllu. Við vitum það að það lifir enginn á 220 þúsund krónum útborguðum í dag.“
Víglínan Alþingi Flokkur fólksins Félagsmál Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira