Erlent

Sjö látnir eftir að vél flug­hersins hrapaði

Sylvía Hall skrifar
Frá slysstað.
Frá slysstað. AP

Flugvél nígeríska flughersins hrapaði skömmu eftir flugtak í morgun með þeim afleiðingum að allir sjö um borð létust. Talið er að vélarbilun hafi leitt til slyssins.

Vélin var á leið til borgarinnar Minna í björgunarleiðangur til þess að bjarga 42 einstaklingum sem voru í haldi mannræningja. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu eru nemendur og starfsfólk heimavistarskóla í haldi þeirra eftir að þeim var rænt síðastliðinn miðvikudag.

Vélin hafði snúið við vegna vélarbilunar en hrapaði í kjölfarið. Vitni segjast hafa heyrt hávært hljóð og síðar séð flugvélina í ljósum logum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×