Sport

Lien­s­berger stöðvaði ein­okun Shiffrin og landaði heims­meistara­titlinum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Katharina Liensberger er heimsmeistari kvenna í svigi.
Katharina Liensberger er heimsmeistari kvenna í svigi. EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA

Katharina Liensberger tryggði sér heimsmeistaratitilinn í svigi kvenna í dag. Með því braut hún einokun Mikaela Shiffrin sem hafði orðið heimsmeistari fjórum sinnum í röð fyrir mótið sem nú fer fram í Cortina á Ítalíu.

Hin austurríska Liensberger var með besta tímann í fyrri ferðinni í morgun og einnig í síðari ferð dagsins. Vann hún með miklum yfirburðum. Var þetta fyrsti sigur Liensberger í heimsbikarnum sem og á heimsmeistaramóti.

Petra Vlhova frá Slóvakíu náði silfrinu og Shiffrin landaði bronsinu.

Alls tóku fjórar íslenskar skíðakonur þátt – Katla Björg Dagbjartsdóttir, Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, Sigríður Dröfn Auðunsdóttir og Hjördís Birna Ingvadóttir. Þær féllu allar úr leik í fyrri umferðinni.


Tengdar fréttir

Sturla Snær eini sem komst á­fram

Í dag kláraðist undankeppni karla í svigi á HM í alpagreinum í Cortina á Ítalíu. Fjórir íslenskir karlar voru meðal þeirra tólf keppenda sem hófu leik í undankeppninni. Aðeins Sturla Snær Snorrason komst áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×