Innlent

Vélsleðaslys við Tjaldafell: Fór fram af hengju

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Björgunarsveitir eru á leið á vettvang.
Björgunarsveitir eru á leið á vettvang. Vísir/Vilhelm

Kona slasaðist þegar vélsleði hennar fór fram af hengju við Tjaldafell norðan Skjaldbreiðar í dag. Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út upp úr klukkan tólf í dag vegna slyssins en konan finnur til verkja en hún var á ferðalagi ásamt hópi fólks sem kom henni í skjól í nærliggjandi skála.

Hlúið er að konunni í skálanum á meðan hjálpar er beðið að því er fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Sjúkraflutningamenn frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands eru í samfloti með björgunarsveitarfólki sem nú er á leið á vettvang.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.