Sport

Ís­lensku skíða­konurnar allar úr leik eftir fyrri ferðina

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Katharina Liensberger er á toppnum eftir fyrri ferðina.
Katharina Liensberger er á toppnum eftir fyrri ferðina. EPA-EFE/JEAN-CHRISTOPHE BOTT

HM í alpagreinum fer nú fram í Cortina á Ítalíu. Fyrri ferð í svigkeppni mótsins er nú lokið en þar voru fjórar íslenskar skíðakonur meðal keppenda, engin þeirra komst áfram.

Þær Hjördís Birna Ingvadóttir, Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, Katla Björg Dagbjartsdóttir og Sigríður Dröfn Auðunsdóttir voru allar meðal keppenda í dag. Féllu þær því miður allar úr leik í fyrri ferð keppninnar.

Sem stendur er Katharina Liensberger frá Austurríki með besta tímann en hún var jafnframt sú fyrsta sem renndi sér í dag. Þar á eftir kemur Petra Vlhova frá Slóvakíu á 0,3 sekúndum verri tíma en Liensberger. Vlhova er sem stendur efsta kona heimsbikarsins.

Wendy Holdener frá Sviss er í þriðja sæti og í fjórða sæti er Mikaela Shiffrin frá Bandaríkjunum en hún hefur sigrað á síðustu fjórum heimsmeistaramótum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×